Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2025 11:35 Árásarmaðurinn var myndaður með bros á vör skömmu eftir árásina. X/EPA Yfirvöld í Austurríki segja að maðurinn sem stakk fólk af handahófi í bænum Villach í gær hafi tengingar við Íslamska ríkið eða önnur hryðjuverkasamtök, sem hann mun hafa lýst yfir hollustu við fyrir árásina. Fjórtán ára drengur lét lífið og fimm aðrir voru særðir áður en árásin var stöðvuð og maðurinn handtekinn. Þrír hinna særðu eru sagðir í alvarlegu ástandi. Árásin var framin af 23 ára manni frá Sýrlandi, sem hefði dvalarleyfi í Austurríki. Fjölmiðlar þar í landi hafa eftir að maðurinn hafi ætlað sér að vera skotinn til bana af lögregluþjónum. Lögreglan segir hann hafa verið með fána Íslamska ríkisins á veggjum heima hjá sér. Sjá einnig: Unglingsstrákur lést í hnífaárás Der Standard vísar í blaðamannafund í morgun en sagði Gerhard Karner, innanríkisráðherra, að árásarmaðurinn væri með tengsl við Íslamska ríkið og kallaði hann eftir ríkari rannsóknarheimildum fyrir lögreglu. Sá sem stöðvaði árásarmanninn var einnig frá Sýrlandi og hrósaði Kaiser honum fyrir hugrekki sitt. Þegar árásarmaðurinn byrjaði að stinga fólk, með um tíu sentímetra löngum hníf, ók 42 ára sendill frá Sýrlandi á árásarmanninn og hefur honum verið hrósað fyrir að koma í vef fyrir að fleiri yrðu stungnir. Myndir af vettvangi sýna árásarmanninn sitja brosandi þegar lögregluþjónar umkringdu hann. Í kjölfar árásarinnar hafa hávær ummæli um flæði farand- og flóttafólks til Austurríki og að takmarka eigi það heyrst í Austurríki. Sambærilega sögu er að segja af Þýskalandi eftir að maður frá Afganistan ók bíl inn í hóp fólks í vikunni. Þetta er önnur banvæn árás Íslamista í Austurríki á undanförnum árum. Árið 2020 skaut maður sem hafði reynt að ganga til liðs við Íslamska ríkið fjóra til bana á götum Vínarborgar. Austurríki Tengdar fréttir Mæðgur látnar eftir árásina í München Tveggja ára stúlka og móðir hennar eru látnar eftir að bíll keyrði inn í hóp mótmælenda í München á fimmtudag. Árásarmaðurinn er afganskur hælisleitandi. 15. febrúar 2025 20:32 Húðskammaði ráðamenn í Evrópu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. 14. febrúar 2025 16:35 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Þrír hinna særðu eru sagðir í alvarlegu ástandi. Árásin var framin af 23 ára manni frá Sýrlandi, sem hefði dvalarleyfi í Austurríki. Fjölmiðlar þar í landi hafa eftir að maðurinn hafi ætlað sér að vera skotinn til bana af lögregluþjónum. Lögreglan segir hann hafa verið með fána Íslamska ríkisins á veggjum heima hjá sér. Sjá einnig: Unglingsstrákur lést í hnífaárás Der Standard vísar í blaðamannafund í morgun en sagði Gerhard Karner, innanríkisráðherra, að árásarmaðurinn væri með tengsl við Íslamska ríkið og kallaði hann eftir ríkari rannsóknarheimildum fyrir lögreglu. Sá sem stöðvaði árásarmanninn var einnig frá Sýrlandi og hrósaði Kaiser honum fyrir hugrekki sitt. Þegar árásarmaðurinn byrjaði að stinga fólk, með um tíu sentímetra löngum hníf, ók 42 ára sendill frá Sýrlandi á árásarmanninn og hefur honum verið hrósað fyrir að koma í vef fyrir að fleiri yrðu stungnir. Myndir af vettvangi sýna árásarmanninn sitja brosandi þegar lögregluþjónar umkringdu hann. Í kjölfar árásarinnar hafa hávær ummæli um flæði farand- og flóttafólks til Austurríki og að takmarka eigi það heyrst í Austurríki. Sambærilega sögu er að segja af Þýskalandi eftir að maður frá Afganistan ók bíl inn í hóp fólks í vikunni. Þetta er önnur banvæn árás Íslamista í Austurríki á undanförnum árum. Árið 2020 skaut maður sem hafði reynt að ganga til liðs við Íslamska ríkið fjóra til bana á götum Vínarborgar.
Austurríki Tengdar fréttir Mæðgur látnar eftir árásina í München Tveggja ára stúlka og móðir hennar eru látnar eftir að bíll keyrði inn í hóp mótmælenda í München á fimmtudag. Árásarmaðurinn er afganskur hælisleitandi. 15. febrúar 2025 20:32 Húðskammaði ráðamenn í Evrópu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. 14. febrúar 2025 16:35 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Mæðgur látnar eftir árásina í München Tveggja ára stúlka og móðir hennar eru látnar eftir að bíll keyrði inn í hóp mótmælenda í München á fimmtudag. Árásarmaðurinn er afganskur hælisleitandi. 15. febrúar 2025 20:32
Húðskammaði ráðamenn í Evrópu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. 14. febrúar 2025 16:35