Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2025 18:02 Það gengur vel hjá Liverpool þessa dagana og ríkasti maður heims, Elon Musk, er nú sagðir hafa áhuga að eignast félagið. Getty/Tom Williams/Liverpool FC Faðir auðjöfursins Elon Musk segir son sinn hafa á áhuga á því að eignast enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Errol Musk talaði opinskátt um Liverpool áhuga sonar síns í nýju viðtali. „Já, hann myndi vilja kaupa Liverpool. Augljóslega. Allir vilja eignast Liverpool og ég líka,“ sagði Errol Musk í viðtali við Times Radio. Útvarpsmaðurinn spurði Musk hreint út vegna þess að bandariskir slúðurfjölmiðlar höfðu verið duglegir að fjalla um áhuga Musk á Liverpool. „Amma hans fæddist í Liverpool og við eigum ættingja í borginni. Við vorum svo lukkuleg að þekkja vel til Bítlanna af því að fólk úr fjölskyldunni ólst upp með þeim,“ sagði Musk. Express segir frá. „Ég get samt ekki staðfest það að hann ætli að kaupa félagið því þá munu þeir bara hækka verðið. Hann hefur samt áhuga en það þýðir samt ekki að hann ætli að kaupa,“ sagði Musk eldri. Elon Musk hefur verið afar áberandi síðan hann keypti Twitter og breytti samfélagsmiðlunum í X. Þá var hann lykilmaður þegar Donald Trump endurheimti forsetaembættið í Bandaríkjunum. Hann á líka fyrirtækin Tesla og SpaceX en nú horfir hann út fyrir Bandaríkin til að auka áhrif sín á alþjóðlegum vettvangi. Musk hefur vissulega efni á félaginu enda ríkasti maður heims. Hvort bandarískir eigendur Liverpool vilji selja er allt önnur saga. Þá mun verðið alltaf vera úrslitavaldur þear kemur að mögulegum kaupum. Liverpool er með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og er einnig á toppi Meistaradeildarinnar. Þetta gæti því orðið magnað tímabil fyrir félagið. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__) Enski boltinn Elon Musk Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
Errol Musk talaði opinskátt um Liverpool áhuga sonar síns í nýju viðtali. „Já, hann myndi vilja kaupa Liverpool. Augljóslega. Allir vilja eignast Liverpool og ég líka,“ sagði Errol Musk í viðtali við Times Radio. Útvarpsmaðurinn spurði Musk hreint út vegna þess að bandariskir slúðurfjölmiðlar höfðu verið duglegir að fjalla um áhuga Musk á Liverpool. „Amma hans fæddist í Liverpool og við eigum ættingja í borginni. Við vorum svo lukkuleg að þekkja vel til Bítlanna af því að fólk úr fjölskyldunni ólst upp með þeim,“ sagði Musk. Express segir frá. „Ég get samt ekki staðfest það að hann ætli að kaupa félagið því þá munu þeir bara hækka verðið. Hann hefur samt áhuga en það þýðir samt ekki að hann ætli að kaupa,“ sagði Musk eldri. Elon Musk hefur verið afar áberandi síðan hann keypti Twitter og breytti samfélagsmiðlunum í X. Þá var hann lykilmaður þegar Donald Trump endurheimti forsetaembættið í Bandaríkjunum. Hann á líka fyrirtækin Tesla og SpaceX en nú horfir hann út fyrir Bandaríkin til að auka áhrif sín á alþjóðlegum vettvangi. Musk hefur vissulega efni á félaginu enda ríkasti maður heims. Hvort bandarískir eigendur Liverpool vilji selja er allt önnur saga. Þá mun verðið alltaf vera úrslitavaldur þear kemur að mögulegum kaupum. Liverpool er með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og er einnig á toppi Meistaradeildarinnar. Þetta gæti því orðið magnað tímabil fyrir félagið. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__)
Enski boltinn Elon Musk Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira