Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2025 09:31 Pat Vellner og Anníe Mist Þórisdóttir eru bæði að reyna að þrýsta á framfarir í öryggismálum á heimsleikunum í CrossFit. @pvellner Pat Vellner, einn besti CrossFit karla heimsins, mun ekki taka þátt í komandi CrossFit tímabili en hann er mótmæla miklum skorti á viðbrögðum CrossFit samtakanna við drukknum keppanda á síðustu heimsleikum. Vellner valdi að fara sömu leið og íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir sem vildi ekki vera með á tímabilinu af siðferðislegum ástæðum. Hún er líka ósátt með skort á gagnsæi, að enginn taki ábyrgð, og vill að það verði gerðar alvöru ráðstafanir í öryggismálum keppenda. Bæði risastór í CrossFit heiminum Bæði eru þau risastór í CrossFit heiminum en mjög vinsæl og hafa líka verið í fremstu röð í mjög langan tíma. Vellner er 34 ára Kanadamaður. Hann endaði í fimmta sæti á síðustu heimsleikum en hefur fimm sinnum komist á verðlaunapall þar af þrisvar endað í öðru sæti, síðast 2023. „Ég hef ákveðið að taka ekki þátt á CrossFit tímabilinu 2025. Stundum er besta leiðin, til að pressa á breytingar, að gera eitthvað í málinu. Í ár ætla ég að taka afstöðu með því að kjósa með fótunum,“ skrifaði Pat Vellner á samfélagsmiðla sína. Erfiðara og erfiðara að réttlæta það „Í mörg ár hef ég eytt gríðarlega miklum tíma, orku og ástríðu í CrossFit tímabilið. Það er alltaf að vera erfiðara og erfiðara að réttlæta það. Ég get ekki haldið áfram að gefa svo mikið af mér fyrir samtök sem virðist ekki hafa áhuga á því að styðja þau sem keppa,“ skrifaði Vellner. „Undanfarin ár höfum við íþróttafólkið unnið saman að því og stanslaust látið í ljós áhyggjur okkar af öryggismálum. Við höfum komið fram með tillögur og lausnir til að bæta öryggi en þeir sem ráða hafa að mestu hunsað okkar tillögur,“ skrifaði Vellner. „Síðasta sumar missti ég vin. Dauði Lazars var harmleikur og margt kom þar til. Ég trúi því að ákvarðanir leiðtoga CrossFit samtakanna áttu sinn þátt í því. Viðbrögð CrossFit samtakanna, eða öllu heldur skortur á þeim, hefur sýnt fram á eitt. Alvöru breytingar eru ekki á leiðinni. Ef íþróttin okkar á að þróast þá þurfum við að hlusta á áhyggjur og tryggja öryggi íþróttafólks okkar. Það á að vera í forgangi í það þess að vera ýtt til hliðar, gert lítið úr eða alveg hunsað,“ skrifaði Vellner. Hættur að öskra út í tómarúmið „Ég er hættur að bíða þolinmóður og treysta ferlinu. Ég er hættur að öskra út í tómarúmið,“ skrifaði Vellner. Hann tekur það fram að hann sé ekki hættur að keppa í CrossFit heldur muni hann keppa meira en aldrei fyrr. Hann ætlar bara að sleppa því að keppa á vegum CrossFit samtakanna. „Ég ætla að fjárfesta orku minni í fólk sem ég elska og hjá þeim sem kunna að meta íþróttafólk og heiðarlega keppni,“ skrifaði Vellner. Það má lesa allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Patrick Vellner (@pvellner) CrossFit Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Vellner valdi að fara sömu leið og íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir sem vildi ekki vera með á tímabilinu af siðferðislegum ástæðum. Hún er líka ósátt með skort á gagnsæi, að enginn taki ábyrgð, og vill að það verði gerðar alvöru ráðstafanir í öryggismálum keppenda. Bæði risastór í CrossFit heiminum Bæði eru þau risastór í CrossFit heiminum en mjög vinsæl og hafa líka verið í fremstu röð í mjög langan tíma. Vellner er 34 ára Kanadamaður. Hann endaði í fimmta sæti á síðustu heimsleikum en hefur fimm sinnum komist á verðlaunapall þar af þrisvar endað í öðru sæti, síðast 2023. „Ég hef ákveðið að taka ekki þátt á CrossFit tímabilinu 2025. Stundum er besta leiðin, til að pressa á breytingar, að gera eitthvað í málinu. Í ár ætla ég að taka afstöðu með því að kjósa með fótunum,“ skrifaði Pat Vellner á samfélagsmiðla sína. Erfiðara og erfiðara að réttlæta það „Í mörg ár hef ég eytt gríðarlega miklum tíma, orku og ástríðu í CrossFit tímabilið. Það er alltaf að vera erfiðara og erfiðara að réttlæta það. Ég get ekki haldið áfram að gefa svo mikið af mér fyrir samtök sem virðist ekki hafa áhuga á því að styðja þau sem keppa,“ skrifaði Vellner. „Undanfarin ár höfum við íþróttafólkið unnið saman að því og stanslaust látið í ljós áhyggjur okkar af öryggismálum. Við höfum komið fram með tillögur og lausnir til að bæta öryggi en þeir sem ráða hafa að mestu hunsað okkar tillögur,“ skrifaði Vellner. „Síðasta sumar missti ég vin. Dauði Lazars var harmleikur og margt kom þar til. Ég trúi því að ákvarðanir leiðtoga CrossFit samtakanna áttu sinn þátt í því. Viðbrögð CrossFit samtakanna, eða öllu heldur skortur á þeim, hefur sýnt fram á eitt. Alvöru breytingar eru ekki á leiðinni. Ef íþróttin okkar á að þróast þá þurfum við að hlusta á áhyggjur og tryggja öryggi íþróttafólks okkar. Það á að vera í forgangi í það þess að vera ýtt til hliðar, gert lítið úr eða alveg hunsað,“ skrifaði Vellner. Hættur að öskra út í tómarúmið „Ég er hættur að bíða þolinmóður og treysta ferlinu. Ég er hættur að öskra út í tómarúmið,“ skrifaði Vellner. Hann tekur það fram að hann sé ekki hættur að keppa í CrossFit heldur muni hann keppa meira en aldrei fyrr. Hann ætlar bara að sleppa því að keppa á vegum CrossFit samtakanna. „Ég ætla að fjárfesta orku minni í fólk sem ég elska og hjá þeim sem kunna að meta íþróttafólk og heiðarlega keppni,“ skrifaði Vellner. Það má lesa allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Patrick Vellner (@pvellner)
CrossFit Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira