Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. janúar 2025 07:04 Þeir sem eru með BMI yfir 30 teljast vera með offitu. Getty Sérfræðingar vilja falla frá því að greina offitu með því að reikna út líkamsmassastuðul (BMI) einstaklinga, þar sem það leiði bæði til of- og vangreininga. Samkvæmt nýrri skýrslu sem birt var í Lancet Diabetes and Endocrinology er BMI ekki áreiðanlegur mælikvarði þegar kemur að greiningu offitu, meðal annars vegna þess að ekki er um nákvæma mælingu á fitumassa að ræða. Þá segir BMI ekkert til um fitudreifingu á líkamanum né almenna heilsu viðkomandi. Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur að öðrum greiningaraðferðum sem yrðu notaðar til viðbótar við útreikinga á BMI, svo sem hlutfall milli umfangs mittis og mjaðma annars vegar og mittis og hæðar hins vegar. Þá er hvatt til þess að meira sé horft til almennra einkenna um óheilbrigði. Tillögurnar njóta stuðnings 75 heilbrigðissamtaka víðsvegar um heiminn. Samkvæmt skýrslunni mælast sumir einstaklingar ekki með of hátt BMI, jafnvel þótt þeir séu sannarlega að glíma við offitu, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar þeirra. Þá eru aðrir sem mælast með of hátt BMI, og þar með offitu, jafnvel þótt þeir séu að öðru leyti fullkomlega heilbrigðir. „Spurningin hvort offita er sjúkdómur er gölluð þar sem hún gerir ráð fyrir öllu eða engu; þar sem offita er annað hvort alltaf sjúkdómur eða aldrei sjúkdómur. Sönnunargögnin sýna hins vegar að raunveruleikinn er flóknari,“ segir Francesco Rubino, formaður nefndarinnar sem gaf út skýrsluna. „Sumir einstaklingar með offitu viðhalda eðlilegri líffærastarfsemi og almennri heilsu, jafnvel yfir lengri tíma, á meðan aðrir sýna merki og einkenni um alvarlegan sjúkdóm.“ Leggja sérfræðingarnir meðal annars til að offita verði aðgreind í tvo flokka; offitu með einkenni og offitu án einkenna. Guardian fjallar ítarlega um málið. Heilbrigðismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu sem birt var í Lancet Diabetes and Endocrinology er BMI ekki áreiðanlegur mælikvarði þegar kemur að greiningu offitu, meðal annars vegna þess að ekki er um nákvæma mælingu á fitumassa að ræða. Þá segir BMI ekkert til um fitudreifingu á líkamanum né almenna heilsu viðkomandi. Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur að öðrum greiningaraðferðum sem yrðu notaðar til viðbótar við útreikinga á BMI, svo sem hlutfall milli umfangs mittis og mjaðma annars vegar og mittis og hæðar hins vegar. Þá er hvatt til þess að meira sé horft til almennra einkenna um óheilbrigði. Tillögurnar njóta stuðnings 75 heilbrigðissamtaka víðsvegar um heiminn. Samkvæmt skýrslunni mælast sumir einstaklingar ekki með of hátt BMI, jafnvel þótt þeir séu sannarlega að glíma við offitu, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar þeirra. Þá eru aðrir sem mælast með of hátt BMI, og þar með offitu, jafnvel þótt þeir séu að öðru leyti fullkomlega heilbrigðir. „Spurningin hvort offita er sjúkdómur er gölluð þar sem hún gerir ráð fyrir öllu eða engu; þar sem offita er annað hvort alltaf sjúkdómur eða aldrei sjúkdómur. Sönnunargögnin sýna hins vegar að raunveruleikinn er flóknari,“ segir Francesco Rubino, formaður nefndarinnar sem gaf út skýrsluna. „Sumir einstaklingar með offitu viðhalda eðlilegri líffærastarfsemi og almennri heilsu, jafnvel yfir lengri tíma, á meðan aðrir sýna merki og einkenni um alvarlegan sjúkdóm.“ Leggja sérfræðingarnir meðal annars til að offita verði aðgreind í tvo flokka; offitu með einkenni og offitu án einkenna. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Heilbrigðismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira