Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 08:03 Albert Guðmundsson og Edoardo Bove komu báðir til Fiorentina í sumar. Getty/Gabriele Maltinti Albert Guðmundsson verður á ferðinni með Fiorentina gegn Udinese í kvöld, í síðasta heimaleik Fiorentina á þessu ári. Búast má við að vel verði klappað fyrir Edoardo Bove sem snýr aftur á Artemio Franchi leikvanginn eftir að hafa farið í hjartastopp. Bove hneig niður í leik gegn Inter þann 1. desember og var óttast um líf hans. Leiknum var hætt og þessi 22 ára miðjumaður var fluttur í skyndi á sjúkrahús en var byrjaður að anda að nýju þegar hann kom upp í sjúkrabílinn. Bjargráður hefur nú verið græddur í Bove en það er lækningatæki sem notað er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir, og getur þannig bjargað fólki ef það fer í hjartastopp. Hann var svo útskrifaður af sjúkrahúsinu og fékk um þarsíðustu helgi að hitta liðsfélaga sína að nýju, og var að vonum vel fagnað. INSIEME💜⚜️ pic.twitter.com/nfkdXzQNzP— ACF Fiorentina (@acffiorentina) December 14, 2024 Bove verður svo gestur á heimaleiknum gegn Udinese í kvöld þar sem Fiorentina gæti með sigri jafnað Lazio og mögulega Inter að stigum. Fiorentina er í 5. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 15 leiki, en á tvo leiki til góða á efstu liðin Atalanta (40 stig) og Napoli (38 stig). Þessi 22 ára leikmaður kom líkt og Albert til Fiorentina í sumar, að láni frá Roma með möguleika á kaupum. Hann hafði skorað eitt mark og átt fjórar stoðsendingar í fjórtán leikjum fyrir Fiorentina. Reglur ítölsku A-deildarinnar í fótbolta banna Bove að spila með bjargráð. Hægt er að fjarlægja tækið en Bove gæti einnig farið þá leið að spila annars staðar, líkt og Daninn Christian Eriksen sem fór til Englands og leikur nú með Manchester United. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Fótboltamaðurinn Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, er á réttri braut eftir að hafa hnigið niður í leik gegn Inter 1. desember. 10. desember 2024 08:31 Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Stöðva þurfti leik Firoentina og Inter er liðin mættust í Serie A á Ítalíu í dag eftir að Edoardo Bove hneig niður snemma leiks. 1. desember 2024 18:54 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Bove hneig niður í leik gegn Inter þann 1. desember og var óttast um líf hans. Leiknum var hætt og þessi 22 ára miðjumaður var fluttur í skyndi á sjúkrahús en var byrjaður að anda að nýju þegar hann kom upp í sjúkrabílinn. Bjargráður hefur nú verið græddur í Bove en það er lækningatæki sem notað er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir, og getur þannig bjargað fólki ef það fer í hjartastopp. Hann var svo útskrifaður af sjúkrahúsinu og fékk um þarsíðustu helgi að hitta liðsfélaga sína að nýju, og var að vonum vel fagnað. INSIEME💜⚜️ pic.twitter.com/nfkdXzQNzP— ACF Fiorentina (@acffiorentina) December 14, 2024 Bove verður svo gestur á heimaleiknum gegn Udinese í kvöld þar sem Fiorentina gæti með sigri jafnað Lazio og mögulega Inter að stigum. Fiorentina er í 5. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 15 leiki, en á tvo leiki til góða á efstu liðin Atalanta (40 stig) og Napoli (38 stig). Þessi 22 ára leikmaður kom líkt og Albert til Fiorentina í sumar, að láni frá Roma með möguleika á kaupum. Hann hafði skorað eitt mark og átt fjórar stoðsendingar í fjórtán leikjum fyrir Fiorentina. Reglur ítölsku A-deildarinnar í fótbolta banna Bove að spila með bjargráð. Hægt er að fjarlægja tækið en Bove gæti einnig farið þá leið að spila annars staðar, líkt og Daninn Christian Eriksen sem fór til Englands og leikur nú með Manchester United.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Fótboltamaðurinn Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, er á réttri braut eftir að hafa hnigið niður í leik gegn Inter 1. desember. 10. desember 2024 08:31 Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Stöðva þurfti leik Firoentina og Inter er liðin mættust í Serie A á Ítalíu í dag eftir að Edoardo Bove hneig niður snemma leiks. 1. desember 2024 18:54 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Fótboltamaðurinn Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, er á réttri braut eftir að hafa hnigið niður í leik gegn Inter 1. desember. 10. desember 2024 08:31
Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Stöðva þurfti leik Firoentina og Inter er liðin mættust í Serie A á Ítalíu í dag eftir að Edoardo Bove hneig niður snemma leiks. 1. desember 2024 18:54