„Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 11:20 Bergrós Björnsdóttir var ekkert smá ánægð eins og sjá má á myndinni af henni með goðsögnunum Anníe Mist Þórisdóttur, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Söru Sigmundsdóttur. @bergrosbjornsdottir Fjórar íslenskar konur tóku þátt í liðakeppni Wodapalooza á dögunum, þrjár goðsagnir í greininni og ein stjarna framtíðarinnar. Íslensku dæturnar hafa komið Íslandi á CrossFit kortið síðustu áratugi og nú er það meðal annars á herðum ungrar stelpu frá Selfossi að halda uppi merki Íslands í íþróttinni á komandi árum. Goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir voru í fyrsta sinn saman í liði á Wodapalooza í Miami og nutu hverrar stundar. Það höfðu líka rosalega margir að sjá þær saman í liði eftir að hafa keppt svo oft á móti hverri annarri á stærstu sviðum CrossFit íþróttarinnar. Í keppninni í Miami keppti líka hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir. Bergrós er efnilegasta CrossFit kona Íslands og ein efnilegasta CrossFit kona heims. Hún keppti á mótinu með liði sínu „LittleMcDottir Coming In Hotter“ og urðu þær í tólfta sæti eða fimm sætum ofar en lið íslensku goðsagnanna. Bergrós keppti þar við hlið Reese Littlewood og Lucy Mcgonigle en þær hafa allar keppt á móti hverri annarri í unglingaflokki á heimsleikum síðustu ára. Bergrós klikkaði auðvitað ekki á því að taka mynd af sér með íslensku goðsögnum þremur og hefur nú birt myndina á samfélagsmiðlum sínum. „Þessa mynd þarf að ramma inn,“ segir Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru Sigmundsdóttur, í athugasemdum við myndina og það er hægt að taka undir það. Bergrós sjálf var líka ánægð enda er hún geislandi af gleði á myndinni. „Það var draumur að rætast hjá mér að fá að deila gólfinu með þessum þremur goðsögnum um síðustu helgi,“ skrifaði Bergrós og bætti við: „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“. Instagram færsla Bergrósar.@bergrosbjornsdottir CrossFit Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Sjá meira
Íslensku dæturnar hafa komið Íslandi á CrossFit kortið síðustu áratugi og nú er það meðal annars á herðum ungrar stelpu frá Selfossi að halda uppi merki Íslands í íþróttinni á komandi árum. Goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir voru í fyrsta sinn saman í liði á Wodapalooza í Miami og nutu hverrar stundar. Það höfðu líka rosalega margir að sjá þær saman í liði eftir að hafa keppt svo oft á móti hverri annarri á stærstu sviðum CrossFit íþróttarinnar. Í keppninni í Miami keppti líka hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir. Bergrós er efnilegasta CrossFit kona Íslands og ein efnilegasta CrossFit kona heims. Hún keppti á mótinu með liði sínu „LittleMcDottir Coming In Hotter“ og urðu þær í tólfta sæti eða fimm sætum ofar en lið íslensku goðsagnanna. Bergrós keppti þar við hlið Reese Littlewood og Lucy Mcgonigle en þær hafa allar keppt á móti hverri annarri í unglingaflokki á heimsleikum síðustu ára. Bergrós klikkaði auðvitað ekki á því að taka mynd af sér með íslensku goðsögnum þremur og hefur nú birt myndina á samfélagsmiðlum sínum. „Þessa mynd þarf að ramma inn,“ segir Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru Sigmundsdóttur, í athugasemdum við myndina og það er hægt að taka undir það. Bergrós sjálf var líka ánægð enda er hún geislandi af gleði á myndinni. „Það var draumur að rætast hjá mér að fá að deila gólfinu með þessum þremur goðsögnum um síðustu helgi,“ skrifaði Bergrós og bætti við: „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“. Instagram færsla Bergrósar.@bergrosbjornsdottir
CrossFit Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Sjá meira