Skotbardagi við forsetahöll Tjad Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2025 10:52 Mahamat Deby Itno, forseti Tjad, var í forsetahöllinni þegar bardaginn átti sér stað. Hann tók völd í Tjad eftir að faðir hans féll í átökum við uppreisnarmenn árið 2021. AP/Mouta Ali Vopnaðir menn réðust á forsetahöll Tjad í N‘Djamena, höfuðborg landsins, í gær. Nítján féllu í skotbardaga þar þegar árásin var stöðvuð en yfirvöld segja 24 sérsveitarmenn hafa ráðist á forsetahöllina, í meintri tilraun til valdaráns. Átján af sérsveitarmönnunum voru felldir og hinir sex eru særðir, samkvæmt Abderaman Koulamallah, utanríkisráðherra og talsmanni ríkisstjórnar Tjad, sem blaðamenn AFP fréttaveitunnar ræddu við. Hann sagði einn úr öryggissveitum hafa fallið í átökum við árásarmennina. Koulamallah hefur haldið því fram að árásarmennirnir hafi verið á lyfjum þegar þeir gerðu árásina og hafi verið stöðvaðir nokkuð auðveldlega. Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad, var í forsetahöllinni þegar árásin var gerð. Ráðherrann var í beinni útsendingu á Facebook eftir árásina í gær þar sem hann lýsti því yfir að hún hefði verið stöðvuð og stjórnvöld hefðu full tök á ástandinu. Þá stóð hann með hermönnum fyrir utan forsetahöllina, með byssu í slíðri á mjöðminni. Tjad er undir stjórn Deby, sem tók völd eftir að faðir hans féll í átökum við uppreisnarmenn en sá hafði stjórnað landinu með harðri hendi í þrjá áratugi og hersins. Deby skipaði nýverið frönskum hermönnum að yfirgefa landið. AFP segir að nokkrum klukkustundum fyrir árásina hafi forsetinn og aðrir embættismenn fundað með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. Sjá einnig: Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Vígahópar hafa lengi verið mjög virkir á svæðinu kringum Tjad-vatn en ríkið er umkringt Kamerún, Níger, Nígeríu, Mið-Afríkulýðveldinu, Líbíu og Súdan en þar hafa yfirvöld Í Tjad verið sökuð um afskipti af átökunum þar. Tæpar tvær vikur eru síðan umdeildar kosningar voru haldnar í Tjad en kjörsókn var lítil og stjórnarandstaðan hefur kvartað yfir svindli. Tjad Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Átján af sérsveitarmönnunum voru felldir og hinir sex eru særðir, samkvæmt Abderaman Koulamallah, utanríkisráðherra og talsmanni ríkisstjórnar Tjad, sem blaðamenn AFP fréttaveitunnar ræddu við. Hann sagði einn úr öryggissveitum hafa fallið í átökum við árásarmennina. Koulamallah hefur haldið því fram að árásarmennirnir hafi verið á lyfjum þegar þeir gerðu árásina og hafi verið stöðvaðir nokkuð auðveldlega. Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad, var í forsetahöllinni þegar árásin var gerð. Ráðherrann var í beinni útsendingu á Facebook eftir árásina í gær þar sem hann lýsti því yfir að hún hefði verið stöðvuð og stjórnvöld hefðu full tök á ástandinu. Þá stóð hann með hermönnum fyrir utan forsetahöllina, með byssu í slíðri á mjöðminni. Tjad er undir stjórn Deby, sem tók völd eftir að faðir hans féll í átökum við uppreisnarmenn en sá hafði stjórnað landinu með harðri hendi í þrjá áratugi og hersins. Deby skipaði nýverið frönskum hermönnum að yfirgefa landið. AFP segir að nokkrum klukkustundum fyrir árásina hafi forsetinn og aðrir embættismenn fundað með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. Sjá einnig: Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Vígahópar hafa lengi verið mjög virkir á svæðinu kringum Tjad-vatn en ríkið er umkringt Kamerún, Níger, Nígeríu, Mið-Afríkulýðveldinu, Líbíu og Súdan en þar hafa yfirvöld Í Tjad verið sökuð um afskipti af átökunum þar. Tæpar tvær vikur eru síðan umdeildar kosningar voru haldnar í Tjad en kjörsókn var lítil og stjórnarandstaðan hefur kvartað yfir svindli.
Tjad Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira