Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2025 10:32 Tiger Woods slær af þriðja teig Riviera-golfvallarins í Pacific Palisades á PGA-móti þar í fyrra. Völlurinn er nú í hættu vegna gróðurelda. Vísir/EPA Gróðureldarnir miklu sem geisa nú við Los Angeles ógna Rivera-golfvellinum sögufræga sem hýsir árlegt PGA-mót. Völlurinn er innan rýmingarsvæðis vegna eldanna en hefur ekki enn orðið fyrir skemmdum. Hundruð mannvirkja, þar á meðal íbúðarhús, hafa fuðrað upp í miklum gróðureldum sem kviknuðu í Pacific Palisades í útjaðri Los Angeles á þriðjudag. Eldarnir hafa breitt hratt úr sér og brenna nú stjórnlaust. Fjöldi Hollywood-stjarna er á meðal þeirra sem hafa misst heimili sín í eldunum. Riviera-völlurinn í Pacific Palisades er innan svæðis sem fólki er skylt að yfirgefa vegna eldanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Engar skemmdir höfðu orðið á vellinum síðdegis í gær en myndir á samfélagsmiðlum hafa sýnt völlinn með þykkan svartan reyk í bakgrunni. Updated video of the wildfires rapidly approaching Riviera Country Club.Reporters in the area have estimated the fires are moving at 2-3 football fields PER MINUTE. pic.twitter.com/U7KZjCMv84— Tee Times (@TeeTimesPub) January 8, 2025 Völlurinn verður hundrað ára gamall á næsta ári en PGA-mótaröðin hefur vanið komur sínar þangað því næst sem samfellt frá árinu 1973. Tiger Woods spilaði á sínu fyrsta PGA-móti þar árið 1992 en hann hefur verið gestgjafi mótsins frá 2020. Halda á Genesis Invitational-mótið á vellinum eftir rétt rúman mánuð. Opna bandaríska mót karla var haldið á Riviera árið 1948 og PGA-meistaramótið árið 1983 og 1995. Völlurinn á að hýsa opna bandaríska mót kvenna á næsta ári, Ólympíuleikana árið 2028 og opna bandaríska mót karla árið 2031. Reuters hefur eftir Keegan Bradley, fyrirliða bandaríska Ryder-bikarliðsins, sem er staddur á PGA-móti á Havaí að kylfingar frá Los Angeles sem hann spilaði með í gær hafi verið með böggum hildar. „Fjölskyldur þeirra þurftu að yfirgefa heimili sín og heimili þeirra gætu horfið. Þetta er dapurlegt,“ segir Bradley. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Gróðureldar Golf Golfvellir Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Tengdar fréttir „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira
Hundruð mannvirkja, þar á meðal íbúðarhús, hafa fuðrað upp í miklum gróðureldum sem kviknuðu í Pacific Palisades í útjaðri Los Angeles á þriðjudag. Eldarnir hafa breitt hratt úr sér og brenna nú stjórnlaust. Fjöldi Hollywood-stjarna er á meðal þeirra sem hafa misst heimili sín í eldunum. Riviera-völlurinn í Pacific Palisades er innan svæðis sem fólki er skylt að yfirgefa vegna eldanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Engar skemmdir höfðu orðið á vellinum síðdegis í gær en myndir á samfélagsmiðlum hafa sýnt völlinn með þykkan svartan reyk í bakgrunni. Updated video of the wildfires rapidly approaching Riviera Country Club.Reporters in the area have estimated the fires are moving at 2-3 football fields PER MINUTE. pic.twitter.com/U7KZjCMv84— Tee Times (@TeeTimesPub) January 8, 2025 Völlurinn verður hundrað ára gamall á næsta ári en PGA-mótaröðin hefur vanið komur sínar þangað því næst sem samfellt frá árinu 1973. Tiger Woods spilaði á sínu fyrsta PGA-móti þar árið 1992 en hann hefur verið gestgjafi mótsins frá 2020. Halda á Genesis Invitational-mótið á vellinum eftir rétt rúman mánuð. Opna bandaríska mót karla var haldið á Riviera árið 1948 og PGA-meistaramótið árið 1983 og 1995. Völlurinn á að hýsa opna bandaríska mót kvenna á næsta ári, Ólympíuleikana árið 2028 og opna bandaríska mót karla árið 2031. Reuters hefur eftir Keegan Bradley, fyrirliða bandaríska Ryder-bikarliðsins, sem er staddur á PGA-móti á Havaí að kylfingar frá Los Angeles sem hann spilaði með í gær hafi verið með böggum hildar. „Fjölskyldur þeirra þurftu að yfirgefa heimili sín og heimili þeirra gætu horfið. Þetta er dapurlegt,“ segir Bradley.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Gróðureldar Golf Golfvellir Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Tengdar fréttir „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira
„Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13
Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33