Solskjær: Lét mig vinna launalaust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 23:31 Það lá mjög vel á Ole Gunnar Solskjær á fyrsta blaðamannafundi hans eftir að hann tók við liði Besiktas í Tyrklandi. Getty/Saycan Sayim Ole Gunnar Solskjær hitti tyrkneska blaðamenn í fyrsta sinn um helgina eftir að hann tók að sér að verða nýr knattspyrnustjóri hjá Besiktas. Hann leyfði sér líka að skjóta létt á forseta tyrkneska félagsins en það lá vel á Norðmanninum á fjölmiðlafundinum. Það var troðfullt í salnum þegar Solskjær hélt sinn blaðamannafund og áhuginn er greinilega mikill á Norðmanninum í Tyrklandi. Hann var mjög kátur og glaður og augljóslega klár í alvöruna á ný eftir að hafa verið atvinnulaus í langan tíma. „Ég vil þakka fyrir góðar móttökur sem ég hef fengið hér. Við erum samt að tala um að byggja liðið upp frá grunni. Það er eitthvað sem ég trúi á og það er einmitt það sem heillaði mig við þetta verkefni. Við viljum byggja upp þetta lið með ykkur,“ sagði Solskjær og brosti. Norska ríkisútvarpið sagði frá. „Við verðum að koma með stöðugleika inn í þetta félag og ég tel að ég sé rétti maðurinn í það. Ég lít svo á að ég sé góður maður í slíkum aðstæðum,“ sagði Solskjær. Besiktas hefur farið í gegnum afar marga knattspyrnustjóra á síðustu árum. Þetta er því einn heitasti stóllinn í boltanum. Norðmaðurinn segist hafa átt góða daga í Istanbul og að það sé mikill heiður að taka við frábæru félagi eins og Besiktas. „Núna byrjar vinnan og við ætlum að njóta þess,“ sagði Solskjær en áður en túlkurinn kláraði að þýða orð hans þá vildi Ole Gunnar leiðrétta sig. „Fyrirgefið, ég sagði ekki rétt frá vegna þess að ég er þegar byrjaður að vinna. Forsetinn lét mig vinna launalaust. Ég hef horft á fullt af leikjum, leikgreint þá og sent frá mér greinargerðir. Nú byrja ég samt formlega í vinnunni,“ sagði Solskjær og glotti. Nú er bara spurningin hvort stemmningin verði áfram svona létt og skemmtileg á blaðamannafundum hans en úrslit leikjanna ráða náttúrulega nær öllu um það. Tyrkneski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
Það var troðfullt í salnum þegar Solskjær hélt sinn blaðamannafund og áhuginn er greinilega mikill á Norðmanninum í Tyrklandi. Hann var mjög kátur og glaður og augljóslega klár í alvöruna á ný eftir að hafa verið atvinnulaus í langan tíma. „Ég vil þakka fyrir góðar móttökur sem ég hef fengið hér. Við erum samt að tala um að byggja liðið upp frá grunni. Það er eitthvað sem ég trúi á og það er einmitt það sem heillaði mig við þetta verkefni. Við viljum byggja upp þetta lið með ykkur,“ sagði Solskjær og brosti. Norska ríkisútvarpið sagði frá. „Við verðum að koma með stöðugleika inn í þetta félag og ég tel að ég sé rétti maðurinn í það. Ég lít svo á að ég sé góður maður í slíkum aðstæðum,“ sagði Solskjær. Besiktas hefur farið í gegnum afar marga knattspyrnustjóra á síðustu árum. Þetta er því einn heitasti stóllinn í boltanum. Norðmaðurinn segist hafa átt góða daga í Istanbul og að það sé mikill heiður að taka við frábæru félagi eins og Besiktas. „Núna byrjar vinnan og við ætlum að njóta þess,“ sagði Solskjær en áður en túlkurinn kláraði að þýða orð hans þá vildi Ole Gunnar leiðrétta sig. „Fyrirgefið, ég sagði ekki rétt frá vegna þess að ég er þegar byrjaður að vinna. Forsetinn lét mig vinna launalaust. Ég hef horft á fullt af leikjum, leikgreint þá og sent frá mér greinargerðir. Nú byrja ég samt formlega í vinnunni,“ sagði Solskjær og glotti. Nú er bara spurningin hvort stemmningin verði áfram svona létt og skemmtileg á blaðamannafundum hans en úrslit leikjanna ráða náttúrulega nær öllu um það.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira