Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2025 16:01 Gunnlaugur Árni Sveinsson, þriðji frá vinstri í neðri röð, er einn af tólf fulltrúum Evrópu í Bonallack-bikarnum. EGA „Það er mikill heiður að vera valinn til að spila fyrir land og heimsálfu, og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG og einn aðeins tólf liðsmanna úrvalsliðs Evrópu í Bonallack-bikarnum í golfi. Það gekk ekki áfallalaust hjá honum að komast á mótið. Á mótinu mæta tólf fremstu áhugakylfingar Evrópu þeim tólf bestu frá Asíu og Eyjaálfu. Fyrsti dagur af þremur var í dag og náðu þeir Gunnlaugur Árni og Svíinn Algot Kleen að tryggja Evrópu sigur í einum leik í fjórbolta. Þeir töpuðu hins vegar í fjórmenningnum, en viðureignirnar voru við Pichaksin Maichon frá Taílandi og Zhou Ziqin frá Kína og þess má geta að Maichon er í 22. sæti heimslistans. Staðan í heildarstigakeppninni er jöfn, 5-5. Árangur Gunnlaugs Árna í dag, eftir óhemju skjótan uppgang á nýliðnu ári, er ekki síður athyglisverður vegna þess að hann var ekki með golfsettið sitt í undirbúningnum síðustu daga. Settið varð eftir á flugvellinum í Amsterdam og skilaði sér ekki fyrr en eftir æfingahring í gær. „Það hefur verið „öðruvísi“ að undirbúa sig án þess að hafa settið sitt. Ég ætlaði að vera sniðugur og mæta hingað degi fyrr en settið kom ekki svo þau plön fóru út um gluggann. En ég nýtti vikuna með lánssett, sem gerði lítið, og notaði líka kylfurnar frá liðsfélögunum sem voru mjög góðir með það. Svo voru fulltrúar Titleist hérna sem gerðu fyrir mig nýtt 3-tré og dræver, svo ég gat alla vega séð völlinn frá teignum,“ sagði Gunnlaugur Árni í gær, í viðtali við Golfsamband Evrópu, EGA. Viðtalið, sem tekið var upp í gær áður en mótið hófst, má sjá hér að neðan. Klippa: Gunnlaugur Árni í viðtali við EGA Gunnlaugur Árni er fyrsti Íslendingurinn til að spila fyrir Evrópu í Bonallack-bikarnum: „Það er mikill heiður að vera valinn til að spila fyrir land og heimsálfu, og ég er mjög þakklátur fyrir það. Það er líka bara frábært að spila með þessum frábæru kylfingum sem eru liðsfélagar mínir þessa vikuna. Ég er mjög spenntur fyrir komandi leikjum,“ sagði Gunnlaugur Árni í gær. Eins og fyrr segir spilaði Gunnlaugur Árni með Svíanum Algot Kleen í dag en þeir eru félagar úr Louisana State háskólanum í Bandaríkjunum, þar sem Gunnlaugur Árni hóf nám í ágúst: „Við höfum þekkst ágætlega lengi og mér finnst okkar leikstíll mjög svipaður og passa vel saman. Hann hefur verið sá helsti sem ég hef getað leitað til úti og hjálpað mér gríðarlega mikið að koma mér fyrir og líða vel í skólanum. Hann er alveg frábær,“ sagði Gunnlaugur Árni sem er staðráðinn í að halda áfram á sömu braut eftir að hafa orðið fremsti karlkylfingur Íslands á síðasta ári: „Ég myndi segja að aðalatriðið sé að halda þeirri vegferð áfram sem ég hef verið í með mínu teymi. Ég er mjög heppinn með fólkið í kringum mig og treysti þeim fyrir því sem þau gera best. Svo hefur það verið mikill lærdómur að fara til Bandaríkjanna í háskóla og vera innan um bestu leikmenn alla daga. Það hefur skilað góðum árangri.“ Golf Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira
Á mótinu mæta tólf fremstu áhugakylfingar Evrópu þeim tólf bestu frá Asíu og Eyjaálfu. Fyrsti dagur af þremur var í dag og náðu þeir Gunnlaugur Árni og Svíinn Algot Kleen að tryggja Evrópu sigur í einum leik í fjórbolta. Þeir töpuðu hins vegar í fjórmenningnum, en viðureignirnar voru við Pichaksin Maichon frá Taílandi og Zhou Ziqin frá Kína og þess má geta að Maichon er í 22. sæti heimslistans. Staðan í heildarstigakeppninni er jöfn, 5-5. Árangur Gunnlaugs Árna í dag, eftir óhemju skjótan uppgang á nýliðnu ári, er ekki síður athyglisverður vegna þess að hann var ekki með golfsettið sitt í undirbúningnum síðustu daga. Settið varð eftir á flugvellinum í Amsterdam og skilaði sér ekki fyrr en eftir æfingahring í gær. „Það hefur verið „öðruvísi“ að undirbúa sig án þess að hafa settið sitt. Ég ætlaði að vera sniðugur og mæta hingað degi fyrr en settið kom ekki svo þau plön fóru út um gluggann. En ég nýtti vikuna með lánssett, sem gerði lítið, og notaði líka kylfurnar frá liðsfélögunum sem voru mjög góðir með það. Svo voru fulltrúar Titleist hérna sem gerðu fyrir mig nýtt 3-tré og dræver, svo ég gat alla vega séð völlinn frá teignum,“ sagði Gunnlaugur Árni í gær, í viðtali við Golfsamband Evrópu, EGA. Viðtalið, sem tekið var upp í gær áður en mótið hófst, má sjá hér að neðan. Klippa: Gunnlaugur Árni í viðtali við EGA Gunnlaugur Árni er fyrsti Íslendingurinn til að spila fyrir Evrópu í Bonallack-bikarnum: „Það er mikill heiður að vera valinn til að spila fyrir land og heimsálfu, og ég er mjög þakklátur fyrir það. Það er líka bara frábært að spila með þessum frábæru kylfingum sem eru liðsfélagar mínir þessa vikuna. Ég er mjög spenntur fyrir komandi leikjum,“ sagði Gunnlaugur Árni í gær. Eins og fyrr segir spilaði Gunnlaugur Árni með Svíanum Algot Kleen í dag en þeir eru félagar úr Louisana State háskólanum í Bandaríkjunum, þar sem Gunnlaugur Árni hóf nám í ágúst: „Við höfum þekkst ágætlega lengi og mér finnst okkar leikstíll mjög svipaður og passa vel saman. Hann hefur verið sá helsti sem ég hef getað leitað til úti og hjálpað mér gríðarlega mikið að koma mér fyrir og líða vel í skólanum. Hann er alveg frábær,“ sagði Gunnlaugur Árni sem er staðráðinn í að halda áfram á sömu braut eftir að hafa orðið fremsti karlkylfingur Íslands á síðasta ári: „Ég myndi segja að aðalatriðið sé að halda þeirri vegferð áfram sem ég hef verið í með mínu teymi. Ég er mjög heppinn með fólkið í kringum mig og treysti þeim fyrir því sem þau gera best. Svo hefur það verið mikill lærdómur að fara til Bandaríkjanna í háskóla og vera innan um bestu leikmenn alla daga. Það hefur skilað góðum árangri.“
Golf Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira