Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2025 11:03 Nicky Hayen, þjálfari belgíska félagsins Club Brugge fagnar hér sigrinum óvænta á Atalanta í gær. Getty/Francesco Scaccianoce Nicky Hayen, þjálfari Club Brugge, er að gera frábæra hluti með liðið í Meistaradeildinni en belgíska félagið komst í gærkvöldi í sextán liða úrslit keppninnar. Club Brugge fór til Ítalíu og vann 3-1 útisigur á Atalanta. Belgarnir unnu þar með 5-2 samanlagt því þeir unnu fyrri leikinn 2-1. Þetta voru ein óvæntustu úrslitin í umspilinu til þessa. Blaðamannafundur þjálfarans fyrir leikinn mikilvæga vakti líka nokkra athygli. Hinn 44 ára gamli Hayen viðurkenndi þá að tala við móður sína fyrir hvern leik. Það væri svo sem ekkert óeðlilegt nema vegna þess að hún er ekki á lífi. Hayen missti móður sína fyrir fjórum árum. „Ég tala við móður mína fyrir hvern leik. Hún lést fyrir fjórum langt fyrir aldur fram,“ sagði Nicky Hayen. „Á síðasta tímabili fyrir úrslitakeppnina í belgísku deildinni þá sagði ég henni að ég vildi gera eitthvað klikkað og að lokum þá unnum við titilinn,“ sagði Hayen. „Er ég mjög trúaður? Nei, en mér finnst þetta gefa mér eitthvað. Ég verð því að trúa að það sé eitthvað þarna úti,“ sagði Hayen. Hayen fékk fastráðningu sem þjálfari Club Brugge í júní í fyrra. Hann hafði tekið tímabundið við í marsmánuði. Liðið er nú komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og er i öðru sæti belgísku deildarinnar, átta stigum á eftir Genk. Club Brugge manager Nicky Hayen kept his ritual of speaking to his late mother before their UCL playoff vs. Atalanta.The reigning Belgian Pro League champions are now into the last 16 after finishing 24th in the league phase 🌟 pic.twitter.com/Vj6vXxfjy3— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 19, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Club Brugge fór til Ítalíu og vann 3-1 útisigur á Atalanta. Belgarnir unnu þar með 5-2 samanlagt því þeir unnu fyrri leikinn 2-1. Þetta voru ein óvæntustu úrslitin í umspilinu til þessa. Blaðamannafundur þjálfarans fyrir leikinn mikilvæga vakti líka nokkra athygli. Hinn 44 ára gamli Hayen viðurkenndi þá að tala við móður sína fyrir hvern leik. Það væri svo sem ekkert óeðlilegt nema vegna þess að hún er ekki á lífi. Hayen missti móður sína fyrir fjórum árum. „Ég tala við móður mína fyrir hvern leik. Hún lést fyrir fjórum langt fyrir aldur fram,“ sagði Nicky Hayen. „Á síðasta tímabili fyrir úrslitakeppnina í belgísku deildinni þá sagði ég henni að ég vildi gera eitthvað klikkað og að lokum þá unnum við titilinn,“ sagði Hayen. „Er ég mjög trúaður? Nei, en mér finnst þetta gefa mér eitthvað. Ég verð því að trúa að það sé eitthvað þarna úti,“ sagði Hayen. Hayen fékk fastráðningu sem þjálfari Club Brugge í júní í fyrra. Hann hafði tekið tímabundið við í marsmánuði. Liðið er nú komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og er i öðru sæti belgísku deildarinnar, átta stigum á eftir Genk. Club Brugge manager Nicky Hayen kept his ritual of speaking to his late mother before their UCL playoff vs. Atalanta.The reigning Belgian Pro League champions are now into the last 16 after finishing 24th in the league phase 🌟 pic.twitter.com/Vj6vXxfjy3— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 19, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira