Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 20:39 Sendiherra Danmerkur ofbauð orðræða öldungadeildarþingmannsins. Vísir/Samsett Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. Þingmaðurinn sagðist stoltur af framgöngu Bandaríkjaforseta á fundinum margumtalaða í Hvíta húsinu og sendi ráðamönnum í Evrópu pillu í leiðinni í röð færslna sem hann hefur birt á samfélagsmiðlum frá því í gærkvöldi. Í einni þeirra nýjustu gerir hann rýrnun hermáttar Evrópu undanfarin ár að umtalsefni sínu og er afdráttarlaus í máli. Þetta er einnig ákveðinn viðsnúningur en Lindsey Graham hefur áður verið mjög yfirlýsingaglaður stuðningsmaður Úkraínumanna í stríði þeirra við Rússland. „Það er löngu orðið tímabært að Evrópubúar sýni fram á að þeir séu færir um að sinna vörnum eigin heimsálfu,“ segir hann meðal annars í færslunni. With all due respect, my very good friend @LindseyGrahamSC - but for the record: we have always been with you when we have decided together to defend freedom. For instance, when the US was attacked 9/11, Denmark sent 1000 troops - for several years - to Helmand. Tragically, we… https://t.co/Yzy2CR9cRD— Jesper Møller Sørensen 🇩🇰 (@DKambUSA) March 1, 2025 „Ég segi þetta með mikla sorg í hjarta: Þeir síðustu sem ég myndi stóla á til að standa vörð um frelsi eru Evrópubúar,“ segir hann svo. Jesper Møller Sørensen, sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum, svaraði aðdróttunum Graham og minnti hann á það að Evrópa hafi alla tíð staðið með Bandaríkjunum í baráttunni fyrir frelsi. „Til dæmis, þegar Bandaríkin urðu fyrir árás ellefta september sendi Danmörk þúsund manna lið til Helmand [héraðs í Afganistan]. Það sorglega er að við misstum fleiri hermenn miðað við höfðatölu en nokkuð annað land. Við getum augljóslega ekki leyft Pútín að sigra með hrottalegri innrás sinni í Úkraínu,“ segir hann. Danmörk Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36 Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Þingmaðurinn sagðist stoltur af framgöngu Bandaríkjaforseta á fundinum margumtalaða í Hvíta húsinu og sendi ráðamönnum í Evrópu pillu í leiðinni í röð færslna sem hann hefur birt á samfélagsmiðlum frá því í gærkvöldi. Í einni þeirra nýjustu gerir hann rýrnun hermáttar Evrópu undanfarin ár að umtalsefni sínu og er afdráttarlaus í máli. Þetta er einnig ákveðinn viðsnúningur en Lindsey Graham hefur áður verið mjög yfirlýsingaglaður stuðningsmaður Úkraínumanna í stríði þeirra við Rússland. „Það er löngu orðið tímabært að Evrópubúar sýni fram á að þeir séu færir um að sinna vörnum eigin heimsálfu,“ segir hann meðal annars í færslunni. With all due respect, my very good friend @LindseyGrahamSC - but for the record: we have always been with you when we have decided together to defend freedom. For instance, when the US was attacked 9/11, Denmark sent 1000 troops - for several years - to Helmand. Tragically, we… https://t.co/Yzy2CR9cRD— Jesper Møller Sørensen 🇩🇰 (@DKambUSA) March 1, 2025 „Ég segi þetta með mikla sorg í hjarta: Þeir síðustu sem ég myndi stóla á til að standa vörð um frelsi eru Evrópubúar,“ segir hann svo. Jesper Møller Sørensen, sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum, svaraði aðdróttunum Graham og minnti hann á það að Evrópa hafi alla tíð staðið með Bandaríkjunum í baráttunni fyrir frelsi. „Til dæmis, þegar Bandaríkin urðu fyrir árás ellefta september sendi Danmörk þúsund manna lið til Helmand [héraðs í Afganistan]. Það sorglega er að við misstum fleiri hermenn miðað við höfðatölu en nokkuð annað land. Við getum augljóslega ekki leyft Pútín að sigra með hrottalegri innrás sinni í Úkraínu,“ segir hann.
Danmörk Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36 Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36
Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08
Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31