Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 12:00 Michael van Gerwen mætir Callan Rydz í átta manna úrslitum í dag. Vísir/Getty Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti fara fram í Alexandra Palace í London í dag. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen verður þar í eldlínunni en hann skaut fast á Peter „Snakebite“ Wright og ungstirnið Luke Littler fyrir viðureignir dagsins. Margir bíða spenntir eftir átta manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti sem fara fram í Alexandra Palace í dag og kvöld. Heimsmeistarinn Luke Humphries er úr leik eftir tap gegn hinum gamalreynda Peter „Snakebite“ Wright en Wright mætir Stephen Bunting í kvöld. Luke Littler og Nathan Aspinall mætast einnig í kvöld en átta manna úrslitin hefjast klukkan 12:30 þar sem Chris Dobey mætir Gerwyn Price og Michael van Gerwen keppir við Callan Rydz. Allar viðureignirnar verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Þrefaldi heimsmeistarinn van Gerwen er af mörgum talinn sigurstranglegur á mótinu en hann skaut fast á Peter Wright fyrir viðureignir dagsins og tjáði sig sömuleiðis um frammistöðu hins sautján ára gamla Littler á mótinu til þessa. „Á hverju ári á heimsmeistaramótinu segir hann svo mikla vitleysu,“ sagði van Gerwen um Wright en sá síðarnefndi sagði eftir sigurinn gegn Luke Humphries að andstæðingur van Gerwen, Callan Rydz, væri sigurstranglegastur á mótinu og að hann sjálfur væri til í að spila eins og hann. „Hann fær alltaf að segja eitthvað bull. Það tekur hann enginn alvarlega á mótaröðinni heldur því hann fær ekki að hafa skoðun heima hjá sér,“ hélt van Gerwen áfram og virðist ekki vera mikill aðdáandi hins skrautlega Wright. „Margir búast við miklu af honum“ Fari Michael van Gerwen alla leið í úrslitaleik heimsmeistaramótsins gæti hann mætt Luke Littler í úrslitunum. Littler tapaði úrslitaleiknum gegn Luke Humphries í fyrra en Littler er fæddur árið 2007 og hefur komið eins og stormsveipur hinn í pílukastheiminn. Littler hefur tapað fimm settum á mótinu, aðeins einu færra en hann gerði í leikjum sínum fram að úrslitaleiknum á mótinu í fyrra. „Ég held að vonbrigði mótsins hingað til sé Luke Littler,“ sagði van Gerwen. „Margir búast við miklu af honum, það er ástæðan fyrir því að hann er ekki 100%.“ Pílukast Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Sjá meira
Margir bíða spenntir eftir átta manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti sem fara fram í Alexandra Palace í dag og kvöld. Heimsmeistarinn Luke Humphries er úr leik eftir tap gegn hinum gamalreynda Peter „Snakebite“ Wright en Wright mætir Stephen Bunting í kvöld. Luke Littler og Nathan Aspinall mætast einnig í kvöld en átta manna úrslitin hefjast klukkan 12:30 þar sem Chris Dobey mætir Gerwyn Price og Michael van Gerwen keppir við Callan Rydz. Allar viðureignirnar verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Þrefaldi heimsmeistarinn van Gerwen er af mörgum talinn sigurstranglegur á mótinu en hann skaut fast á Peter Wright fyrir viðureignir dagsins og tjáði sig sömuleiðis um frammistöðu hins sautján ára gamla Littler á mótinu til þessa. „Á hverju ári á heimsmeistaramótinu segir hann svo mikla vitleysu,“ sagði van Gerwen um Wright en sá síðarnefndi sagði eftir sigurinn gegn Luke Humphries að andstæðingur van Gerwen, Callan Rydz, væri sigurstranglegastur á mótinu og að hann sjálfur væri til í að spila eins og hann. „Hann fær alltaf að segja eitthvað bull. Það tekur hann enginn alvarlega á mótaröðinni heldur því hann fær ekki að hafa skoðun heima hjá sér,“ hélt van Gerwen áfram og virðist ekki vera mikill aðdáandi hins skrautlega Wright. „Margir búast við miklu af honum“ Fari Michael van Gerwen alla leið í úrslitaleik heimsmeistaramótsins gæti hann mætt Luke Littler í úrslitunum. Littler tapaði úrslitaleiknum gegn Luke Humphries í fyrra en Littler er fæddur árið 2007 og hefur komið eins og stormsveipur hinn í pílukastheiminn. Littler hefur tapað fimm settum á mótinu, aðeins einu færra en hann gerði í leikjum sínum fram að úrslitaleiknum á mótinu í fyrra. „Ég held að vonbrigði mótsins hingað til sé Luke Littler,“ sagði van Gerwen. „Margir búast við miklu af honum, það er ástæðan fyrir því að hann er ekki 100%.“
Pílukast Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Sjá meira