Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2025 12:32 DeAndre Kane og Michael Craion hafa sett svip sinn á íslenskan körfubolta. vísir/hulda margrét DeAndre Kane átti frábæran leik þegar Grindavík sigraði Keflavík, 101-91, á föstudaginn. Pavel Ermolinskij líkti honum við gamlan samherja sinn úr KR. Kane skoraði 27 stig, tók tíu fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum í leiknum í Smáranum. Hann var með 37 framlagsstig, flest allra á vellinum. Kane hefur spilað stórvel á tímabilinu, sérstaklega eftir að félagi hans, Jeremy Pargo, gekk í raðir Grindavíkur. „Hann er búinn að vera virkilega flottur í vetur. Frammistaða hans í síðustu þremur leikjum, síðan að félagi hans kom - hversu tengt sem það er, maður veit ekkert um það - hefur verið ótrúlega góð, frábær,“ sagði Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. „Ég veit ekki hver tölfræðin hjá honum var í þessum leik en náunginn er að toga liðið áfram. Hann ber það ekki á herðum sér en hann togar alla áfram með sér á þann hátt að það þurfa allir að spila á ákveðnum hraða, ákveðinni baráttu. Hann setur svo háan standard fyrir alla liðsfélaga sína.“ Finnur strax fyrir hvað menn standa Áhrifin sem Kane hefur minna Pavel á áhrifin sem Michael Craion hafði meðan þeir léku saman með KR. „Þetta er einstakur leikmaður að því tillitinu til. Ég hef alltaf sagt að hann minnir mig á gamla félaga minn, Mike Craion. Þeir búa yfir mjög svipuðum karakterseinkennum. Ég get ekki talað nógu vel um DeAndre Kane sérstaklega,“ sagði Pavel en lét þess þó getið að Kane og Craion væru gerólíkir persónuleikar. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um DeAndre Kane „Þeir eru svart og hvítt karakterslega en inni í þeim, hvernig þeir báru sig og hugsa,“ sagði Pavel og barði sér á brjóst. „Maður finnur það strax á leikmönnum fyrir hvað þeir standa og þessir tveir leikmenn vildu bara vinna. Svo voru þeir líka mjög góðir í körfubolta.“ Kane og félagar í Grindavík eru í 6. sæti Bónus deildarinnar með tuttugu stig þegar þremur umferðum er ólokið. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ DeAndre Kane átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga í 101-91 sigri á Keflavík í Smáranum í kvöld. Kane var magnaður á báðum endum vallarins og hann viðurkenndi í viðtali eftir leik að leikir gegn Keflavík skiptu meira máli en aðrir leikir. 28. febrúar 2025 21:41 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Kane skoraði 27 stig, tók tíu fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum í leiknum í Smáranum. Hann var með 37 framlagsstig, flest allra á vellinum. Kane hefur spilað stórvel á tímabilinu, sérstaklega eftir að félagi hans, Jeremy Pargo, gekk í raðir Grindavíkur. „Hann er búinn að vera virkilega flottur í vetur. Frammistaða hans í síðustu þremur leikjum, síðan að félagi hans kom - hversu tengt sem það er, maður veit ekkert um það - hefur verið ótrúlega góð, frábær,“ sagði Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. „Ég veit ekki hver tölfræðin hjá honum var í þessum leik en náunginn er að toga liðið áfram. Hann ber það ekki á herðum sér en hann togar alla áfram með sér á þann hátt að það þurfa allir að spila á ákveðnum hraða, ákveðinni baráttu. Hann setur svo háan standard fyrir alla liðsfélaga sína.“ Finnur strax fyrir hvað menn standa Áhrifin sem Kane hefur minna Pavel á áhrifin sem Michael Craion hafði meðan þeir léku saman með KR. „Þetta er einstakur leikmaður að því tillitinu til. Ég hef alltaf sagt að hann minnir mig á gamla félaga minn, Mike Craion. Þeir búa yfir mjög svipuðum karakterseinkennum. Ég get ekki talað nógu vel um DeAndre Kane sérstaklega,“ sagði Pavel en lét þess þó getið að Kane og Craion væru gerólíkir persónuleikar. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um DeAndre Kane „Þeir eru svart og hvítt karakterslega en inni í þeim, hvernig þeir báru sig og hugsa,“ sagði Pavel og barði sér á brjóst. „Maður finnur það strax á leikmönnum fyrir hvað þeir standa og þessir tveir leikmenn vildu bara vinna. Svo voru þeir líka mjög góðir í körfubolta.“ Kane og félagar í Grindavík eru í 6. sæti Bónus deildarinnar með tuttugu stig þegar þremur umferðum er ólokið. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ DeAndre Kane átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga í 101-91 sigri á Keflavík í Smáranum í kvöld. Kane var magnaður á báðum endum vallarins og hann viðurkenndi í viðtali eftir leik að leikir gegn Keflavík skiptu meira máli en aðrir leikir. 28. febrúar 2025 21:41 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
„Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ DeAndre Kane átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga í 101-91 sigri á Keflavík í Smáranum í kvöld. Kane var magnaður á báðum endum vallarins og hann viðurkenndi í viðtali eftir leik að leikir gegn Keflavík skiptu meira máli en aðrir leikir. 28. febrúar 2025 21:41
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn