Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 09:32 Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsns í baráttu við Svisslendingana Violu Calligaris og Smilla Vallotto. Getty/Gabor Baumgarten Það er margt sem mælir með því að konur taki þátt í íþróttastarfi og það er ekki bara heilsutengt. Rannsóknir sýna það og sanna að íþróttakonur eru líklegri til að taka að sér leiðtogahlutverk á vinnustöðum en þær sem stunda ekki íþróttir. Kvennaíþróttir eru í miklum vexti út um allan heim og ekki síst í fótboltanum þar sem auknar vinsældir stórmóta og stórkeppna ýta undir frekari framfarir. Burt séð frá hærri fjármunum, meiri athygli og fleiri tækifærum þá eru konur að græða á annan hátt á því að taka þátt í íþróttum. Barcelona hefur verið lengi með frábært kvennalið og félagið vekur athygli á niðurstöðum rannsóknar sem voru kynntar á Alþjóðlegri vísindaviku kvenna og stúlkna á dögunum. Barcelona er með tvær konur í leiðtogastöðum hjá sér, Mireia Porta er yfirmaður næringamála hjá félaginu og Laia Soler er hæstráðandi hjá þjálfræðimiðstöð félagsins. Þær tala báðar fyrir mikilvægi þess að taka þátt í íþróttastarfi. Barça Innovation Hub segir frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Þar kemur skýrt fram að sjálfstraust er lykilatriði til að ná árangri, bæði innan vallar sem utan. Íþróttakonur auka sjálfstraust sitt með margs konar hætti eins og með æfingum og samvinnu. Sjálfstraust snýst ekki aðeins um egó og eigin getu heldur er mjög mikilvægt að nýta hæfileika allra til að heildin nái sem lengst. Þetta eru grunnatriði í uppbyggingu íþróttaliða og þessi lærdómur kemur sér vel út í lífinu. Rannsóknin sýnir að 94 prósent kvenna í stjórnunarstöðum hafa bakgrunn í íþróttum. Þar kemur líka fram að 91 prósent kvenna í stjórnunarstöðum segjast hafa lært hluti í íþróttunum sem hjálpuðu þeim að ná árangri utan íþróttanna. Meðal þeirra hæfileika sem þær urðu betri í þökk sér íþróttaferlinum er liðsamvinna, sjálfstraust, samskipti, leiðtogahæfileikar, trú á sjálfum sér og sveigjanleiki. View this post on Instagram A post shared by Barça Innovation Hub (@barcainnovationhub) Mest lesið Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Sjá meira
Rannsóknir sýna það og sanna að íþróttakonur eru líklegri til að taka að sér leiðtogahlutverk á vinnustöðum en þær sem stunda ekki íþróttir. Kvennaíþróttir eru í miklum vexti út um allan heim og ekki síst í fótboltanum þar sem auknar vinsældir stórmóta og stórkeppna ýta undir frekari framfarir. Burt séð frá hærri fjármunum, meiri athygli og fleiri tækifærum þá eru konur að græða á annan hátt á því að taka þátt í íþróttum. Barcelona hefur verið lengi með frábært kvennalið og félagið vekur athygli á niðurstöðum rannsóknar sem voru kynntar á Alþjóðlegri vísindaviku kvenna og stúlkna á dögunum. Barcelona er með tvær konur í leiðtogastöðum hjá sér, Mireia Porta er yfirmaður næringamála hjá félaginu og Laia Soler er hæstráðandi hjá þjálfræðimiðstöð félagsins. Þær tala báðar fyrir mikilvægi þess að taka þátt í íþróttastarfi. Barça Innovation Hub segir frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Þar kemur skýrt fram að sjálfstraust er lykilatriði til að ná árangri, bæði innan vallar sem utan. Íþróttakonur auka sjálfstraust sitt með margs konar hætti eins og með æfingum og samvinnu. Sjálfstraust snýst ekki aðeins um egó og eigin getu heldur er mjög mikilvægt að nýta hæfileika allra til að heildin nái sem lengst. Þetta eru grunnatriði í uppbyggingu íþróttaliða og þessi lærdómur kemur sér vel út í lífinu. Rannsóknin sýnir að 94 prósent kvenna í stjórnunarstöðum hafa bakgrunn í íþróttum. Þar kemur líka fram að 91 prósent kvenna í stjórnunarstöðum segjast hafa lært hluti í íþróttunum sem hjálpuðu þeim að ná árangri utan íþróttanna. Meðal þeirra hæfileika sem þær urðu betri í þökk sér íþróttaferlinum er liðsamvinna, sjálfstraust, samskipti, leiðtogahæfileikar, trú á sjálfum sér og sveigjanleiki. View this post on Instagram A post shared by Barça Innovation Hub (@barcainnovationhub)
Mest lesið Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Sjá meira