Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2025 09:00 Katla Tryggvadóttir hefur fengið fyrirliðbandið hjá Kristianstads DFF þrátt fyrir ungan aldur og litla reynslu @kristianstadsdff Íslenska landsliðskonan Katla Tryggvadóttir hefur heldur betur unnið sér inn virðingu hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstad. Þjálfarar Kristianstad hafa ákveðið að gera hana að fyrirliða liðsins á komandi tímabili. Katla er nítján ára gömul en heldur upp á tvítugsafmælið sitt í maí. Katla verður annar fyrirliði Kristianstad ásamt miklum reynslubolta. Katla gerði frábæra hluti með Þrótti í Bestu deildinni sumarið 2023 þegar hún var með átta mörk og fimm stoðsendingar sem skiluðu henni útnefningunni efnilegasti leikmaður deildarinnar. Katla samdi í framhaldinu við Kristianstad og stóð sig afar vel á sínu fyrsta tímabili í suður Svíþjóð. Katla var með sjö mörk og sex stoðsendingar í 24 leikjum og byrjaði þá alla. Katla hefur unnið sér sæti í A-landsliðinu og er í nýjasta hópnum sem var tilkynntur í gær. Hér má sjá myndbandið þegar Kristianstad kynnti Kötlu sem nýjan fyrirliða liðsins. „Við völdum tvo fyrirliða sem eru báðar frábærar persónur innan sem utan vallar. Þær eru báðar miklir leiðtogar en gera það á sinn ólíka hátt,“ sagði þjálfari Kristianstad. Hann talar líka um mikilvægi fyrirliðans sem fyrirmynd og þá sérstaklega þegar kemur að því hvernig viðkomandi leikmaður æfir, mætir tímalega á allar æfingar og viðburði og hvernig hann hvetur áfram sína liðsfélaga. Hinn fyrirliðinn er reynsluboltinn Emma Petrovic sem er ára gömul og hefur spilað með Kristianstad frá árinu 2020. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Sænski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Þjálfarar Kristianstad hafa ákveðið að gera hana að fyrirliða liðsins á komandi tímabili. Katla er nítján ára gömul en heldur upp á tvítugsafmælið sitt í maí. Katla verður annar fyrirliði Kristianstad ásamt miklum reynslubolta. Katla gerði frábæra hluti með Þrótti í Bestu deildinni sumarið 2023 þegar hún var með átta mörk og fimm stoðsendingar sem skiluðu henni útnefningunni efnilegasti leikmaður deildarinnar. Katla samdi í framhaldinu við Kristianstad og stóð sig afar vel á sínu fyrsta tímabili í suður Svíþjóð. Katla var með sjö mörk og sex stoðsendingar í 24 leikjum og byrjaði þá alla. Katla hefur unnið sér sæti í A-landsliðinu og er í nýjasta hópnum sem var tilkynntur í gær. Hér má sjá myndbandið þegar Kristianstad kynnti Kötlu sem nýjan fyrirliða liðsins. „Við völdum tvo fyrirliða sem eru báðar frábærar persónur innan sem utan vallar. Þær eru báðar miklir leiðtogar en gera það á sinn ólíka hátt,“ sagði þjálfari Kristianstad. Hann talar líka um mikilvægi fyrirliðans sem fyrirmynd og þá sérstaklega þegar kemur að því hvernig viðkomandi leikmaður æfir, mætir tímalega á allar æfingar og viðburði og hvernig hann hvetur áfram sína liðsfélaga. Hinn fyrirliðinn er reynsluboltinn Emma Petrovic sem er ára gömul og hefur spilað með Kristianstad frá árinu 2020. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff)
Sænski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira