Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 16:15 Jenni Hermoso í Madrid í dag, á leiðinni að fara að bera vitni í málinu gegn Luis Rubiales. Getty/Alberto Ortega Spænska landsliðskonan Jenni Hermoso mætti Luis Rubiales, fyrrverandi formanni spænska knattspyrnusambandsins, fyrir rétti í Madrid í dag og lýsti þar upplifun sinni af því þegar Rubiales kyssti hana á munninn gegn hennar vilja. Réttarhöld yfir Rubiales hófust í dag og á þeim að ljúka 19. febrúar. Hermoso ferðaðist til Madridar frá Mexíkó, þar sem hún spilar fótbolta, til að bera vitni í dag. Rubiales er ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa, fyrir framan alla heimsbyggðina, gripið um höfuð Hermoso og kysst hana á munninn, eftir að Spánn varð heimsmeistari með sigri gegn Englandi í Sydney sumarið 2023. Luis Rubiales greip um höfuð Jenni Hermoso og kyssti hana, eftir að Spánn varð heimsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2023, og gæti átt yfir höfði sér allt að 2,5 ára fangelsisvist vegna hegðunar sinnar.Getty/Noemi Llamas Rubiales, sem þá var formaður spænska knattspyrnusambandsins, er einnig sakaður um að hafa með hjálp þriggja annarra manna reynt að neyða Hermoso til að lýsa því yfir að kossinn hefði verið með hennar samþykki. Hermoso hefur alla tíð haldið því fram að kossinn hafi verið gegn hennar vilja, en Rubiales mótmælti því. Málið leiddi til mótmæla á Spáni og mikillar umræðu um kynjamismunun í íþróttum. Mótmælendur gáfu Luis Rubiales rauða spjaldið eftir kossinn á HM 2023, og hann sagði svo af sér sem formaður spænska knattspyrnusambandsins í september það ár.Getty/David Ramos „Ég vissi að þetta var koss frá yfirmanni mínum og að svona ætti ekki að gerast í neinum félags- eða vinnuaðstæðum,“ sagði Hermoso við réttarhöldin í dag. „Þetta augnablik skemmdi einn besta dag lífs míns,“ sagði hin 34 ára gamla Hermoso á meðan að Rubiales skráði eitthvað hjá sér og leit ekki til hennar. Saksóknari spurði hana hvort að hún hefði samþykkt kossinn og Hermoso svaraði: „Aldrei“. „Ég heyrði ekki neitt. Það næsta sem hann gerði var að grípa í mig um eyrun og kyssa mig á munninn… mér fannst ég vanvirt,“ sagði Hermoso. Saksóknari fer fram á tveggja og hálfs árs dóm yfir Rubiales. Hann mun lýsa sinni hlið þegar hann ber vitni 12. febrúar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Sjá meira
Réttarhöld yfir Rubiales hófust í dag og á þeim að ljúka 19. febrúar. Hermoso ferðaðist til Madridar frá Mexíkó, þar sem hún spilar fótbolta, til að bera vitni í dag. Rubiales er ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa, fyrir framan alla heimsbyggðina, gripið um höfuð Hermoso og kysst hana á munninn, eftir að Spánn varð heimsmeistari með sigri gegn Englandi í Sydney sumarið 2023. Luis Rubiales greip um höfuð Jenni Hermoso og kyssti hana, eftir að Spánn varð heimsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2023, og gæti átt yfir höfði sér allt að 2,5 ára fangelsisvist vegna hegðunar sinnar.Getty/Noemi Llamas Rubiales, sem þá var formaður spænska knattspyrnusambandsins, er einnig sakaður um að hafa með hjálp þriggja annarra manna reynt að neyða Hermoso til að lýsa því yfir að kossinn hefði verið með hennar samþykki. Hermoso hefur alla tíð haldið því fram að kossinn hafi verið gegn hennar vilja, en Rubiales mótmælti því. Málið leiddi til mótmæla á Spáni og mikillar umræðu um kynjamismunun í íþróttum. Mótmælendur gáfu Luis Rubiales rauða spjaldið eftir kossinn á HM 2023, og hann sagði svo af sér sem formaður spænska knattspyrnusambandsins í september það ár.Getty/David Ramos „Ég vissi að þetta var koss frá yfirmanni mínum og að svona ætti ekki að gerast í neinum félags- eða vinnuaðstæðum,“ sagði Hermoso við réttarhöldin í dag. „Þetta augnablik skemmdi einn besta dag lífs míns,“ sagði hin 34 ára gamla Hermoso á meðan að Rubiales skráði eitthvað hjá sér og leit ekki til hennar. Saksóknari spurði hana hvort að hún hefði samþykkt kossinn og Hermoso svaraði: „Aldrei“. „Ég heyrði ekki neitt. Það næsta sem hann gerði var að grípa í mig um eyrun og kyssa mig á munninn… mér fannst ég vanvirt,“ sagði Hermoso. Saksóknari fer fram á tveggja og hálfs árs dóm yfir Rubiales. Hann mun lýsa sinni hlið þegar hann ber vitni 12. febrúar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn