Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 11:45 Robin van Persie tók við Heerenveen í sumar. Getty Robin van Persie var skiljanlega hundóánægður eftir „óhugsandi“ mistök dómara í leik Heerenveen og Fortuna Sittard í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Leikmenn Fortuna náðu í stutta stund undir lok leiks að vera tólf saman á vellinum. Heerenveen var 2-1 yfir þegar komið var fram á 88. mínútu en þá gerði Fortuna tvöfalda skiptingu. Darijo Grujcic og Owen Johnson komu inn á og Ryan Fosso og Jasper Dahlhaus áttu að fara af velli. Hins vegar hætti Dahlhaus við að fara af vellinum og náði að spila í næstum heila mínútu áður en hann var skikkaður til að yfirgefa völlinn. Og mínútu síðar tókst Fortuna að jafna metin upp úr hornspyrnu. Van Persie, sem stýrir Heerenveen, er í sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi en hefur upplifað ýmislegt í gegnum árin, til að mynda sem leikmaður Arsenal og Manchester United. Hann kveðst þó aldrei hafa orðið vitni að öðru eins hneyksli og þessu. „Mér fannst það sem gerðist í aðdraganda marksins vera mjög sérstakt. Fortuna Sittard var með 12 menn á vellinum í mínútu áður en þeir fengu þetta innkast. Þetta virðist vera mögulegt án afleiðinga. Maður getur ekki ímyndað sér að svona gerist. Þetta er einfaldlega ekki í lagi,“ sagði Van Persie. „Ég legg það ekki í vana minn að ræða við dómarana og leyfi þeim alltaf að sinna sínu starfi, en þeir geta ekki mátt spila með tólf menn. Það er óhugsandi. Þess vegna sagði ég við fjórða dómarann: „Ættir þú ekki að gera eitthvað í þessu?““ Van Persie var svo spurður hvað hann teldi að ætti að gera í málinu, úr því sem komið er: „Það væri til dæmis hægt að dæma markið ógilt. Það má ekkert spila með tólf menn gegn ellefu. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er algjört hneyksli,“ sagði Hollendingurinn. Hollenski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira
Heerenveen var 2-1 yfir þegar komið var fram á 88. mínútu en þá gerði Fortuna tvöfalda skiptingu. Darijo Grujcic og Owen Johnson komu inn á og Ryan Fosso og Jasper Dahlhaus áttu að fara af velli. Hins vegar hætti Dahlhaus við að fara af vellinum og náði að spila í næstum heila mínútu áður en hann var skikkaður til að yfirgefa völlinn. Og mínútu síðar tókst Fortuna að jafna metin upp úr hornspyrnu. Van Persie, sem stýrir Heerenveen, er í sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi en hefur upplifað ýmislegt í gegnum árin, til að mynda sem leikmaður Arsenal og Manchester United. Hann kveðst þó aldrei hafa orðið vitni að öðru eins hneyksli og þessu. „Mér fannst það sem gerðist í aðdraganda marksins vera mjög sérstakt. Fortuna Sittard var með 12 menn á vellinum í mínútu áður en þeir fengu þetta innkast. Þetta virðist vera mögulegt án afleiðinga. Maður getur ekki ímyndað sér að svona gerist. Þetta er einfaldlega ekki í lagi,“ sagði Van Persie. „Ég legg það ekki í vana minn að ræða við dómarana og leyfi þeim alltaf að sinna sínu starfi, en þeir geta ekki mátt spila með tólf menn. Það er óhugsandi. Þess vegna sagði ég við fjórða dómarann: „Ættir þú ekki að gera eitthvað í þessu?““ Van Persie var svo spurður hvað hann teldi að ætti að gera í málinu, úr því sem komið er: „Það væri til dæmis hægt að dæma markið ógilt. Það má ekkert spila með tólf menn gegn ellefu. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er algjört hneyksli,“ sagði Hollendingurinn.
Hollenski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira