„Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. janúar 2025 22:25 Pétur Ingvarsson var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Keflavík vann sannfærandi sigur gegn Hetti 112-98. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var ángæður með sigurinn. „Við náðum að spila okkar leik. Þetta var hraður leikur sem fór fram og til baka og okkur tókst að stjórna hraðanum,“ sagði Pétur í viðtali eftir leik. Keflavík gerði 23 stig í fyrsta leikhluta en setti í annan gír í öðrum leikhluta þar sem liðið gerði 37 stig og komst í bílstjórasætið. „Þeir hittu vel í fyrsta leikhluta en ekki við og síðan í öðrum leikhluta hittum við en ekki þeir. Þetta var svolítið svoleiðis en vörnin var einnig harðari hjá okkur og þeir áttu í meiri erfiðleikum að skora.“ Pétur var ánægður með hvernig liðið spilaði í seinni hálfleik og byrjaði þriðja leikhluta af krafti sem varð til þess að Höttur kom aldrei til baka. „Við töpuðum með fimm stigum gegn þeim síðast og við vorum með það í kollinum að við þyrftum að vinna leikinn með meira en fimm stigum og við reyndu að halda þessu eins þægilega og við gátum. Varnarlega í þriðja leikhluta gekk margt upp og sóknarlega náði Ty-Shon Alexander náði að láta okkur líta vel út.“ Pétur var ekki ánægður á hliðarlínunni þegar Sigurður Pétursson fékk olnboga í andlitið en aðspurður út í atvikið eftir leik sagðist Pétur ekki vera sá besti að dæma um þetta þar sem hann er faðir Sigurðar. „Ég er langt frá því að vera hlutlaus í þessu máli. Dómararnir eru til þess að dæma og þeir eru miklu betri en ég að meta þetta atvik. Ef þetta hefði verið einhver í hinu liðinu hefði ég örugglega verið sammála þessu.“ Jaka Brodnik meiddist undir lok fjórða leikhluta og þurfti að fara beint út af. Aðspurður út í meiðslin hafði Pétur áhyggjur. „Hann sneri sig. Við megum ekki við fleiri meiðslum í bili en þetta er áhyggjuefni þar sem við eigum leik við Njarðvík í næsta leik sem er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Ekki bara út af stöðunni í deildinni heldur líka fyrir samfélagið hérna. Þetta er El classico og það er ástæða fyrir því og það er mjög mikilvægt að hann verði ekki lengi frá,“ sagði Pétur að lokum en setti varnagla á meiðsli Jaka þar sem hann er ekki læknir. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Við náðum að spila okkar leik. Þetta var hraður leikur sem fór fram og til baka og okkur tókst að stjórna hraðanum,“ sagði Pétur í viðtali eftir leik. Keflavík gerði 23 stig í fyrsta leikhluta en setti í annan gír í öðrum leikhluta þar sem liðið gerði 37 stig og komst í bílstjórasætið. „Þeir hittu vel í fyrsta leikhluta en ekki við og síðan í öðrum leikhluta hittum við en ekki þeir. Þetta var svolítið svoleiðis en vörnin var einnig harðari hjá okkur og þeir áttu í meiri erfiðleikum að skora.“ Pétur var ánægður með hvernig liðið spilaði í seinni hálfleik og byrjaði þriðja leikhluta af krafti sem varð til þess að Höttur kom aldrei til baka. „Við töpuðum með fimm stigum gegn þeim síðast og við vorum með það í kollinum að við þyrftum að vinna leikinn með meira en fimm stigum og við reyndu að halda þessu eins þægilega og við gátum. Varnarlega í þriðja leikhluta gekk margt upp og sóknarlega náði Ty-Shon Alexander náði að láta okkur líta vel út.“ Pétur var ekki ánægður á hliðarlínunni þegar Sigurður Pétursson fékk olnboga í andlitið en aðspurður út í atvikið eftir leik sagðist Pétur ekki vera sá besti að dæma um þetta þar sem hann er faðir Sigurðar. „Ég er langt frá því að vera hlutlaus í þessu máli. Dómararnir eru til þess að dæma og þeir eru miklu betri en ég að meta þetta atvik. Ef þetta hefði verið einhver í hinu liðinu hefði ég örugglega verið sammála þessu.“ Jaka Brodnik meiddist undir lok fjórða leikhluta og þurfti að fara beint út af. Aðspurður út í meiðslin hafði Pétur áhyggjur. „Hann sneri sig. Við megum ekki við fleiri meiðslum í bili en þetta er áhyggjuefni þar sem við eigum leik við Njarðvík í næsta leik sem er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Ekki bara út af stöðunni í deildinni heldur líka fyrir samfélagið hérna. Þetta er El classico og það er ástæða fyrir því og það er mjög mikilvægt að hann verði ekki lengi frá,“ sagði Pétur að lokum en setti varnagla á meiðsli Jaka þar sem hann er ekki læknir.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira