Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. febrúar 2025 23:26 Jón hefur reynt að tileinka sér fatavenjur alþingismanna en reynst það erfitt. Vísir/Vilhelm Skrautlegur klæðaburður Jóns Gnarr hefur oft vakið athygli og rifjast í því samhengi upp bleiku jakkafötin sem hann klæddist í borgarstjóratíð sinni. Honum leiðist þó tilgerð og svo virðist sem í dag hafi þau náð hámarki sínu að hans mati þegar átti að meina honum aðgang að þingsal vegna þess að hann var í gallabuxum. Í færslu á samfélagsmiðlum segist hann hafa reynt að tileinka sér snyrtimennsku í klæðaburði síðan hann sór drengskaparheitin en að honum leiðist afskaplega snobb og tilgerð og því hafi það reynst hægar sagt en gert. Í þingmannshlutverki og einnig í framboði hans til forseta hefur því meira borið á fínum tvídjakkafötum úr smiðju Kormáks og Skjaldar sem eru frekar í jarðlitum. Þó fylgir hann ekki alltaf hinum óskrifuðu reglum jakkafatanna. Hann er oft með skrautleg bindi eða bara ekki með bindi og þá með skyrtuna hneppta niður í vestið. „Í dag gerði ég breytingu á og kom í gallabuxum. Manneskja reyndi að stöðva mig með þeim orðum að ég mætti ekki ganga í þingsal í gallabuxum,“ segir Jón. Hann segir sér hafa brugðið en að hann hafi í stað þess að hlaupa heim og skipta um föt gengið rösklega til sætis og sest. Þá hafi hann komið auga á aðra gallabuxnaklædda þingmenn og honum hafi létt við það. „En þegar leið á fundinn fékk ég skilaboð frá þingflokksformanni að ónefndur þingmaður hefði kvartað yfir því að ég væri í gallabuxum,“ segir Jón. Ljóst er að honum þyki ekki mikið koma til þessara tilburða þessa ónefnda þingmanns og svo virðist sem að honum hafi strax dottið leið í hug til að klekkja á honum. „Kannski ég mæti einn daginn í Obi Wan Kenobi búningnum mínum? Hann er mjög snyrtilegur og líka töff og er þar að auki Íslenskt handverk,“ segir Jón. Tíska og hönnun Alþingi Viðreisn Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Sjá meira
Í færslu á samfélagsmiðlum segist hann hafa reynt að tileinka sér snyrtimennsku í klæðaburði síðan hann sór drengskaparheitin en að honum leiðist afskaplega snobb og tilgerð og því hafi það reynst hægar sagt en gert. Í þingmannshlutverki og einnig í framboði hans til forseta hefur því meira borið á fínum tvídjakkafötum úr smiðju Kormáks og Skjaldar sem eru frekar í jarðlitum. Þó fylgir hann ekki alltaf hinum óskrifuðu reglum jakkafatanna. Hann er oft með skrautleg bindi eða bara ekki með bindi og þá með skyrtuna hneppta niður í vestið. „Í dag gerði ég breytingu á og kom í gallabuxum. Manneskja reyndi að stöðva mig með þeim orðum að ég mætti ekki ganga í þingsal í gallabuxum,“ segir Jón. Hann segir sér hafa brugðið en að hann hafi í stað þess að hlaupa heim og skipta um föt gengið rösklega til sætis og sest. Þá hafi hann komið auga á aðra gallabuxnaklædda þingmenn og honum hafi létt við það. „En þegar leið á fundinn fékk ég skilaboð frá þingflokksformanni að ónefndur þingmaður hefði kvartað yfir því að ég væri í gallabuxum,“ segir Jón. Ljóst er að honum þyki ekki mikið koma til þessara tilburða þessa ónefnda þingmanns og svo virðist sem að honum hafi strax dottið leið í hug til að klekkja á honum. „Kannski ég mæti einn daginn í Obi Wan Kenobi búningnum mínum? Hann er mjög snyrtilegur og líka töff og er þar að auki Íslenskt handverk,“ segir Jón.
Tíska og hönnun Alþingi Viðreisn Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Sjá meira