Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2025 12:15 Þúsundir gesta skemmtu sér í allt að sex daga á ólöglegu „megareifi“ í Ciudad Real á Spáni frá áramótunum til þrettándans. Vísir/Getty Allir eldar brenna út um síðir, meira að segja sex daga ólöglega „megareifið“ sem hafði staðið samfleytt frá því á gamlársdag í Ciudad Real á Spáni. Um fimm þúsund manns sóttu reifið sem var haldið án nokkurra leyfa en lögregla vogaði sér ekki að leysa upp. Gleðskapurinn hófst á iðnaðarsvæði nærri flugvellinum í Ciudad Real, um 190 kílómetra suður af höfuðborginni Madrid, síðdegis á gamlársdag. Boðað var til hans á samfélagsmiðlum undir heitinu „Big fucking party“. Þúsundir manna dilluðu sér þar við dúndrandi, og stanslausa, teknótónlist við nokkur svið sem voru sett upp þar sem plötusnúðar þeyttu skífum. Þrátt fyrir að reifið væri skipulagt eins og tónlistarhátíð með matar- og sölutjöldum af ýmsu tagi var það haldið án leyfa og í trássi við borgaryfirvöld. Sjónvarpsstöðin Antena 3 segir að skipuleggjendurnir séu óþekktir. Gestir fengu ekki að vita staðsetninguna fyrr en á síðustu stundu í gegnum samfélagsmiðla eins og Telegram og Whatsapp. Fjöldi lögreglumanna fylgdist með úr fjarlægð en yfirvöld kusu að skakka ekki leikinn þrátt fyrir að ómur af tónlistinni bærist allt að fimmtán kílómetra leið og gleðskapurinn stæði yfir í hátt í viku. Lögreglan segir að tíu hafi verið handteknir í tengslum við hátíðina og 65 kærur verið lagðar fram, meðal annars vegna fíkniefna og vopnaburðar. Engin alvarleg mál hafi þó komið upp. Ung kona virðist stíga dansspor á meðan aðrir hátíðargestir kúldrast á útihátðinni Big Fucking Party í Ciudad Real.Vísir/Getty Um fimm þúsund manns sóttu reifið þegar mest lét en hópurinn hafði þynnst töluvert undanfarna daga. Síðustu gestir byrjuðu þó ekki að tínast heim til sín fyrr en í gær, á síðasta degi jóla, að sögn spænsku fréttaveitunnar EFE. Hátíðin hafði þá staðið yfir í 150 klukkustundir samfellt. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem „megareifið“ var haldið. Ólöglegar tónlistarhátiðir undir sama nafni voru haldnar í Murcia og Granada síðustu tvenn áramót. Spánn Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Sjá meira
Gleðskapurinn hófst á iðnaðarsvæði nærri flugvellinum í Ciudad Real, um 190 kílómetra suður af höfuðborginni Madrid, síðdegis á gamlársdag. Boðað var til hans á samfélagsmiðlum undir heitinu „Big fucking party“. Þúsundir manna dilluðu sér þar við dúndrandi, og stanslausa, teknótónlist við nokkur svið sem voru sett upp þar sem plötusnúðar þeyttu skífum. Þrátt fyrir að reifið væri skipulagt eins og tónlistarhátíð með matar- og sölutjöldum af ýmsu tagi var það haldið án leyfa og í trássi við borgaryfirvöld. Sjónvarpsstöðin Antena 3 segir að skipuleggjendurnir séu óþekktir. Gestir fengu ekki að vita staðsetninguna fyrr en á síðustu stundu í gegnum samfélagsmiðla eins og Telegram og Whatsapp. Fjöldi lögreglumanna fylgdist með úr fjarlægð en yfirvöld kusu að skakka ekki leikinn þrátt fyrir að ómur af tónlistinni bærist allt að fimmtán kílómetra leið og gleðskapurinn stæði yfir í hátt í viku. Lögreglan segir að tíu hafi verið handteknir í tengslum við hátíðina og 65 kærur verið lagðar fram, meðal annars vegna fíkniefna og vopnaburðar. Engin alvarleg mál hafi þó komið upp. Ung kona virðist stíga dansspor á meðan aðrir hátíðargestir kúldrast á útihátðinni Big Fucking Party í Ciudad Real.Vísir/Getty Um fimm þúsund manns sóttu reifið þegar mest lét en hópurinn hafði þynnst töluvert undanfarna daga. Síðustu gestir byrjuðu þó ekki að tínast heim til sín fyrr en í gær, á síðasta degi jóla, að sögn spænsku fréttaveitunnar EFE. Hátíðin hafði þá staðið yfir í 150 klukkustundir samfellt. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem „megareifið“ var haldið. Ólöglegar tónlistarhátiðir undir sama nafni voru haldnar í Murcia og Granada síðustu tvenn áramót.
Spánn Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Sjá meira