Messi skrópaði í Hvíta húsið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2025 07:31 Lionel Messi hafði ekki tíma fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta. Getty/Federico Peretti Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi var gagnrýndur fyrir að láta ekki sjá sig þegar Joe Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseti, ætlaði að sæma hann bandarísku forsetaorðunni. Orðan sem ber nafnið „Presidential Medal of Freedom“ er mesta viðurkenningin sem almennur borgari getur öðlast í Bandaríkjunum. Messi fékk hana í ár ásamt körfuboltagoðsögninni Earvin „Magic“ Johnson og tónlistarmanninum Bono úr U2. Annika Sörenstam, Michael Jordan og Tiger Woods hafa öll fengið þessa orðu í gegnum tíðina. Messi hefur ekki verið lengi í Bandaríkjunum en hann gekk til liðs við Inter Miami sumarið 2023. Hann fær orðuna engu að síður fyrir það sem hann hefur gert fyrir bandaríska fótboltann. Athöfnin fór fram í Hvíta húsinu en Messi skrópaði á hana. Bono og Magic voru aftur á móti báðir mættir. Argentínumaðurinn lét þó vita af því áður að hann kæmist ekki til Washington DC. Aftonbladet segir frá. Það var vissulega umdeilanlegt að sæma Messi þessari orðu eftir svo stuttan tíma í landinu en skróp hans ýtti síðan undir frekari gagnrýni. Alexi Lalas, fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna, var mjög ósáttur við Messi. „Já það var fáránlegt að láta Messi fá þessa orðu en ef þú ætlar að taka við henni þá verður þú að finna leið til að koma þér til Washington DC,“ skrifaði Lalas á samfélagasmiðilinn X. Messi hefur skorað 34 mörk í 39 leikjum fyrir Inter Miami. Liðið varð deildarmeistari og setti stigamet en datt síðan út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður MLS deildarinnar. Yes. It was ridiculous and strange to award it to Messi. But if you're going to accept the honor, then find a way to be in DC. https://t.co/tJRxUDoTOy— Alexi Lalas (@AlexiLalas) January 5, 2025 Bandaríski fótboltinn Joe Biden Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Orðan sem ber nafnið „Presidential Medal of Freedom“ er mesta viðurkenningin sem almennur borgari getur öðlast í Bandaríkjunum. Messi fékk hana í ár ásamt körfuboltagoðsögninni Earvin „Magic“ Johnson og tónlistarmanninum Bono úr U2. Annika Sörenstam, Michael Jordan og Tiger Woods hafa öll fengið þessa orðu í gegnum tíðina. Messi hefur ekki verið lengi í Bandaríkjunum en hann gekk til liðs við Inter Miami sumarið 2023. Hann fær orðuna engu að síður fyrir það sem hann hefur gert fyrir bandaríska fótboltann. Athöfnin fór fram í Hvíta húsinu en Messi skrópaði á hana. Bono og Magic voru aftur á móti báðir mættir. Argentínumaðurinn lét þó vita af því áður að hann kæmist ekki til Washington DC. Aftonbladet segir frá. Það var vissulega umdeilanlegt að sæma Messi þessari orðu eftir svo stuttan tíma í landinu en skróp hans ýtti síðan undir frekari gagnrýni. Alexi Lalas, fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna, var mjög ósáttur við Messi. „Já það var fáránlegt að láta Messi fá þessa orðu en ef þú ætlar að taka við henni þá verður þú að finna leið til að koma þér til Washington DC,“ skrifaði Lalas á samfélagasmiðilinn X. Messi hefur skorað 34 mörk í 39 leikjum fyrir Inter Miami. Liðið varð deildarmeistari og setti stigamet en datt síðan út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður MLS deildarinnar. Yes. It was ridiculous and strange to award it to Messi. But if you're going to accept the honor, then find a way to be in DC. https://t.co/tJRxUDoTOy— Alexi Lalas (@AlexiLalas) January 5, 2025
Bandaríski fótboltinn Joe Biden Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira