Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 09:00 Terrence Shannon lék með Texas Tech áður en hann skipti yfir í Illinois skólann þar sem hann var í tvö ár. Þessi tvö ár voru nógu góð til að treyja hans fór upp í rjáfur. Getty/y John E. Moore III Þetta átti að vera stórt kvöld fyrir fyrrum leikmanns skólans en breyttist fljótt í það að vera aðhlátursefni á netmiðlum. Forráðamenn Illinois skólans hafi beðið fyrrum leikmanns skólans, Terrence Shannon yngri, afsökunar á uppákomunni, sem varð þegar átti að heiðra hann um helgina. Í hálfleik á körfuboltaleik Illinois og Michigan State þá var Shannon kallaður út á mitt gólf vegna þess að það átti að setja keppnistreyju hans upp í rjáfur á höllinni sem þakklæti fyrir frábæra frammistöðu hans í leikjum fyrir skólann. Stór mistök voru hins vegar gerð við uppsetningu fánans með treyju Shannons. Vandamálið? Jú treyjan hans snéri öfugt. Shannon sjálfur gat ekki annað en brosað vandræðalega þegar hann sá útkomuna. „Við sjáum auðvitað eftir því sem gerðist í hálfleik þegar við ætluðum að halda upp á feril Shannon. Það er synd að þetta hafi komið fyrir. Auðvitað hengdi ég ekki sjálfur upp treyjuna en ég er samt sem áður ábyrgur fyrir öllu því sem gerist í þessari byggingu,“ sagði Josh Whitman, yfirmaður íþróttadeildar Illinois skólans. „Við verðum að gera okkur öll grein fyrir því að mistök geta átt sér stað í lífinu. Það eru samt aðstæður sem þau mega alls ekki gerast. Í kvöld stálum við þessari stóru stund af Shannon og það er okkur að kenna. Við báðum hann afsökunar á þessu og líka móður hans. Við viljum líka biðja allt okkar stuðningsfólk afsökunar og alla þá sem voru spenntir fyrir að upplifa þessa stund,“ sagði Whitman. Shannon hjálpaði skólanum í fyrra að komast í fyrsta sinn í tuttugu ár í átta liða úrslit úrslitakeppni háskólaboltans þar sem hann var að skora 23 stig í leik. Hann var síðan valin af Minnesota Timberwolves í nýliðvalinu. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Háskólabolti NCAA Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Forráðamenn Illinois skólans hafi beðið fyrrum leikmanns skólans, Terrence Shannon yngri, afsökunar á uppákomunni, sem varð þegar átti að heiðra hann um helgina. Í hálfleik á körfuboltaleik Illinois og Michigan State þá var Shannon kallaður út á mitt gólf vegna þess að það átti að setja keppnistreyju hans upp í rjáfur á höllinni sem þakklæti fyrir frábæra frammistöðu hans í leikjum fyrir skólann. Stór mistök voru hins vegar gerð við uppsetningu fánans með treyju Shannons. Vandamálið? Jú treyjan hans snéri öfugt. Shannon sjálfur gat ekki annað en brosað vandræðalega þegar hann sá útkomuna. „Við sjáum auðvitað eftir því sem gerðist í hálfleik þegar við ætluðum að halda upp á feril Shannon. Það er synd að þetta hafi komið fyrir. Auðvitað hengdi ég ekki sjálfur upp treyjuna en ég er samt sem áður ábyrgur fyrir öllu því sem gerist í þessari byggingu,“ sagði Josh Whitman, yfirmaður íþróttadeildar Illinois skólans. „Við verðum að gera okkur öll grein fyrir því að mistök geta átt sér stað í lífinu. Það eru samt aðstæður sem þau mega alls ekki gerast. Í kvöld stálum við þessari stóru stund af Shannon og það er okkur að kenna. Við báðum hann afsökunar á þessu og líka móður hans. Við viljum líka biðja allt okkar stuðningsfólk afsökunar og alla þá sem voru spenntir fyrir að upplifa þessa stund,“ sagði Whitman. Shannon hjálpaði skólanum í fyrra að komast í fyrsta sinn í tuttugu ár í átta liða úrslit úrslitakeppni háskólaboltans þar sem hann var að skora 23 stig í leik. Hann var síðan valin af Minnesota Timberwolves í nýliðvalinu. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Háskólabolti NCAA Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira