Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2025 10:02 Cody Gakpo í leik með Liverpool. Hann vildi fá að spila á móti sínum gömlu félögum í PSV Eindhoven í kvöld. Getty/Andrew Powell Lykilmaður Liverpool fékk skilaboð frá æðri máttarvöldum löngu áður en dyrnar til Liverpool opnuðust. Í kvöld mætir hann sínu gamla félagi. Hollendingurinn Cody Gakpo er að eiga mjög gott tímabil með Liverpool en hann skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í sigri á Ipswich í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Eins og margir vita þá er Cody Gakpo mjög trúaður maður og hann hefur sagt frá samskiptum sínum við prest þegar hann var enn leikmaður hollenska félagsins PSV Eindhoven. Cody Gakpo er nú kominn með fjórtán mörk og fimm stoðsendingum með Liverpool á leiktíðinni. Frá 1. desember hefur hann skorað sjö mörk í tíu deildarleikjum. Framundan er leikur á móti hans gamla félagi PSV Eindhoven í Meistaradeildinni í kvöld. Gakpo bað Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, um að fá að spila þennan leik en Slot hvílir marga leikmenn í leiknum þar sem að Liverpool er öruggt áfram. Fyrir leikinn rifjaði Cody Gakpo upp samtal sitt við hollenska prestinn. „Ég er trúaður maður. Einn dag hitti ég prestinn minn í gömlu kirkjunni minni í Hollandi en með honum var annar prestur sem var vinur hans. Hinn presturinn sagði við mig að guð hefði sagt honum að ég myndi fara til Liverpool. Ég hló bara að þessu og svaraði. Já, gott mál, við sjáum til,“ sagði Cody Gakpo. „Það var þegar smá áhugi frá Manchester United en svo ákvað United að kaupa Antony sumarið 2022,“ sagði Gakpo. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Á þeim tímapunkti gat ég farið til Leeds, Southampton eða verið áfram hjá PSV. Ég lagðist á bæn og bað guð um leiðsögn. Ég sagði ef ég skora einu sinni þá fer ég til Southampton, ef ég skora tvisvar þá fer ég til Leeds en ef ég skora þrennu þá verð ég áfram hjá PSV,“ sagði Gakpo. „Daginn eftir var leikurinn og ég skoraði tvisvar. Ég átti líka þátt í þriðja markinu og til að byrja með var það skráð sjálfsmark. Svo tvö mörk. Allt í lagi þá er það bara Leeds,“ sagði Gakpo. „Ég var ánægður með ákvörðun mína en svo gáfu þeir mér markið eftir leikinn. Ég skoraði því þrennu og örlögin breyttust. Ég ákvað að vera áfram hjá PSV,“ sagði Gakpo. Gakpo var kominn með níu mörk og tólf stoðsendingar tímabilinu 2022-23 þegar Liverpool keypti hann á 42 milljónir ounda í janúar. Mánuði fyrri hafði hann skoraði þrjú mörk fyrir hollenska landsliðið á HM í Katar. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Sjá meira
Hollendingurinn Cody Gakpo er að eiga mjög gott tímabil með Liverpool en hann skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í sigri á Ipswich í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Eins og margir vita þá er Cody Gakpo mjög trúaður maður og hann hefur sagt frá samskiptum sínum við prest þegar hann var enn leikmaður hollenska félagsins PSV Eindhoven. Cody Gakpo er nú kominn með fjórtán mörk og fimm stoðsendingum með Liverpool á leiktíðinni. Frá 1. desember hefur hann skorað sjö mörk í tíu deildarleikjum. Framundan er leikur á móti hans gamla félagi PSV Eindhoven í Meistaradeildinni í kvöld. Gakpo bað Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, um að fá að spila þennan leik en Slot hvílir marga leikmenn í leiknum þar sem að Liverpool er öruggt áfram. Fyrir leikinn rifjaði Cody Gakpo upp samtal sitt við hollenska prestinn. „Ég er trúaður maður. Einn dag hitti ég prestinn minn í gömlu kirkjunni minni í Hollandi en með honum var annar prestur sem var vinur hans. Hinn presturinn sagði við mig að guð hefði sagt honum að ég myndi fara til Liverpool. Ég hló bara að þessu og svaraði. Já, gott mál, við sjáum til,“ sagði Cody Gakpo. „Það var þegar smá áhugi frá Manchester United en svo ákvað United að kaupa Antony sumarið 2022,“ sagði Gakpo. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Á þeim tímapunkti gat ég farið til Leeds, Southampton eða verið áfram hjá PSV. Ég lagðist á bæn og bað guð um leiðsögn. Ég sagði ef ég skora einu sinni þá fer ég til Southampton, ef ég skora tvisvar þá fer ég til Leeds en ef ég skora þrennu þá verð ég áfram hjá PSV,“ sagði Gakpo. „Daginn eftir var leikurinn og ég skoraði tvisvar. Ég átti líka þátt í þriðja markinu og til að byrja með var það skráð sjálfsmark. Svo tvö mörk. Allt í lagi þá er það bara Leeds,“ sagði Gakpo. „Ég var ánægður með ákvörðun mína en svo gáfu þeir mér markið eftir leikinn. Ég skoraði því þrennu og örlögin breyttust. Ég ákvað að vera áfram hjá PSV,“ sagði Gakpo. Gakpo var kominn með níu mörk og tólf stoðsendingar tímabilinu 2022-23 þegar Liverpool keypti hann á 42 milljónir ounda í janúar. Mánuði fyrri hafði hann skoraði þrjú mörk fyrir hollenska landsliðið á HM í Katar. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Sjá meira