Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 14:32 Úr viðtali Eddu Andrésdóttur við Víking Heiðar sem tekið var upp í Hörpu. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á. Það féll í skaut Wayne Brady, leikara sem Íslendingar kannast eflaust flestir við úr spunaþáttunum Whose Line is it Anyway, að kunngjöra sigur Víkings Heiðars Ólafssonar í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gærkvöldi. Víkingur hreppti verðlaunin fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. „Þetta er bara stórkostlegt. Óvænt og skemmtilegt og bara ótrúlegur heiður. Ég er smá orðlaus,“ segir Víkingur í samtali við fréttastofu. Hann er staddur í Berlín á tónleikaferðalagi og var því ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna í gær. „Ég var alveg búinn að ákveða að ég væri ekki að fara að vinna þetta. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er tilnefndur, ég hugsaði með mér að ég tæki þetta bara seinna. Þarna væru fjórar aðrar frábærar plötur tilnefndar, tuttugu prósent líkur. Ég var búinn að réttlæta fyrir mér að það væri allt í lagi að ég ynni ekki og var búinn að undirbúa tapræðu til að flytja í matarboðinu sem ég var í,“ segir Víkingur. „En svo bara vann ég!“ Nánar verður rætt við Víking í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Víkingur er áttundi Íslendingurinn sem vinnur til Grammy-verðlauna. Samlandar sem komist hafa á pall eru meðal annars Laufey Lín Jónsdóttir sem fór heim með styttu í fyrra og Hildur Guðnadóttir, sem var verðlaunuð tvö ár í röð, 2020 og 2021. Beyoncé hafði loksins sigur En þá að sigurvegurum gærkvöldsins sem ekki hafa íslenskt ríkisfang. Kendrick Lamar vann Grammy fyrir lag ársins, Not Like Us, svokallað „disslag“ tileinkað rapparanum Drake. Og viðstaddir sungu hástöfum með þegar lagið var spilað, sem gerðist nokkrum sinnum á athöfninni í nótt. Beyoncé hlaut svo aðalverðlaun kvöldsins, plata hennar Cowboy Carter var valin plata ársins. Beyoncé sagðist full þakklætis þegar hún veitti verðlaununum viðtöku og að hún hefði beðið þessarar stundar í mörg ár. Beyoncé hefur fjórum sinnum áður verið tilnefnd fyrir plötu ársins en aldrei unnið. Tónlistarakademían sem heldur utan um Grammy-verðlaunin hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa beinlínis hlunnfarið Beyoncé um verðlaunin í gegnum tíðina og miðað við viðbrögð viðstaddra, sem margir táruðust undir þakkarræðu hennar, er sigurinn löngu tímabær. Grammy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tónlist Víkingur Heiðar Tengdar fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 3. febrúar 2025 12:04 Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. 3. febrúar 2025 07:15 Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðin er á enda hjá tónlistarkonunni Beyoncé Knowles-Carter en hún varð loksins hlutskörpust í valinu á bestu plötu ársins á Grammy-verðlaununum í nótt. 3. febrúar 2025 06:45 Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Sjá meira
Það féll í skaut Wayne Brady, leikara sem Íslendingar kannast eflaust flestir við úr spunaþáttunum Whose Line is it Anyway, að kunngjöra sigur Víkings Heiðars Ólafssonar í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gærkvöldi. Víkingur hreppti verðlaunin fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. „Þetta er bara stórkostlegt. Óvænt og skemmtilegt og bara ótrúlegur heiður. Ég er smá orðlaus,“ segir Víkingur í samtali við fréttastofu. Hann er staddur í Berlín á tónleikaferðalagi og var því ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna í gær. „Ég var alveg búinn að ákveða að ég væri ekki að fara að vinna þetta. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er tilnefndur, ég hugsaði með mér að ég tæki þetta bara seinna. Þarna væru fjórar aðrar frábærar plötur tilnefndar, tuttugu prósent líkur. Ég var búinn að réttlæta fyrir mér að það væri allt í lagi að ég ynni ekki og var búinn að undirbúa tapræðu til að flytja í matarboðinu sem ég var í,“ segir Víkingur. „En svo bara vann ég!“ Nánar verður rætt við Víking í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Víkingur er áttundi Íslendingurinn sem vinnur til Grammy-verðlauna. Samlandar sem komist hafa á pall eru meðal annars Laufey Lín Jónsdóttir sem fór heim með styttu í fyrra og Hildur Guðnadóttir, sem var verðlaunuð tvö ár í röð, 2020 og 2021. Beyoncé hafði loksins sigur En þá að sigurvegurum gærkvöldsins sem ekki hafa íslenskt ríkisfang. Kendrick Lamar vann Grammy fyrir lag ársins, Not Like Us, svokallað „disslag“ tileinkað rapparanum Drake. Og viðstaddir sungu hástöfum með þegar lagið var spilað, sem gerðist nokkrum sinnum á athöfninni í nótt. Beyoncé hlaut svo aðalverðlaun kvöldsins, plata hennar Cowboy Carter var valin plata ársins. Beyoncé sagðist full þakklætis þegar hún veitti verðlaununum viðtöku og að hún hefði beðið þessarar stundar í mörg ár. Beyoncé hefur fjórum sinnum áður verið tilnefnd fyrir plötu ársins en aldrei unnið. Tónlistarakademían sem heldur utan um Grammy-verðlaunin hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa beinlínis hlunnfarið Beyoncé um verðlaunin í gegnum tíðina og miðað við viðbrögð viðstaddra, sem margir táruðust undir þakkarræðu hennar, er sigurinn löngu tímabær.
Grammy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tónlist Víkingur Heiðar Tengdar fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 3. febrúar 2025 12:04 Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. 3. febrúar 2025 07:15 Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðin er á enda hjá tónlistarkonunni Beyoncé Knowles-Carter en hún varð loksins hlutskörpust í valinu á bestu plötu ársins á Grammy-verðlaununum í nótt. 3. febrúar 2025 06:45 Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Sjá meira
Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 3. febrúar 2025 12:04
Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. 3. febrúar 2025 07:15
Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðin er á enda hjá tónlistarkonunni Beyoncé Knowles-Carter en hún varð loksins hlutskörpust í valinu á bestu plötu ársins á Grammy-verðlaununum í nótt. 3. febrúar 2025 06:45