Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 11:47 Eyþór Wöhler er mættur í appelsínugulu treyjuna. Fylkir Nú er orðið ljóst að Eyþór Aron Wöhler, sem lék með KR í Bestu deildinni á síðustu leiktíð, verður leikmaður Fylkis næstu tvö árin. Fylkismenn kynntu Eyþór til leiks með skemmtilegu myndbandi í dag þar sem hann var sóttur heim til mömmu, nú þegar nokkuð er um liðið síðan að KR-ingar kvöddu hann. „Eyþór! Loksins einhver að koma að leika við þig,“ kallar mamman, Hafdís Hallgrímsdóttir, þegar Guðmundur Tyrfingsson, leikmaður Fylkis, kemur að spyrja eftir honum. Myndbandið má sjá hér að neðan en mögulega þarf að ýta á F5 til að endurhlaða síðunni. View this post on Instagram A post shared by ⚽️ Knattspyrnudeild Fylkis ⚽️ (@fylkirknd) Þeir félagar spiluðu saman hjá ÍA árin 2021 og 2022 og sameina nú krafta sína á ný hjá Fylki. Þrátt fyrir að hafa ekki átt gott ár með KR í fyrra, og aðeins fengið að byrja þrjá deildarleiki eftir komuna frá Breiðabliki um vorið, átti hinn 22 ára gamli Eyþór spennandi ár í fyrra því hann er annar forsprakka hljómsveitarinnar Húbbabúbba. Í myndbandinu hér að ofan tekur Guðmundur félagi hans hins vegar skýrt fram að fótboltinn verði að vera í forgangi í sumar: „Ekkert gigg kjaftæði lengur,“ segir Guðmundur og Eyþór er fljótur að samþykkja það. Eyþór hefur leikið 76 leiki í efstu deild og skorað í þeim 15 mörk. Hann hóf ferilinn með Aftureldingu en hefur eins og fyrr segir einnig leikið með ÍA og svo með Breiðabliki, HK og KR. Hann á að baki 15 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim fjögur mörk. „Ég er afar sáttur með að ganga í raðir Fylkismanna á þessum tímapunkti. Hér í Árbænum er allt til staðar og ég mun gera allt til þess að standa mig vel í appelsínugulu treyjunni á næstu árum," segir Eyþór í fréttatilkynningu Fylkis. Fylkir féll niður í Lengjudeildina á síðustu leiktíð en ljóst er að félagið ætlar sér að snúa sem fyrst aftur upp í Bestu deildina. Lengjudeild karla Besta deild karla Fylkir Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Fylkismenn kynntu Eyþór til leiks með skemmtilegu myndbandi í dag þar sem hann var sóttur heim til mömmu, nú þegar nokkuð er um liðið síðan að KR-ingar kvöddu hann. „Eyþór! Loksins einhver að koma að leika við þig,“ kallar mamman, Hafdís Hallgrímsdóttir, þegar Guðmundur Tyrfingsson, leikmaður Fylkis, kemur að spyrja eftir honum. Myndbandið má sjá hér að neðan en mögulega þarf að ýta á F5 til að endurhlaða síðunni. View this post on Instagram A post shared by ⚽️ Knattspyrnudeild Fylkis ⚽️ (@fylkirknd) Þeir félagar spiluðu saman hjá ÍA árin 2021 og 2022 og sameina nú krafta sína á ný hjá Fylki. Þrátt fyrir að hafa ekki átt gott ár með KR í fyrra, og aðeins fengið að byrja þrjá deildarleiki eftir komuna frá Breiðabliki um vorið, átti hinn 22 ára gamli Eyþór spennandi ár í fyrra því hann er annar forsprakka hljómsveitarinnar Húbbabúbba. Í myndbandinu hér að ofan tekur Guðmundur félagi hans hins vegar skýrt fram að fótboltinn verði að vera í forgangi í sumar: „Ekkert gigg kjaftæði lengur,“ segir Guðmundur og Eyþór er fljótur að samþykkja það. Eyþór hefur leikið 76 leiki í efstu deild og skorað í þeim 15 mörk. Hann hóf ferilinn með Aftureldingu en hefur eins og fyrr segir einnig leikið með ÍA og svo með Breiðabliki, HK og KR. Hann á að baki 15 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim fjögur mörk. „Ég er afar sáttur með að ganga í raðir Fylkismanna á þessum tímapunkti. Hér í Árbænum er allt til staðar og ég mun gera allt til þess að standa mig vel í appelsínugulu treyjunni á næstu árum," segir Eyþór í fréttatilkynningu Fylkis. Fylkir féll niður í Lengjudeildina á síðustu leiktíð en ljóst er að félagið ætlar sér að snúa sem fyrst aftur upp í Bestu deildina.
Lengjudeild karla Besta deild karla Fylkir Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira