Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2025 15:21 Egill Ólafsson í hlutverki Kristófers í kvikmyndinni Snerting. Lilja Jóns Tekjuhæsta mynd ársins 2024 í íslenskum kvikmyndahúsum var íslenska kvikmyndin Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks. Næst tekjuhæsta myndin var Hollywood ofurhetjumyndin Deadpool & Wolverine. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi rétthafa í sjónvarps og kvikmyndaiðnaði, FRÍSK. Þar kemur fram að Snerting hafi halað inn yfir hundrað milljónum króna í miðasölu en tæplega 45 þúsund kvikmyndahúsagestir mættu í bíó til að sjá stórleik Egils Ólafssonar. Myndin er gerð eftir metsölubók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Fram kemur í tilkynningu FRÍSK að myndin hafi hlotið frábæra dóma og sé á stuttlista Óskarsverðlaunahátíðarinnar yfir bestu myndirnar í flokki erlendra kvikmynda. Í öðru sæti er svo eins og áður segir ofurhetjumyndin Deadpool & Wolverine sem dró kvikmyndagesti að en þar mátti sjá tvær af vinsælustu ofurhetjum heims sameinast á hvíta tjaldinu. Kvikmyndin þénaði yfir 97 milljónir króna en yfir 50 þúsund manns fóru í kvikmyndahús til að sjá ofurhetjurnar tvær sameinast í baráttu sinni gegn illum öflum. Tvær aðrar íslenskar myndir á lista Í þriðja sæti listans var það svo teiknimyndin hugljúfa, Inside Out 2. Kvikmyndin sem kemur frá framleiðslufyrirtækinu Disney / Pixar þótti ekkert gefa fyrri myndinni eftir og fangaði hug og hjörtu kvikmyndagesta út um heim allan. Inside Out 2 þénaði yfir 85 milljónir króna hérlendis ásamt því að taka á móti rúmlega 55 þúsund manns í kvikmyndahúsum landsins. Ásamt Snertingu rötuðu tvær aðrar íslenskar kvikmyndir i inn á listann yfir 20 tekjuhæstu kvikmyndir ársins en 12 íslensk verk voru sýnd í kvikmyndahúsum á árinu. Kvikmyndin Ljósvíkingar í leikstjórn Snævars Sölva Sölvasonar, komst í 10. sæti aðsóknarlistans með yfir 38 milljónir króna í tekjur en yfir 17 þúsund manns sáu myndina í kvikmyndahúsum. Rétt á eftir Ljósvíkingum og í 11. sæti aðsóknarlistans var kvikmyndin Fullt hús. Kvikmyndin í leikstjórn Sigurjóns Kjartansson þénaði tæpar 36 milljónir króna þar sem yfir 17 þúsund manns sáu myndina. Heildartekjur af íslenskum verkum á árinu voru rúmar 217 milljónir króna samanborið við rúmar 285 milljónir króna árið 2023. Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2024 Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi rétthafa í sjónvarps og kvikmyndaiðnaði, FRÍSK. Þar kemur fram að Snerting hafi halað inn yfir hundrað milljónum króna í miðasölu en tæplega 45 þúsund kvikmyndahúsagestir mættu í bíó til að sjá stórleik Egils Ólafssonar. Myndin er gerð eftir metsölubók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Fram kemur í tilkynningu FRÍSK að myndin hafi hlotið frábæra dóma og sé á stuttlista Óskarsverðlaunahátíðarinnar yfir bestu myndirnar í flokki erlendra kvikmynda. Í öðru sæti er svo eins og áður segir ofurhetjumyndin Deadpool & Wolverine sem dró kvikmyndagesti að en þar mátti sjá tvær af vinsælustu ofurhetjum heims sameinast á hvíta tjaldinu. Kvikmyndin þénaði yfir 97 milljónir króna en yfir 50 þúsund manns fóru í kvikmyndahús til að sjá ofurhetjurnar tvær sameinast í baráttu sinni gegn illum öflum. Tvær aðrar íslenskar myndir á lista Í þriðja sæti listans var það svo teiknimyndin hugljúfa, Inside Out 2. Kvikmyndin sem kemur frá framleiðslufyrirtækinu Disney / Pixar þótti ekkert gefa fyrri myndinni eftir og fangaði hug og hjörtu kvikmyndagesta út um heim allan. Inside Out 2 þénaði yfir 85 milljónir króna hérlendis ásamt því að taka á móti rúmlega 55 þúsund manns í kvikmyndahúsum landsins. Ásamt Snertingu rötuðu tvær aðrar íslenskar kvikmyndir i inn á listann yfir 20 tekjuhæstu kvikmyndir ársins en 12 íslensk verk voru sýnd í kvikmyndahúsum á árinu. Kvikmyndin Ljósvíkingar í leikstjórn Snævars Sölva Sölvasonar, komst í 10. sæti aðsóknarlistans með yfir 38 milljónir króna í tekjur en yfir 17 þúsund manns sáu myndina í kvikmyndahúsum. Rétt á eftir Ljósvíkingum og í 11. sæti aðsóknarlistans var kvikmyndin Fullt hús. Kvikmyndin í leikstjórn Sigurjóns Kjartansson þénaði tæpar 36 milljónir króna þar sem yfir 17 þúsund manns sáu myndina. Heildartekjur af íslenskum verkum á árinu voru rúmar 217 milljónir króna samanborið við rúmar 285 milljónir króna árið 2023.
Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2024 Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira