Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. janúar 2025 07:46 Merz þykir líklegur til þess að verða næsti kanslari Þýskalands. AP Photo/Martin Meissner Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Þýskalandi hefur nú lofað því að herða landamæraeftirlit og flýta fyrir brottvísunum hælisleitenda úr landi ef hann verður næsti kanslari Þýskalands. Friedrich Merz leiðir Kristilega demókrataflokkinn í Þýskalandi og samkvæmt könnunum er hann líklegastur til þess að taka við stjórnartaumunum í Þýskalandi að loknum kosningum sem fram fara fram í næsta mánuði. Ummælin lét Merz falla á kosningafundi daginn eftir að 28 ára afganskur maður stakk tvo til bana í hnífaárás. Hinn grunaði er í haldi lögreglu en hann á langa sögu geðsjúkdóma og ofbeldis að baki. Merz hefur hert mjög orðræðu Kristilegra demókrata frá því sem var þegar Angela Merkel stjórnaði flokknum. Þannig segist hann ætla að snúa öllum ólöglegum flóttamönnum sem vilja koma til Þýskalands við á landamærunum, burtséð frá því hverskonar aðstæður þeir eru að flýja. Þá vill hann fjölga lokuðum búsetuúrræðum fyrir flóttamenn og segir að vel sé hægt að nýta tóm vöruhús eða ónotaðar herstöðvar til þess að hýsa flóttafólk á öruggan hátt. Leiðtoginn hefur einnig gagnrýnt flóttamannamál innan Evrópusambandsins harðlega og vill meðal annars gera miklar breytingar á reglunum um frjálsa för innan Evrópusambandsins sem rúmast innan Schengen samstarfsins. Þannig heitir hann því að taka upp mun harðara eftirlit á öllum landamærum Þýskalands, en níu ríki eiga landamæri að þessu víðfema Evrópulandi. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Friedrich Merz leiðir Kristilega demókrataflokkinn í Þýskalandi og samkvæmt könnunum er hann líklegastur til þess að taka við stjórnartaumunum í Þýskalandi að loknum kosningum sem fram fara fram í næsta mánuði. Ummælin lét Merz falla á kosningafundi daginn eftir að 28 ára afganskur maður stakk tvo til bana í hnífaárás. Hinn grunaði er í haldi lögreglu en hann á langa sögu geðsjúkdóma og ofbeldis að baki. Merz hefur hert mjög orðræðu Kristilegra demókrata frá því sem var þegar Angela Merkel stjórnaði flokknum. Þannig segist hann ætla að snúa öllum ólöglegum flóttamönnum sem vilja koma til Þýskalands við á landamærunum, burtséð frá því hverskonar aðstæður þeir eru að flýja. Þá vill hann fjölga lokuðum búsetuúrræðum fyrir flóttamenn og segir að vel sé hægt að nýta tóm vöruhús eða ónotaðar herstöðvar til þess að hýsa flóttafólk á öruggan hátt. Leiðtoginn hefur einnig gagnrýnt flóttamannamál innan Evrópusambandsins harðlega og vill meðal annars gera miklar breytingar á reglunum um frjálsa för innan Evrópusambandsins sem rúmast innan Schengen samstarfsins. Þannig heitir hann því að taka upp mun harðara eftirlit á öllum landamærum Þýskalands, en níu ríki eiga landamæri að þessu víðfema Evrópulandi.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira