„Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2024 09:02 Michael van Gerwen fagnar sigrinum á James Hurrell í gærkvöldi. Getty/ James Fearn Hollendingurinn Michael van Gerwen tryggði sér sæti í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílu í Ally Pally í gærkvöldi með sannfærandi sigri á James Hurrell 3-0. Van Gerwen er þrefaldur heimsmeistari en hefur ekki unnið titilinn í fimm ár. Hann byrjar mótið í ár vel en í fyrra datt hann út í átta manna úrslitunum og árið á undan komst hann í úrslitaleikinn en tapaði fyrir Michael Smith. „Ég spilaði svona allt í lagi. Auðvitað var ég dálítið stressaður því þetta hefur verið erfitt ár fyrir mig,“ sagði Van Gerwen við Sky Sports eftir sigurinn. „Það tekur alltaf frá þér orku og þú þarft því meira af henni. Heilt yfir þá var þetta góð frammistaða. Ég var fullur sjálfstrausts. Ég vann leikinn og það er það sem skiptir mestu máli,“ sagði Van Gerwen. „Hurrell er ekki sá fljótasti að spila og ég varð að reyna að halda mínum hraða. Þetta var ekkert stórkostlegt en mér er sama því ég vann leikinn,“ sagði Van Gerwen sem var spurður út í tempóið í spilamennsku mótherjans. Hurrell spilar hægt sem getur verið pirrandi. „Stundum þarftu að finna leið til að slaka á. Stundum er það erfiða í þessu,“ sagði Van Gerwen en hvað með James Hurrell? „Hann er frábær leikmaður en þetta var ekki hans kvöld. Þetta var ekki mitt kvöld heldur. Þetta er bara byrjunin hjá mér því það er von á meiru,“ sagði Van Gerwen. Í öðrum leikjum kvöldsins vann Florian Hempel 3-1 sigur á Jeffrey de Zwaan, Dylan Slevin vann 3-1 sigur á William O'Connor og Mickey Mansell vann 3-1 sigur á Tomoya Goto. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram í dag og verða tvær útsendingar á Vodafone Sport. Fyrri hluti sjöunda keppnisdagsins hefst klukkan 12.30 en sá seinni klukkan 18.55. Öll úrslitin föstudagsins á HM í pílukasti: - Hádegishluti - Fyrsta umferð Stephen Burton 0-3 Alexander Merkx Wessel Nijman 3-2 Cameron Carolissen Ian White - Sandro Eric Sosing (Sosing keppti ekki vegna veikinda) Önnur umferð Stephen Bunting 3-1 Kai Gotthardt - Kvöldhluti - Fyrsta umferð Mickey Mansell 3-1 Tomoya Goto Florian Hempel 3-1 Jeffrey de Zwaan William O'Connor 1-3 Dylan Slevin Önnur umferð Michael van Gerwen 3-0 James Hurrell Pílukast Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Van Gerwen er þrefaldur heimsmeistari en hefur ekki unnið titilinn í fimm ár. Hann byrjar mótið í ár vel en í fyrra datt hann út í átta manna úrslitunum og árið á undan komst hann í úrslitaleikinn en tapaði fyrir Michael Smith. „Ég spilaði svona allt í lagi. Auðvitað var ég dálítið stressaður því þetta hefur verið erfitt ár fyrir mig,“ sagði Van Gerwen við Sky Sports eftir sigurinn. „Það tekur alltaf frá þér orku og þú þarft því meira af henni. Heilt yfir þá var þetta góð frammistaða. Ég var fullur sjálfstrausts. Ég vann leikinn og það er það sem skiptir mestu máli,“ sagði Van Gerwen. „Hurrell er ekki sá fljótasti að spila og ég varð að reyna að halda mínum hraða. Þetta var ekkert stórkostlegt en mér er sama því ég vann leikinn,“ sagði Van Gerwen sem var spurður út í tempóið í spilamennsku mótherjans. Hurrell spilar hægt sem getur verið pirrandi. „Stundum þarftu að finna leið til að slaka á. Stundum er það erfiða í þessu,“ sagði Van Gerwen en hvað með James Hurrell? „Hann er frábær leikmaður en þetta var ekki hans kvöld. Þetta var ekki mitt kvöld heldur. Þetta er bara byrjunin hjá mér því það er von á meiru,“ sagði Van Gerwen. Í öðrum leikjum kvöldsins vann Florian Hempel 3-1 sigur á Jeffrey de Zwaan, Dylan Slevin vann 3-1 sigur á William O'Connor og Mickey Mansell vann 3-1 sigur á Tomoya Goto. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram í dag og verða tvær útsendingar á Vodafone Sport. Fyrri hluti sjöunda keppnisdagsins hefst klukkan 12.30 en sá seinni klukkan 18.55. Öll úrslitin föstudagsins á HM í pílukasti: - Hádegishluti - Fyrsta umferð Stephen Burton 0-3 Alexander Merkx Wessel Nijman 3-2 Cameron Carolissen Ian White - Sandro Eric Sosing (Sosing keppti ekki vegna veikinda) Önnur umferð Stephen Bunting 3-1 Kai Gotthardt - Kvöldhluti - Fyrsta umferð Mickey Mansell 3-1 Tomoya Goto Florian Hempel 3-1 Jeffrey de Zwaan William O'Connor 1-3 Dylan Slevin Önnur umferð Michael van Gerwen 3-0 James Hurrell
Öll úrslitin föstudagsins á HM í pílukasti: - Hádegishluti - Fyrsta umferð Stephen Burton 0-3 Alexander Merkx Wessel Nijman 3-2 Cameron Carolissen Ian White - Sandro Eric Sosing (Sosing keppti ekki vegna veikinda) Önnur umferð Stephen Bunting 3-1 Kai Gotthardt - Kvöldhluti - Fyrsta umferð Mickey Mansell 3-1 Tomoya Goto Florian Hempel 3-1 Jeffrey de Zwaan William O'Connor 1-3 Dylan Slevin Önnur umferð Michael van Gerwen 3-0 James Hurrell
Pílukast Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Sjá meira