Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Árni Jóhannsson skrifar 19. janúar 2025 21:20 Ægir Þór Steinarsson skilaði heldur betur framlagi í kvöld til að sigla sigrinum heim. vísir/Jón Gautur Ægir Þór Steinarsson var frábær í kvöld þegar Stjarnan tryggði sig inn í undanúrslit VÍS bikarsins með sigri á grönnum sínum í Álftanesi. Leikurinn endaði 88-100 en góður þriðji leikhluti Stjörnunnar fór lang með sigurinn í kvöld þegar munurinn fór upp í 20 stig. „Þetta er mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki“, sagði Ægir þegar hann var spurður út í tilfinninguna við að komast í undanúrslit bikarsins. Hann hélt áfram: „Þetta gefur stemmningu á miðju tímabili. Risastórir leiki fyrir reksturinn og stemmninguna.“ Stjörnumenn eru efstir í Bónus deildinni og hafa gert margt rétt í vetur en hvað voru þeir að gera rétt í dag? „Mér fannst við vera, eitthvað sem okkur hefur vantað í þessum leikjum eftir áramót. Það hefur vantað varnarleik og hraða sóknarlega. Mér fannst við vera með það fyrir utan síðustu 10 á móti svæði. Þá vorum við staðir og vorum að reyna að verja forystuna og svo framvegis.“ Eins og Ægir nefnir þá gáfu Stjörnumenn færi á sér, reyndu að verja forystunu í lokaleikhlutanum. Er það óumflýjanlegt að lið lendi í þessu þegar munurinn er orðinn þægilegur? „Það er bæði og. Þú vilt ekki að þeir komist á sprett og fari að hlaupa upp og niður. Við hefðum getað verið áræðnari á körfuna, vorum svolítið bara í handboltanum þannig að það er alltaf eitthvað til þess að bæta.“ Stjarnan tapaði síðasta leik og það gaf Stjörnunni smá inn í þennan leik. „Við lentum bara á einhverjum vegg sem var bara gott að lenda í. Við þurftum að finna lausnir og sjálfstraust á ný og það er bara gott.“ Hvernig er framhaldið hjá Stjörnunni að mati Ægis? „Það er bara blússandi gangur, við erum komnir í undanúrslit og leikirnir halda áfram að koma. Þannig að það er bara geggjað.“ Ægir brosti út í annað þegar hann var spurður að því hvort það væri skrýtið þegar honum væri gefið skotið en í þriðja leikhluta setti hann nokkra þrista niður sem voru galopnir. „Nei. Það er búið að vera að gefa mér skotið í nokkur ár. Stundum hittir maður og ekki og stundum verður maður að finna lausnir. Þannig að menn verða að velja hvern maður ætlar að dekka og þetta er bara skákin sem þetta er.“ VÍS-bikarinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Stjarnan er fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit VÍS-bikarsins í körfu. Frábær þriðji leikhluti gerði það að verkum að brekkan varð of brött fyrir heimamenn sem sitja eftir. Lokatölur 88-100. 19. janúar 2025 18:32 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
„Þetta er mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki“, sagði Ægir þegar hann var spurður út í tilfinninguna við að komast í undanúrslit bikarsins. Hann hélt áfram: „Þetta gefur stemmningu á miðju tímabili. Risastórir leiki fyrir reksturinn og stemmninguna.“ Stjörnumenn eru efstir í Bónus deildinni og hafa gert margt rétt í vetur en hvað voru þeir að gera rétt í dag? „Mér fannst við vera, eitthvað sem okkur hefur vantað í þessum leikjum eftir áramót. Það hefur vantað varnarleik og hraða sóknarlega. Mér fannst við vera með það fyrir utan síðustu 10 á móti svæði. Þá vorum við staðir og vorum að reyna að verja forystuna og svo framvegis.“ Eins og Ægir nefnir þá gáfu Stjörnumenn færi á sér, reyndu að verja forystunu í lokaleikhlutanum. Er það óumflýjanlegt að lið lendi í þessu þegar munurinn er orðinn þægilegur? „Það er bæði og. Þú vilt ekki að þeir komist á sprett og fari að hlaupa upp og niður. Við hefðum getað verið áræðnari á körfuna, vorum svolítið bara í handboltanum þannig að það er alltaf eitthvað til þess að bæta.“ Stjarnan tapaði síðasta leik og það gaf Stjörnunni smá inn í þennan leik. „Við lentum bara á einhverjum vegg sem var bara gott að lenda í. Við þurftum að finna lausnir og sjálfstraust á ný og það er bara gott.“ Hvernig er framhaldið hjá Stjörnunni að mati Ægis? „Það er bara blússandi gangur, við erum komnir í undanúrslit og leikirnir halda áfram að koma. Þannig að það er bara geggjað.“ Ægir brosti út í annað þegar hann var spurður að því hvort það væri skrýtið þegar honum væri gefið skotið en í þriðja leikhluta setti hann nokkra þrista niður sem voru galopnir. „Nei. Það er búið að vera að gefa mér skotið í nokkur ár. Stundum hittir maður og ekki og stundum verður maður að finna lausnir. Þannig að menn verða að velja hvern maður ætlar að dekka og þetta er bara skákin sem þetta er.“
VÍS-bikarinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Stjarnan er fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit VÍS-bikarsins í körfu. Frábær þriðji leikhluti gerði það að verkum að brekkan varð of brött fyrir heimamenn sem sitja eftir. Lokatölur 88-100. 19. janúar 2025 18:32 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Stjarnan er fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit VÍS-bikarsins í körfu. Frábær þriðji leikhluti gerði það að verkum að brekkan varð of brött fyrir heimamenn sem sitja eftir. Lokatölur 88-100. 19. janúar 2025 18:32