Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2025 14:31 Frá írakska þinginu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Þing Írak samþykktu í gær frumvarp sem gagnrýnendur segja að geri hjónabönd við börn, niður í níu ára aldur, lögleg. Önnur frumvörp sem samþykkt voru í gær þykja ýta undir spillingu. Lög Írak segja til um að lágmarksgiftingaraldur sé átján ár, í langflestum tilfellum. Eitt frumvarpið sem samþykkt var í gær veitir klerkum rétt til að úrskurða í málefnum fjölskyldna í takt við túlkun þeirra á íslömskum lögum. Því hefur verið haldið fram að þau leyfi hjónabönd ungra stúlkna og í einhverjum tilfellum niður í níu ára aldur. Stuðningsmenn laganna, sem AP fréttaveitan segir að mestu vera íhaldssama sjíta í Írak, segja breytingunum ætlað að færa lög Írak næri íslömskum gildum og draga úr vestrænum áhrifum í Írak. Fréttaveitan hefur eftir aðgerðasinnum að samþykkt frumvarpsins sé reiðarhögg fyrir réttindi kvenna. Þau muni gera það algengara að menn giftist börnum og draga úr vernd kvenna í hjónaböndum, gera þeim erfiðara að skilja og koma höndum yfir arf. Langvarandi vandamál Giftingar barna hefur verið langvarandi vandamál í Írak en könnun Sameinuðu þjóðanna frá 2023 sýnd fram á að um 28 prósent allra kvenna voru giftar áður en þær urðu átján ára gamlar. Guardian hefur eftir írakskri blaðakonu að sú staðreynd að klerkar hafi nú vald til að úrskurða um örlög kvenna sé ógnvekjandi. Þingfundur gærdagsins endaði með látum en samþykkt frumvarpanna þriggja var mjög umdeild og voru stjórnendur þingsins sakaðir um að brjóta gegn starfsreglum. Þá fór fram einungis ein atkvæðagreiðsla um frumvörpin þrjú. Einn embættismaður sagði AP að meirihluti þingmanna hafi ekki greitt atkvæði um frumvarpið, sem sé nauðsynlegt til að samþykkja frumvörp samkvæmt lögum. Einhverjir þingmenn mótmæltu samþykkt frumvarpanna harðlega. Mahmoud al-Mashhadani, forseti þingsins, sendi þó út yfirlýsingu þar sem hann fagnaði samþykkt frumvarpanna og sagði þau mikilvægan lið í að bæta réttlæti og daglegt líf almennra borgara. Írak Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Lög Írak segja til um að lágmarksgiftingaraldur sé átján ár, í langflestum tilfellum. Eitt frumvarpið sem samþykkt var í gær veitir klerkum rétt til að úrskurða í málefnum fjölskyldna í takt við túlkun þeirra á íslömskum lögum. Því hefur verið haldið fram að þau leyfi hjónabönd ungra stúlkna og í einhverjum tilfellum niður í níu ára aldur. Stuðningsmenn laganna, sem AP fréttaveitan segir að mestu vera íhaldssama sjíta í Írak, segja breytingunum ætlað að færa lög Írak næri íslömskum gildum og draga úr vestrænum áhrifum í Írak. Fréttaveitan hefur eftir aðgerðasinnum að samþykkt frumvarpsins sé reiðarhögg fyrir réttindi kvenna. Þau muni gera það algengara að menn giftist börnum og draga úr vernd kvenna í hjónaböndum, gera þeim erfiðara að skilja og koma höndum yfir arf. Langvarandi vandamál Giftingar barna hefur verið langvarandi vandamál í Írak en könnun Sameinuðu þjóðanna frá 2023 sýnd fram á að um 28 prósent allra kvenna voru giftar áður en þær urðu átján ára gamlar. Guardian hefur eftir írakskri blaðakonu að sú staðreynd að klerkar hafi nú vald til að úrskurða um örlög kvenna sé ógnvekjandi. Þingfundur gærdagsins endaði með látum en samþykkt frumvarpanna þriggja var mjög umdeild og voru stjórnendur þingsins sakaðir um að brjóta gegn starfsreglum. Þá fór fram einungis ein atkvæðagreiðsla um frumvörpin þrjú. Einn embættismaður sagði AP að meirihluti þingmanna hafi ekki greitt atkvæði um frumvarpið, sem sé nauðsynlegt til að samþykkja frumvörp samkvæmt lögum. Einhverjir þingmenn mótmæltu samþykkt frumvarpanna harðlega. Mahmoud al-Mashhadani, forseti þingsins, sendi þó út yfirlýsingu þar sem hann fagnaði samþykkt frumvarpanna og sagði þau mikilvægan lið í að bæta réttlæti og daglegt líf almennra borgara.
Írak Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira