Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Jón Þór Stefánsson skrifar 7. janúar 2025 23:29 Peter Yarrow er til vinstri, Mary Travers er í miðjunni, og Paul Stookey er hægra megin. Saman mynduðu þau Peter, Paul and Mary. Getty Peter Yarrow, meðlimur bandaríska þjóðlagatríósins goðsagnakennda Peter, Paul and Mary, lést á heimili sínu í Manhattan í New York borg í gær, 86 ára að aldri. Banamein hans var blöðrukrabbamein, en hann hafði glímt við það í fjögur ár. Mary Travers lést 72 ára gömul árið 2009. Og því er einungis einn meðlimur hljómsveitarinnar eftir á lífi. Það er Paul Stookey sem varð 87 ára á dögunum. Karlarnir tveir spiluðu báðir á gítar. Svo var Yarrow var tenórsöngvari sveitarinnar, Stookey var barítónröddin og Travers altsöngkona. Yarrow var lagahöfundur eins vinsælasta smells tríósins Puff the Magic Dragon. Texti lagsins byggði þó á ljóði vinar hans. Peter Paul og Mary voru gríðarlega vinsæl í upphafi sjöunda áratugs síðustu aldar. Þau áttu stóran þátt í endurvakningu vinsælda þjóðlagatónlistar í Bandaríkjunum sem átti sér stað á þessum árum. Bandið spilar saman árið 1983Getty Tvær ábreiður þeirra á lögum Bob Dylans árið 1963, Blowin’ in the Wind og Don’t Think Twice, It’s All Right stórjuku vinsældir Dylans, sem var um þær mundir að gefa út sína aðra plötu, Freewheelin' Bob Dylan, og átti langt í land með að verða Nóbelsskáld. Þetta sama ár, í ágúst, tóku þau þátt í frægri kröfugöngu í Washington-borg, þar sem Dr. Martin Luther King hélt ræðuna sem hefur verið kennd við orðin: „Ég á mér draum.“ Í kjölfar ræðunnar komu nokkrir tónlistarmenn fram, og þar á meðal voru Peter, Paul and Mary, sem sunguBlowin’ in the Wind. Tólf lög sveitarinnar komust á topp fjörutíu lista Billboard og þar af komust sex laga þeirra á topp tíu listann. Þar má nefna ábreiðu þeirra af lagi Johns Denver, Leavin’ on a Jet Plane. Þá komust fimm plötur þeirra á topp tíu lista Billboard, og þar af tvisvar í fyrsta sætið. Tríóið hætti að spila saman 1970 og þá reyndu þremenningarnir allir fyrir sér sem sólólistamenn. Þau komu aftur saman átta árum seinna og héldu hópinn þangað til Travers lést, líkt og áður segir árið 2009. Yarrow og Stookey hættu þó ekki og komu áfram fram saman. Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Mary Travers lést 72 ára gömul árið 2009. Og því er einungis einn meðlimur hljómsveitarinnar eftir á lífi. Það er Paul Stookey sem varð 87 ára á dögunum. Karlarnir tveir spiluðu báðir á gítar. Svo var Yarrow var tenórsöngvari sveitarinnar, Stookey var barítónröddin og Travers altsöngkona. Yarrow var lagahöfundur eins vinsælasta smells tríósins Puff the Magic Dragon. Texti lagsins byggði þó á ljóði vinar hans. Peter Paul og Mary voru gríðarlega vinsæl í upphafi sjöunda áratugs síðustu aldar. Þau áttu stóran þátt í endurvakningu vinsælda þjóðlagatónlistar í Bandaríkjunum sem átti sér stað á þessum árum. Bandið spilar saman árið 1983Getty Tvær ábreiður þeirra á lögum Bob Dylans árið 1963, Blowin’ in the Wind og Don’t Think Twice, It’s All Right stórjuku vinsældir Dylans, sem var um þær mundir að gefa út sína aðra plötu, Freewheelin' Bob Dylan, og átti langt í land með að verða Nóbelsskáld. Þetta sama ár, í ágúst, tóku þau þátt í frægri kröfugöngu í Washington-borg, þar sem Dr. Martin Luther King hélt ræðuna sem hefur verið kennd við orðin: „Ég á mér draum.“ Í kjölfar ræðunnar komu nokkrir tónlistarmenn fram, og þar á meðal voru Peter, Paul and Mary, sem sunguBlowin’ in the Wind. Tólf lög sveitarinnar komust á topp fjörutíu lista Billboard og þar af komust sex laga þeirra á topp tíu listann. Þar má nefna ábreiðu þeirra af lagi Johns Denver, Leavin’ on a Jet Plane. Þá komust fimm plötur þeirra á topp tíu lista Billboard, og þar af tvisvar í fyrsta sætið. Tríóið hætti að spila saman 1970 og þá reyndu þremenningarnir allir fyrir sér sem sólólistamenn. Þau komu aftur saman átta árum seinna og héldu hópinn þangað til Travers lést, líkt og áður segir árið 2009. Yarrow og Stookey hættu þó ekki og komu áfram fram saman.
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira