Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. febrúar 2025 16:51 Arnór er kominn í heiðbláa treyju Malmö. Mynd/Malmö FF Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn í raðir Malmö FF í Svíþjóð. Skiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga. Hinn 25 ára gamli Arnór skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö í dag. Greint er frá á miðlum sænska félagsins. Hann er því snúinn aftur til Svíþjóðar eftir að hafa leikið með Norrköping 2017 til 2018 og aftur sem lánsmaður frá CSKA Moskvu 2022 til 2023. Í kynningarmyndbandi á samfélagsmiðlum Malmö talar Arnór á íslensku og segir: „Þetta er minn nýji heimavöllur. Ég er hér til að vinna titla.“ 🇮🇸 Han är här för att spela för mesta mästarna. pic.twitter.com/XcO9A4c4P6— Malmö FF (@Malmo_FF) February 19, 2025 „Ég er mjög glaður og þakklátur. Þetta er stórt félag með virkilega góða einstaklinga innanborðs. Það berst um titla og spilar í Evrópu. Að vera hluti af því er góð tilfinning,“ er haft eftir Arnóri í yfirlýsingu Malmö. Malmö lagði mikið í að fá Arnór í raðir félagsins og virðist ánægja ríkja með komu hans, þó stuðningsmenn Norrköping séu ekki eins kátir. „Arnór er leikmaður sem hefur áður sýnt í Allsvenskunni hver mikil gæði hann hefur. Hann hefur einnig spilað í öðrum deildum og sankað að sér dýrmætri reynslu sem mun hjálpa okkur í deild og Evrópu,“ er haft eftir Daniel Andersson, íþróttastjóra félagsins. Arnór fékk sig lausan frá Blackburn í ensku B-deildinni eftir að hann var skilinn eftir utan leikmannahóps liðsins í deildinni eftir að félagsskiptaglugginn í janúar lokaði. Hann komst að samkomulagi um samningsslit á dögunum og hefur leitað nýs félags síðan. Sú leit stóð ekki lengi og stökk Malmö til. Hjá Malmö hittir Arnór annan Íslending, Daníel Tristan Guðjohnsen, son Eiðs Smára Guðjohnsen. Áður hafa Arnór Ingvi Traustason, Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson leikið fyrir félagið við góðan orðstír. Sverrir Sverrisson og Ólafur Örn Bjarnason voru þá samningsbundnir félaginu um aldamót og spiluðu með því örfáa leiki. Guðmundur Viðar Mete og Ómar Jóhannsson voru í unglingaliði félagsins um svipað leyti. Sænski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Arnór skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö í dag. Greint er frá á miðlum sænska félagsins. Hann er því snúinn aftur til Svíþjóðar eftir að hafa leikið með Norrköping 2017 til 2018 og aftur sem lánsmaður frá CSKA Moskvu 2022 til 2023. Í kynningarmyndbandi á samfélagsmiðlum Malmö talar Arnór á íslensku og segir: „Þetta er minn nýji heimavöllur. Ég er hér til að vinna titla.“ 🇮🇸 Han är här för att spela för mesta mästarna. pic.twitter.com/XcO9A4c4P6— Malmö FF (@Malmo_FF) February 19, 2025 „Ég er mjög glaður og þakklátur. Þetta er stórt félag með virkilega góða einstaklinga innanborðs. Það berst um titla og spilar í Evrópu. Að vera hluti af því er góð tilfinning,“ er haft eftir Arnóri í yfirlýsingu Malmö. Malmö lagði mikið í að fá Arnór í raðir félagsins og virðist ánægja ríkja með komu hans, þó stuðningsmenn Norrköping séu ekki eins kátir. „Arnór er leikmaður sem hefur áður sýnt í Allsvenskunni hver mikil gæði hann hefur. Hann hefur einnig spilað í öðrum deildum og sankað að sér dýrmætri reynslu sem mun hjálpa okkur í deild og Evrópu,“ er haft eftir Daniel Andersson, íþróttastjóra félagsins. Arnór fékk sig lausan frá Blackburn í ensku B-deildinni eftir að hann var skilinn eftir utan leikmannahóps liðsins í deildinni eftir að félagsskiptaglugginn í janúar lokaði. Hann komst að samkomulagi um samningsslit á dögunum og hefur leitað nýs félags síðan. Sú leit stóð ekki lengi og stökk Malmö til. Hjá Malmö hittir Arnór annan Íslending, Daníel Tristan Guðjohnsen, son Eiðs Smára Guðjohnsen. Áður hafa Arnór Ingvi Traustason, Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson leikið fyrir félagið við góðan orðstír. Sverrir Sverrisson og Ólafur Örn Bjarnason voru þá samningsbundnir félaginu um aldamót og spiluðu með því örfáa leiki. Guðmundur Viðar Mete og Ómar Jóhannsson voru í unglingaliði félagsins um svipað leyti.
Sænski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira