Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2025 16:47 Norsku úlfarnir létu sjá sig á úrslitum Söngvakeppninnar árið 2023. Engin stjarna mætti í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Erlend Eurovision-stjarna sem Íslendingar þekkja mun koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Uppselt er á úrslitakvöldið sem fer fram þann 22. febrúar næstkomandi í Gufunesi en enn eru til miðar á hin úrslitin og á fjölskyldurennsli daginn fyrir úrslit. Þá hefur röð laganna verið ákveðin og þeim gefin kosninganúmer. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Þar segir að ekki verði upplýst um það hvaða stjarna stígur á svið í úrslitunum að svo stöddu. Upplýst verði um það og fleira til á næstu dögum. Síðustu ár hafa erlendar Eurovision stjörnur mætt á Söngvakeppnina, þó ekki í fyrra. Þar á meðal eru Tusse, Loreen og norsku gulu úlfarnir svo fáeinir séu nefndir. Líkt og fram hefur komið taka tíu lög þátt í keppninni í ár. Hún hefst þann 8. febrúar með fyrri undanúrslitum en örfáir miðar eru enn lausir á það kvöld. Enn eru til miðar á seinni undanúrslitin sem fram fara 15. febrúar en í tilkynningu RÚV segir að öll umgjörð verði hin glæsilegasta. Gunni og Felix munu hita áhorfendur í salnum upp fyrir keppni og verður boðið upp á hin ýmsu skemmtiatriði. Segir í tilkynningunni að á úrslitakvöldinu verði mikið um dýrðir, meðal annars erlenda Eurovision-stjarnan og fleira til. Í ár verður í fyrsta sinn um nokkurra ára skeið ekkert úrslitaeinvígi. Þess í stað mun stigahæsta liðið í úrslitum sigra keppnina. Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjö erlendum aðilum, mun vega 50 prósent á móti símakosningu almennings. Að lokum stendur stigahæsta lag kvöldins uppi sem sigurvegari. Nú hefur röð laganna í undanúrslitum verið ákveðin og öll lögin komin með sitt kosninganúmer. Hér er röð laganna og kosninganúmer þeirra: Fyrri undanúrslit 8. febrúar Frelsið Mitt - Stebbi JAK: 900-9901 Ég flýg í storminn - BIRGO: 900-9902 Eins og þú - Ágúst: 900-9903 Norðurljós - BIA: 900-9904 RÓA - VÆB: 900-9905 Seinni undanúrslit 15. febrúar Flugdrekar - Dagur Sig: 900-9901 Eldur - Júlí og Dísa: 900-9902 Rísum upp - Bára Katrín: 900-9903 Aðeins lengur - Bjarni Arason: 900-9904 Þrá - Tinna: 900-9905 Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Þar segir að ekki verði upplýst um það hvaða stjarna stígur á svið í úrslitunum að svo stöddu. Upplýst verði um það og fleira til á næstu dögum. Síðustu ár hafa erlendar Eurovision stjörnur mætt á Söngvakeppnina, þó ekki í fyrra. Þar á meðal eru Tusse, Loreen og norsku gulu úlfarnir svo fáeinir séu nefndir. Líkt og fram hefur komið taka tíu lög þátt í keppninni í ár. Hún hefst þann 8. febrúar með fyrri undanúrslitum en örfáir miðar eru enn lausir á það kvöld. Enn eru til miðar á seinni undanúrslitin sem fram fara 15. febrúar en í tilkynningu RÚV segir að öll umgjörð verði hin glæsilegasta. Gunni og Felix munu hita áhorfendur í salnum upp fyrir keppni og verður boðið upp á hin ýmsu skemmtiatriði. Segir í tilkynningunni að á úrslitakvöldinu verði mikið um dýrðir, meðal annars erlenda Eurovision-stjarnan og fleira til. Í ár verður í fyrsta sinn um nokkurra ára skeið ekkert úrslitaeinvígi. Þess í stað mun stigahæsta liðið í úrslitum sigra keppnina. Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjö erlendum aðilum, mun vega 50 prósent á móti símakosningu almennings. Að lokum stendur stigahæsta lag kvöldins uppi sem sigurvegari. Nú hefur röð laganna í undanúrslitum verið ákveðin og öll lögin komin með sitt kosninganúmer. Hér er röð laganna og kosninganúmer þeirra: Fyrri undanúrslit 8. febrúar Frelsið Mitt - Stebbi JAK: 900-9901 Ég flýg í storminn - BIRGO: 900-9902 Eins og þú - Ágúst: 900-9903 Norðurljós - BIA: 900-9904 RÓA - VÆB: 900-9905 Seinni undanúrslit 15. febrúar Flugdrekar - Dagur Sig: 900-9901 Eldur - Júlí og Dísa: 900-9902 Rísum upp - Bára Katrín: 900-9903 Aðeins lengur - Bjarni Arason: 900-9904 Þrá - Tinna: 900-9905
Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira