Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Valur Páll Eiríksson skrifar 21. febrúar 2025 14:31 Zlatan Ibrahimovic tók glaður við gyllta tapírnum sem hann sagði verðskuldaðan. Skjáskot/Striscia la notizia Sænska fótboltagoðsögnin Zlatan Ibrahimovic, sem starfar sem stjórnandi hjá AC Milan á Ítalíu, veitti hinum gyllta tapír viðtöku í gær. Annað árið í röð. Satírski ítalski sjónvarpsþátturinn Striscia la notizia afhendir gyllta tapírinn reglulega. Hann er ætlaður frægu og hátt settu fólki sem gerir stór mistök, er gripið í bólinu eða bara almennt skítur í heyið. Engin regla er á afhendingunni, ekki einn tapír á ári eða slíkt, heldur er tapírinn afhentur eftir þörfum, eins oft og klúður fólks kallar á. Misvel er tekið í skammarverðlaunin. Fólk á til að hlaupa undan þáttastjórnendum þegar þeir nálgast háttsett með gyllta tapírinn að vopni. Zlatan er hins vegar öllu vanur, enda var hann að veita tapírnum viðtöku í níunda sinn í gær. Í þetta skipti var það vegna klúðurs félags hans, AC Milan, sem féll óvænt úr leik fyrir Feyenoord í Meistaradeild Evrópu í vikunni. „Við erum vonsviknir og reiðir. Tapírinn á sannarlega rétt á sér,“ sagði Zlatan meðal annars í stuttu myndbandi sem birt var af afhendingunni á miðlum Striscia la notizia. Þetta er jafnframt annað árið í röð sem Zlatan fær tapírinn en í fyrra var það vegna rannsóknar ítalskra lögregluyfirvalda á eigendahópi AC Milan. Yfirvöld höfðu þá nýlega rutt sér leið inn á skrifstofur félagsins vegna þeirrar rannsóknar. Þrátt fyrir að Zlatan þekki vel til tapírsins á hann ekkert í fyrrum liðsfélaga hans hjá AC Milan, Ítalann Antonio Cassano, sem hefur reglulega gripið fyrirsagnirnar af misgáfulegum ástæðum. Cassano hefur hlotið tapírinn oftast allra, 21 sinni. Líkt og Zlatan kippir hann sér ekki of mikið upp við það og tekur við skammarverðlaununum með bros á vör. Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Satírski ítalski sjónvarpsþátturinn Striscia la notizia afhendir gyllta tapírinn reglulega. Hann er ætlaður frægu og hátt settu fólki sem gerir stór mistök, er gripið í bólinu eða bara almennt skítur í heyið. Engin regla er á afhendingunni, ekki einn tapír á ári eða slíkt, heldur er tapírinn afhentur eftir þörfum, eins oft og klúður fólks kallar á. Misvel er tekið í skammarverðlaunin. Fólk á til að hlaupa undan þáttastjórnendum þegar þeir nálgast háttsett með gyllta tapírinn að vopni. Zlatan er hins vegar öllu vanur, enda var hann að veita tapírnum viðtöku í níunda sinn í gær. Í þetta skipti var það vegna klúðurs félags hans, AC Milan, sem féll óvænt úr leik fyrir Feyenoord í Meistaradeild Evrópu í vikunni. „Við erum vonsviknir og reiðir. Tapírinn á sannarlega rétt á sér,“ sagði Zlatan meðal annars í stuttu myndbandi sem birt var af afhendingunni á miðlum Striscia la notizia. Þetta er jafnframt annað árið í röð sem Zlatan fær tapírinn en í fyrra var það vegna rannsóknar ítalskra lögregluyfirvalda á eigendahópi AC Milan. Yfirvöld höfðu þá nýlega rutt sér leið inn á skrifstofur félagsins vegna þeirrar rannsóknar. Þrátt fyrir að Zlatan þekki vel til tapírsins á hann ekkert í fyrrum liðsfélaga hans hjá AC Milan, Ítalann Antonio Cassano, sem hefur reglulega gripið fyrirsagnirnar af misgáfulegum ástæðum. Cassano hefur hlotið tapírinn oftast allra, 21 sinni. Líkt og Zlatan kippir hann sér ekki of mikið upp við það og tekur við skammarverðlaununum með bros á vör.
Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira