Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2025 15:33 Það var ansi gott VÆB hjá samnefndum bræðrum á laugardagskvöldið. Vísir/Hulda Margrét Lagið Róa bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2025 sem fram fór í beinni útsendingu á RÚV síðasta laugardagskvöld. Lagið var hlutskarpast í símakosningu almennings bæði í undankeppninni og lokakeppninni. Þá voru erlendu dómararnir líka ánægðastir með lagið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Lagið, sem er eftir þá Matthías Davíð Matthíasson, Hálfdán Helga Matthíasson, Inga Þór Garðarsson og Gunnar Björn Gunnarsson, hafnaði í efsta sæti bæði hjá alþjóðlegri dómnefnd og í símakosningu almennings. Lagið fékk einnig flest símaatkvæði í undanúrslitunum. Söngvakeppnin fór fram á þremur kvöldum. Fyrri tvö laugardagskvöldin kepptu fimm lög hvort kvöld og þrjú komust áfram í gegnum símakosningu almennings. Sex lög kepptu svo til úrslita 22. febrúar en þá hafði alþjóðleg dómnefnd sjö landa helmingsvægi á móti símakosningu almennings. Að neðan má sjá úrslit keppninnar. Þar vekur athygli að nokkur munur var á lögunum í þriðja sæti og því fjórða bæði undanúrslitakvöldin. Lögin Róa með VÆB vann fyrri undanúrslitin með nokkrum mun en meiri spenna var seinna undanúrslitakvöldið á milli Þrá með Tinnu og Elds með Júlí og Dísu. Fyrri undanúrslit 8. febrúar - Símakosning almennings 1. Róa - VÆB: 12.649 atkvæði (30,40%) 2. Eins og þú - Ágúst: 10.069 atkvæði (24,20%) 3. Frelsið mitt - Stebbi JAK: 8.853 (21,28%) 4. Ég flýg í storminn - Birgo: 5.089 atkvæði (12,23%) 5. Norðurljós - BIA: 4.945 atkvæði (11,89%) Lögin RÓA, Eins og þú og Frelsið mitt komust þá áfram í úrslit. Seinni undanúrslit 15. febrúar - Símakosning almennings 1. Þrá - Tinna: 9.846 atkvæði (23,30%) 2. Eldur - Júlí og Dísa: 9.469 atkvæði (22,41%) 3. Aðeins lengur - Bjarni Arason: 9.323 atkvæði (22,06%) 4. Flugdrekar - Dagur Sig: 7.400 atkvæði (17,51%) 5. Rísum upp - Bára Katrín: 6.218 atkvæði (14,72%) Lögin Þrá, Eldur og Aðeins lengur komust þá áfram í úrslit. Vægi erlendra dómara fimmtíu prósent Á úrslitakvöldinu hafði alþjóðleg dómnefnd, skipuð fulltrúum sjö landa, helmingsvægi á við atkvæði almennings. Hvert land gaf lögunum 5, 6, 7, 8, 10 og 12 stig. Úrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar - Atkvæði dómnefndar 1. RÓA - VÆB: 74 stig 2. Fire - Júlí og Dísa: 63 stig 3. Set Me Free – Stebbi JAK – 57 stig 4. Words – Tinna: 53 stig 5. Like You – Ágúst: 45 stig 6. Aðeins lengur – Bjarni Arason: 44 stig Símatkvæði almennings á úrslitakvöldinu voru samtals 131.956 og voru þau atkvæði reiknuð í stigafjölda út frá heildarstigafjölda dómnefndar. Almenningur gat kosið með því að hringja eða senda sms í númer viðkomandi lags og í gegnum appið RÚV Stjörnur. Segja má að þrjú lög hafi verið í sérflokki en efstu þrjú lögin voru með 75 prósent atkvæða úr símakosningunni. Úrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar - Símakosning almennings 1. RÓA - VÆB: 36.535 atkvæði (27,7%) - 93 stig 2. Set Me Free - Stebbi JAK: 33.202 atkvæði (25,2%) - 85 stig 3. Fire - Júlí og Dísa: 29.010 atkvæði (22,0%) - 74 stig 4. Aðeins lengur - Bjarni Arason: 15.266 atkvæði (11,6%) - 39 stig 5. Like You - Ágúst: 9.104 atkvæði (6,9%) - 23 stig 6. Words - Tinna: 8.839 atkvæði (6,7%) - 22 stig Þegar atkvæði dómnefndar og almennings voru lögð saman lágu úrslitin fyrir. Lokaúrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar - Dómnefnd og símakosning 1. RÓA - VÆB: 167 stig 2. Set Me Free - Stebbi JAK: 142 stig 3. Fire - Júlí og Dísa: 137 stig 4. Aðeins lengur - Bjarni Arason: 83 stig 5. Words - Tinna: 75 stig 6. Like You - Ágúst: 68 stig Lagið RÓA, í flutningi VÆB, verður því framlag Íslands í Eurovision sem haldin verður í Basel í Sviss í maí. Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Margir foreldrar „haugar“ sem leyfa sér að ala upp símafíkla Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Lagið, sem er eftir þá Matthías Davíð Matthíasson, Hálfdán Helga Matthíasson, Inga Þór Garðarsson og Gunnar Björn Gunnarsson, hafnaði í efsta sæti bæði hjá alþjóðlegri dómnefnd og í símakosningu almennings. Lagið fékk einnig flest símaatkvæði í undanúrslitunum. Söngvakeppnin fór fram á þremur kvöldum. Fyrri tvö laugardagskvöldin kepptu fimm lög hvort kvöld og þrjú komust áfram í gegnum símakosningu almennings. Sex lög kepptu svo til úrslita 22. febrúar en þá hafði alþjóðleg dómnefnd sjö landa helmingsvægi á móti símakosningu almennings. Að neðan má sjá úrslit keppninnar. Þar vekur athygli að nokkur munur var á lögunum í þriðja sæti og því fjórða bæði undanúrslitakvöldin. Lögin Róa með VÆB vann fyrri undanúrslitin með nokkrum mun en meiri spenna var seinna undanúrslitakvöldið á milli Þrá með Tinnu og Elds með Júlí og Dísu. Fyrri undanúrslit 8. febrúar - Símakosning almennings 1. Róa - VÆB: 12.649 atkvæði (30,40%) 2. Eins og þú - Ágúst: 10.069 atkvæði (24,20%) 3. Frelsið mitt - Stebbi JAK: 8.853 (21,28%) 4. Ég flýg í storminn - Birgo: 5.089 atkvæði (12,23%) 5. Norðurljós - BIA: 4.945 atkvæði (11,89%) Lögin RÓA, Eins og þú og Frelsið mitt komust þá áfram í úrslit. Seinni undanúrslit 15. febrúar - Símakosning almennings 1. Þrá - Tinna: 9.846 atkvæði (23,30%) 2. Eldur - Júlí og Dísa: 9.469 atkvæði (22,41%) 3. Aðeins lengur - Bjarni Arason: 9.323 atkvæði (22,06%) 4. Flugdrekar - Dagur Sig: 7.400 atkvæði (17,51%) 5. Rísum upp - Bára Katrín: 6.218 atkvæði (14,72%) Lögin Þrá, Eldur og Aðeins lengur komust þá áfram í úrslit. Vægi erlendra dómara fimmtíu prósent Á úrslitakvöldinu hafði alþjóðleg dómnefnd, skipuð fulltrúum sjö landa, helmingsvægi á við atkvæði almennings. Hvert land gaf lögunum 5, 6, 7, 8, 10 og 12 stig. Úrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar - Atkvæði dómnefndar 1. RÓA - VÆB: 74 stig 2. Fire - Júlí og Dísa: 63 stig 3. Set Me Free – Stebbi JAK – 57 stig 4. Words – Tinna: 53 stig 5. Like You – Ágúst: 45 stig 6. Aðeins lengur – Bjarni Arason: 44 stig Símatkvæði almennings á úrslitakvöldinu voru samtals 131.956 og voru þau atkvæði reiknuð í stigafjölda út frá heildarstigafjölda dómnefndar. Almenningur gat kosið með því að hringja eða senda sms í númer viðkomandi lags og í gegnum appið RÚV Stjörnur. Segja má að þrjú lög hafi verið í sérflokki en efstu þrjú lögin voru með 75 prósent atkvæða úr símakosningunni. Úrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar - Símakosning almennings 1. RÓA - VÆB: 36.535 atkvæði (27,7%) - 93 stig 2. Set Me Free - Stebbi JAK: 33.202 atkvæði (25,2%) - 85 stig 3. Fire - Júlí og Dísa: 29.010 atkvæði (22,0%) - 74 stig 4. Aðeins lengur - Bjarni Arason: 15.266 atkvæði (11,6%) - 39 stig 5. Like You - Ágúst: 9.104 atkvæði (6,9%) - 23 stig 6. Words - Tinna: 8.839 atkvæði (6,7%) - 22 stig Þegar atkvæði dómnefndar og almennings voru lögð saman lágu úrslitin fyrir. Lokaúrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar - Dómnefnd og símakosning 1. RÓA - VÆB: 167 stig 2. Set Me Free - Stebbi JAK: 142 stig 3. Fire - Júlí og Dísa: 137 stig 4. Aðeins lengur - Bjarni Arason: 83 stig 5. Words - Tinna: 75 stig 6. Like You - Ágúst: 68 stig Lagið RÓA, í flutningi VÆB, verður því framlag Íslands í Eurovision sem haldin verður í Basel í Sviss í maí.
Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Margir foreldrar „haugar“ sem leyfa sér að ala upp símafíkla Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Sjá meira