Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2025 11:32 Arnór Sigurðsson hefur lítið getað spilað með Blackburn í vetur og rennur núgildandi samningur hans við félagið út í sumar. Getty/Gary Oakley Þrjú sænsk félög hafa sýnt því áhuga að fá Arnór Sigurðsson, landsliðsmann í fótbolta, frá Blackburn. Samningur Arnórs við enska félagið rennur út í sumar. Sænski fótboltamiðillinn Fotbollskanalen segist hafa heimildir fyrir því að Djurgården, Norrköping og meistaralið Malmö hafi öll sett sig í samband til að kanna áhuga Arnórs. Heimilt er að ræða við hann því nú er minna en hálft ár eftir af núgildandi samningi hans við Blackburn. Þessi 25 ára Skagamaður lék við afar góðan orðstír í Svíþjóð með Norrköping 2017-18 og var svo seldur fyrir mikið fé til CSKA Moskvu, eða um hálfan milljarð króna. Hann var lánaður frá Rússlandi til Venezia á Ítalíu og sneri aldrei aftur til Moskvu eftir innrásina í Úkraínu. Hann lék aftur með Norrköping í eitt ár, frá júlí 2022, áður en hann fór svo til Blackburn 2023. Eins og fyrr segir rennur samningur Arnórs við Blackburn út í sumar en samkvæmt Fotbollskanalen hefur hann þó ekki sýnt því áhuga að yfirgefa félagið í janúar. Mögulegt er að Blackburn bjóði honum nýjan samning. Arnór hefur sáralítið spilað fyrir Blackburn í ensku B-deildinni í vetur, eftir alvarleg veikindi og meiðsli í kjölfar þeirra. Hann hefur aðeins komið við sögu í fimm deildarleikjum, alltaf sem varamaður, en skorað eitt mark. Á síðustu leiktíð skoraði hann fimm mörk og átti tvær stoðsendingar, í nítján leikjum en tímabilinu lauk fyrr en ella eftir að Arnór lenti í skelfilegri tæklingu í EM-umspilinu gegn Ísrael í mars. Malmö varð sænskur meistari á síðustu leiktíð, með yfirburðum, og á því möguleika á að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Djurgården varð í 4. sæti en Norrköping, gamla liðið hans Arnórs, hafnaði í 11. sæti. Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Sænski fótboltamiðillinn Fotbollskanalen segist hafa heimildir fyrir því að Djurgården, Norrköping og meistaralið Malmö hafi öll sett sig í samband til að kanna áhuga Arnórs. Heimilt er að ræða við hann því nú er minna en hálft ár eftir af núgildandi samningi hans við Blackburn. Þessi 25 ára Skagamaður lék við afar góðan orðstír í Svíþjóð með Norrköping 2017-18 og var svo seldur fyrir mikið fé til CSKA Moskvu, eða um hálfan milljarð króna. Hann var lánaður frá Rússlandi til Venezia á Ítalíu og sneri aldrei aftur til Moskvu eftir innrásina í Úkraínu. Hann lék aftur með Norrköping í eitt ár, frá júlí 2022, áður en hann fór svo til Blackburn 2023. Eins og fyrr segir rennur samningur Arnórs við Blackburn út í sumar en samkvæmt Fotbollskanalen hefur hann þó ekki sýnt því áhuga að yfirgefa félagið í janúar. Mögulegt er að Blackburn bjóði honum nýjan samning. Arnór hefur sáralítið spilað fyrir Blackburn í ensku B-deildinni í vetur, eftir alvarleg veikindi og meiðsli í kjölfar þeirra. Hann hefur aðeins komið við sögu í fimm deildarleikjum, alltaf sem varamaður, en skorað eitt mark. Á síðustu leiktíð skoraði hann fimm mörk og átti tvær stoðsendingar, í nítján leikjum en tímabilinu lauk fyrr en ella eftir að Arnór lenti í skelfilegri tæklingu í EM-umspilinu gegn Ísrael í mars. Malmö varð sænskur meistari á síðustu leiktíð, með yfirburðum, og á því möguleika á að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Djurgården varð í 4. sæti en Norrköping, gamla liðið hans Arnórs, hafnaði í 11. sæti.
Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn