Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 10:23 Luka Doncic sækir hér á LeBron James í leik Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers en nú eru þeir tveir orðnir samherjar. Getty/Tim Heitman Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum. Það eru líka margir gáttaðir á því að Dallas hafi verið tilbúið að láta frá sér slóvensku stórstjörnuna Luka Doncic. Anthony Davis er vissulega frábær leikmaður sem er efstur hjá Lakers í stigum, fráköstum og vörðum skotum en Dallas var tilbúið að gefa Lakers tækifæri á að tefla fram LeBron-Luka tvíeykinu. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Sérfræðingur ESPN hefur farið yfir leikmannaskiptin og það er óhætt að segja að hann lýsi Los Angeles Lakers sem yfirburðar sigurvegara. Kevin Pelton hjá ESPN gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær aftur á móti falleinkunn eða F. Doncic er fjórum árum yngri en Davis og á heilt tímabil eftir af samningi sínu auk þess að hann sjálfur getur framlengt samninginn um eitt ár. Í mati Pelton á skiptunum þá talar um það að ef lið fengu að velja alla leikmenn NBA í dag þá væru það aðeins Victor Wembanyama hjá San Antonio og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets sem færu á undan Doncic. Það væri síðan val á milli Doncic og Shai Gilgeous-Alexander hjá Oklahoma City Thunder þegar kæmi að þriðja valréttinum. Hann telur að Doncic sé í raun mikilvægasti leikmaður sögunnar til að vera skipt á milli liða. Í vetur er Doncic með 28,1 stig, 8,3 fráköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur verið að glíma við kálfameiðsli og spilaði síðast á jóladag. Hér er samt aðallega verið að tala um sóknarleikinn. Þar liggur enginn vafi á hæfileikum Doncic en það er önnur saga þegar kemur að varnarleiknum og þar er Anthony Davis öflugur en Doncic oft líkari keilu. Doncic á í sumar rétt á fjögurra ára og 229 milljón dollara samning en gæti líka skrifað undir styttri samning. Það má deila um það hvort að þetta sé nóg til að gefa Lakers raunhæfa möguleika á því að fara alla leið í ár en það sem það gefur félaginu óumdeilanlega er ný súperstjarna til að taka við þegar LeBron James ákveður að hætta. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NBA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Það eru líka margir gáttaðir á því að Dallas hafi verið tilbúið að láta frá sér slóvensku stórstjörnuna Luka Doncic. Anthony Davis er vissulega frábær leikmaður sem er efstur hjá Lakers í stigum, fráköstum og vörðum skotum en Dallas var tilbúið að gefa Lakers tækifæri á að tefla fram LeBron-Luka tvíeykinu. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Sérfræðingur ESPN hefur farið yfir leikmannaskiptin og það er óhætt að segja að hann lýsi Los Angeles Lakers sem yfirburðar sigurvegara. Kevin Pelton hjá ESPN gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær aftur á móti falleinkunn eða F. Doncic er fjórum árum yngri en Davis og á heilt tímabil eftir af samningi sínu auk þess að hann sjálfur getur framlengt samninginn um eitt ár. Í mati Pelton á skiptunum þá talar um það að ef lið fengu að velja alla leikmenn NBA í dag þá væru það aðeins Victor Wembanyama hjá San Antonio og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets sem færu á undan Doncic. Það væri síðan val á milli Doncic og Shai Gilgeous-Alexander hjá Oklahoma City Thunder þegar kæmi að þriðja valréttinum. Hann telur að Doncic sé í raun mikilvægasti leikmaður sögunnar til að vera skipt á milli liða. Í vetur er Doncic með 28,1 stig, 8,3 fráköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur verið að glíma við kálfameiðsli og spilaði síðast á jóladag. Hér er samt aðallega verið að tala um sóknarleikinn. Þar liggur enginn vafi á hæfileikum Doncic en það er önnur saga þegar kemur að varnarleiknum og þar er Anthony Davis öflugur en Doncic oft líkari keilu. Doncic á í sumar rétt á fjögurra ára og 229 milljón dollara samning en gæti líka skrifað undir styttri samning. Það má deila um það hvort að þetta sé nóg til að gefa Lakers raunhæfa möguleika á því að fara alla leið í ár en það sem það gefur félaginu óumdeilanlega er ný súperstjarna til að taka við þegar LeBron James ákveður að hætta. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NBA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira