Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2025 12:14 Hrísgrjónaakrar í Japan. Getty/David Madison Stjórnvöld í Japan hafa opnað neyðarbirgðir sínar og hyggst flæða 210.000 tonnum af hrísgrjónum inn á markaðinn í fordæmalausri tilraun til að knýja fram verðlækkun. Smásöluverð á 5 kg poka af hrísgrjónum hefur hækkað úr 2.000 jenum í 3.700 jen á síðasta ári, meðal annars vegna methita og uppskerubrests, hamsturs í kjölfar veðurviðvarana og vandamála með dreifingu. Landbúnaðarráðherrann Taku Eto tilkynnti um ákvörðunina í morgun. Stjórnvöld eru ekki vön að stunda inngrip vegna verðhækkana en hafa áður opnað birgðageymslur sínar í kjölfar náttúruhamfara og uppskerubrests. Eto sagði hinar miklu verðhækkanir hins vegar vera að hafa veruleg áhrif á líf fólks og þess vegna hefði verið ákveðið að grípa inn í. Uppskeran árið 2024 var töluvert meiri en árið á undan, sem munaði 180.000 tonnum, en vangaveltur eru uppi um að bændur og heildsalar liggi enn á nokkru magni til að geta selt þegar verðið hækkar enn frekar. Neyðarbirgðirnar verða seldar til heildsala og ættu að skila sér í verslanir í apríl. Þá munu stjórnvöld hefja endurkaup innan árs til að koma í veg fyrir verðhrun. Talið er að neyðarbirgðir Japan af hrísgrjónum nemi allt að milljón tonnum. Þær eru sagðar geymdar á um 300 stöðum um allt land en staðsetningunum er haldið leyndum af öryggisástæðum. Guardian sagði frá. Japan Matvælaframleiðsla Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Smásöluverð á 5 kg poka af hrísgrjónum hefur hækkað úr 2.000 jenum í 3.700 jen á síðasta ári, meðal annars vegna methita og uppskerubrests, hamsturs í kjölfar veðurviðvarana og vandamála með dreifingu. Landbúnaðarráðherrann Taku Eto tilkynnti um ákvörðunina í morgun. Stjórnvöld eru ekki vön að stunda inngrip vegna verðhækkana en hafa áður opnað birgðageymslur sínar í kjölfar náttúruhamfara og uppskerubrests. Eto sagði hinar miklu verðhækkanir hins vegar vera að hafa veruleg áhrif á líf fólks og þess vegna hefði verið ákveðið að grípa inn í. Uppskeran árið 2024 var töluvert meiri en árið á undan, sem munaði 180.000 tonnum, en vangaveltur eru uppi um að bændur og heildsalar liggi enn á nokkru magni til að geta selt þegar verðið hækkar enn frekar. Neyðarbirgðirnar verða seldar til heildsala og ættu að skila sér í verslanir í apríl. Þá munu stjórnvöld hefja endurkaup innan árs til að koma í veg fyrir verðhrun. Talið er að neyðarbirgðir Japan af hrísgrjónum nemi allt að milljón tonnum. Þær eru sagðar geymdar á um 300 stöðum um allt land en staðsetningunum er haldið leyndum af öryggisástæðum. Guardian sagði frá.
Japan Matvælaframleiðsla Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira