Tekur Pavel við Keflavík? Valur Páll Eiríksson skrifar 4. febrúar 2025 13:31 Pavel Ermolinskij stýrði Tindastóli til Íslandsmeistaratitils á þarsíðustu leiktíð. vísir/Diego Karlalið Keflavíkur í körfubolta er í þjálfaraleit eftir að Pétur Ingvarsson sagði starfi sínu lausu í gær. Magnús Þór Gunnarsson stýrir liðinu á fimmtudaginn kemur en félagið leitar þjálfara til að stýra liðinu út leiktíðina. Líkt og greint var frá á Vísi í gær sagði Pétur upp störfum en Keflvíkingar hafa átt í vandræðum á leiktíðinni. Liðið vann hins vegar bikarmeistaratitilinn undir hans stjórn á síðustu leiktíð og tapaði í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Keflvíkingar hafa lagt mikið í liðið í vetur og bættust tveir nýir leikmenn við fyrir lok félagsskiptagluggans á föstudaginn var. Nigel Pruitt kom skömmu fyrir síðasta leik við KR og þreytti frumraun sína í tapi í Vesturbænum og þá samdi Calum Lawson, sem varð Íslandsmeistari með bæði Val og Þór Þorlákshöfn, einnig við liðið. Alls eru átta erlendir leikmenn á mála hjá Keflavíkurliðinu eins og sakir standa en vera kann að einhverjir verði látnir taka poka sinn fyrir vikulok. En hver á að taka við þessu frambærilega liði? Nokkrir kostir eru í stöðunni. Samkvæmt heimildum Vísis er Pavel Ermolinskij efstur á blaði en hann gerði Tindastól að Íslandsmeisturum í hitteðfyrra. Ekki hefur náðst í Pavel í dag en hann hefur starfað sem sérfræðingur Körfuboltakvölds í haust eftir að hafa sagt upp hjá Stólunum á miðri síðustu leiktíð. Pavel Ermolinskij hefur 'gazað' ásamt Helga Má Magnússyni á Stöð 2 Sport í haust.Stöð 2 Sport Magnús Þór, sem stýrir Keflavíkurliðinu á fimmtudag, kemur einnig til greina líkt og Kristján Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, staðfesti við Vísi í dag. Kristján Helgi vildi ekki staðfesta fleiri nöfn sem væru á blaði en samkvæmt heimildum Vísis gæti Sigurður Ingimundarson einnig verið klár í bátana. Sigurður tók nýverið við kvennaliði félagsins og gæti verið opinn fyrir því að stýra báðum liðum til loka tímabils. Mate Dalmay, fyrrum þjálfari Hauka, er einnig á lausu og þá hefur nafni Teits Örlygssonar verið kastað fram en ólíklegt þykir að Njarðvíkingurinn Teitur sé opinn fyrir því að taka við erkifjendunum. Þeir Pavel, Magnús og Mate eru líklegastir til að taka við. Hvað sem verður er þjálfaraleit Keflvíkinga í það minnsta komin á fullt. Og það skömmu eftir álíka leit hjá kvennaliði félagsins. Líkt og segir að ofan tók Sigurður Ingimundarson við kvennaliðinu, af Friðriki Inga Rúnarssyni. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfubolti Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í gær sagði Pétur upp störfum en Keflvíkingar hafa átt í vandræðum á leiktíðinni. Liðið vann hins vegar bikarmeistaratitilinn undir hans stjórn á síðustu leiktíð og tapaði í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Keflvíkingar hafa lagt mikið í liðið í vetur og bættust tveir nýir leikmenn við fyrir lok félagsskiptagluggans á föstudaginn var. Nigel Pruitt kom skömmu fyrir síðasta leik við KR og þreytti frumraun sína í tapi í Vesturbænum og þá samdi Calum Lawson, sem varð Íslandsmeistari með bæði Val og Þór Þorlákshöfn, einnig við liðið. Alls eru átta erlendir leikmenn á mála hjá Keflavíkurliðinu eins og sakir standa en vera kann að einhverjir verði látnir taka poka sinn fyrir vikulok. En hver á að taka við þessu frambærilega liði? Nokkrir kostir eru í stöðunni. Samkvæmt heimildum Vísis er Pavel Ermolinskij efstur á blaði en hann gerði Tindastól að Íslandsmeisturum í hitteðfyrra. Ekki hefur náðst í Pavel í dag en hann hefur starfað sem sérfræðingur Körfuboltakvölds í haust eftir að hafa sagt upp hjá Stólunum á miðri síðustu leiktíð. Pavel Ermolinskij hefur 'gazað' ásamt Helga Má Magnússyni á Stöð 2 Sport í haust.Stöð 2 Sport Magnús Þór, sem stýrir Keflavíkurliðinu á fimmtudag, kemur einnig til greina líkt og Kristján Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, staðfesti við Vísi í dag. Kristján Helgi vildi ekki staðfesta fleiri nöfn sem væru á blaði en samkvæmt heimildum Vísis gæti Sigurður Ingimundarson einnig verið klár í bátana. Sigurður tók nýverið við kvennaliði félagsins og gæti verið opinn fyrir því að stýra báðum liðum til loka tímabils. Mate Dalmay, fyrrum þjálfari Hauka, er einnig á lausu og þá hefur nafni Teits Örlygssonar verið kastað fram en ólíklegt þykir að Njarðvíkingurinn Teitur sé opinn fyrir því að taka við erkifjendunum. Þeir Pavel, Magnús og Mate eru líklegastir til að taka við. Hvað sem verður er þjálfaraleit Keflvíkinga í það minnsta komin á fullt. Og það skömmu eftir álíka leit hjá kvennaliði félagsins. Líkt og segir að ofan tók Sigurður Ingimundarson við kvennaliðinu, af Friðriki Inga Rúnarssyni.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfubolti Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira