Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 07:02 Elena Rybakina ætlaði að ráða þjálfarann aftur inn í teymið sitt og segist vera ósátt með dóm um brot á henni sjálfri. Getty/Francois Nel Yfirmenn atvinnumótaraðar kvenna í tennis hafa tekið á slæmri framkomu tennisþjálfara við skjólstæðing sinn sem er tenniskona í fremstu röð. Hún sjálf segist þó vera vonsvikin með niðurstöðuna. Tennisþjálfarinn Stefano Vukov hefur verið settur í bann hjá WTA fyrir brot á agareglum. Hann fer í bannið fyrir illa meðferð á tenniskonunni Elenu Rybakina. Hún er sjöunda besta tenniskona heims. Það sérstaka við þetta mál er að hún sjálf vildi ekki að hann yrði dæmdur í bann. Þess í stað vildi hún fá hann aftur inn í þjálfarateymi sitt en með þessum dómi er það úr sögunni. Hann má ekki koma nálægt tennisíþróttinni á næstunni. „Ég er vonsvikin með stöðu mála og hvernig þetta gekk fyrir sig. Ég ætla samt ekki að segja meira um þetta,“ sagði Elena Rybakina eftir leik á Opna katarska mótinu. Rannsakendur á vegum WTA komust að því að Vukov smánaði hana og fór mjög illa með hana þegar hann var þjálfari hennar. Vukov var áður dæmdur í bann og nú hefur áfrýjun hans verið tekin fyrir með sömu niðurstöðu. Það kemur þó ekki fram hversu langt bannið er. Vukov kallaði Rybakinu meðal annars heimska og sagði að hún hefði verið enn í Rússlandi að taka upp kartöflur ef að það væri ekki fyrir hann. Samkvæmt rannsókninni þá grét hún undan honum, hann ýtti henni yfir öll líkamleg mörk sín og hann sá til þess að hún veiktist eftir mikið andlegt og líkamlegt álag. Eftir að hún lét hann fara sem þjálfara sinn þá hélt hann áfram að reyna að áreita hana þótt að hún hafi lokað á samskipti þeirra. Þrátt fyrir þetta vill hún nú að hann þjálfi hana á ný. Elena Rybakina er 25 ára gömul og fædd í Rússlandi. Hún hefur keppt fyrir Kasakstan frá árinu 2018. Rybakina er sjöunda besta tenniskona heims í dag samkvæmt heimslistanum en fór hæst upp í þriðja sæti listans í júní 2023. Hún hefur unnið eitt risamót en það gerði hún á Wimbledon mótinu árið 2022. Hún tapaði úrslitaleik á Opna ástralska mótinu árið 2023. Vukov þjálfaði hana þegar hún vann Wimbledon. View this post on Instagram A post shared by Tennis (@underarmserve) Tennis Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Tennisþjálfarinn Stefano Vukov hefur verið settur í bann hjá WTA fyrir brot á agareglum. Hann fer í bannið fyrir illa meðferð á tenniskonunni Elenu Rybakina. Hún er sjöunda besta tenniskona heims. Það sérstaka við þetta mál er að hún sjálf vildi ekki að hann yrði dæmdur í bann. Þess í stað vildi hún fá hann aftur inn í þjálfarateymi sitt en með þessum dómi er það úr sögunni. Hann má ekki koma nálægt tennisíþróttinni á næstunni. „Ég er vonsvikin með stöðu mála og hvernig þetta gekk fyrir sig. Ég ætla samt ekki að segja meira um þetta,“ sagði Elena Rybakina eftir leik á Opna katarska mótinu. Rannsakendur á vegum WTA komust að því að Vukov smánaði hana og fór mjög illa með hana þegar hann var þjálfari hennar. Vukov var áður dæmdur í bann og nú hefur áfrýjun hans verið tekin fyrir með sömu niðurstöðu. Það kemur þó ekki fram hversu langt bannið er. Vukov kallaði Rybakinu meðal annars heimska og sagði að hún hefði verið enn í Rússlandi að taka upp kartöflur ef að það væri ekki fyrir hann. Samkvæmt rannsókninni þá grét hún undan honum, hann ýtti henni yfir öll líkamleg mörk sín og hann sá til þess að hún veiktist eftir mikið andlegt og líkamlegt álag. Eftir að hún lét hann fara sem þjálfara sinn þá hélt hann áfram að reyna að áreita hana þótt að hún hafi lokað á samskipti þeirra. Þrátt fyrir þetta vill hún nú að hann þjálfi hana á ný. Elena Rybakina er 25 ára gömul og fædd í Rússlandi. Hún hefur keppt fyrir Kasakstan frá árinu 2018. Rybakina er sjöunda besta tenniskona heims í dag samkvæmt heimslistanum en fór hæst upp í þriðja sæti listans í júní 2023. Hún hefur unnið eitt risamót en það gerði hún á Wimbledon mótinu árið 2022. Hún tapaði úrslitaleik á Opna ástralska mótinu árið 2023. Vukov þjálfaði hana þegar hún vann Wimbledon. View this post on Instagram A post shared by Tennis (@underarmserve)
Tennis Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira