Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2024 15:33 Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn hefur ekki áður verið kært til lögreglu vegna rannsóknar þar. Vísir/EPA Rannsóknasiðanefnd Danmerkur hefur kært ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn og lækni vegna rannsóknar á ungum drengjum. Upp komst um ágalla á rannsókninni þegar þurfti að skrá hana í nýtt samevrópskt kerfi. Rannsóknin, sem var gerð á barnaskurðstofu ríkissjúkrahússins, fólst í tilraunum með hvort að nýtt lyf gæti aukið framtíðarfrjósemi ungra drengja sem hefðu gengist undir skurðaðgerð vegna eistna sem hafa ekki gengið niður. Fimmtán börn yngri en tveggja ára tóku þátt í rannsókninni sem hófst í maí 2022, að sögn danska ríkisútvarpsins. Danska lyfjastofnunin stöðvaði rannsóknina eftir að hún taldi 28 brot á reglum hafa átt sér stað. Börnum hefði þannig verið gefin saltvatnslausn sem lyfleysa sem var framleidd án tilskilinna leyfa og tilraunalyf sem var útrunnið. Malene Fischer, rannsóknastjóri ríkissjúkrahússins, segir að börnin í rannsókninni hafi fengið nefsprey sem innihélt ýmist tilraunalyfið eða saltvatnslausn. Foreldrar áttu að gefa börnum sínum spreyið á hverjum degi í nokkrar vikur. Engum meint af Yfirlæknir sem starfaði við ríkissjúkrahúsið stýrði rannsókninni. Rannsóknasiðanefndin segir að hann starfi ekki þar lengur. Hann var einnig kærður til lögreglu. Nefndin segir að einu sinni áður hafi aðstandendur rannsóknar verið kærðir til lögreglu. Það var árið 2020 en nefndin gefur ekki upp út á hvað hún gekk. Fischer segist ekki kunnugt um að sjúkrahúsið hafi áður verið kært vegna heilbrigðisrannsóknar. Sjúkrahúsið taki málið alvarlega og hafi beðið börnin og foreldrana sem tóku þátt í rannsókninni afsökunar. Engu að síður benda gögn sjúkrahússins ekki til þess að nokkru barnanna hafi orðið meint af tilrauninni. Þeim verða þó greiddar bætur. Ríkissjúkrahúsið fór yfir allar þær 65 lyfjatilraunir sem standa þar yfir en fann enga ágalla á þeim. Danmörk Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Rannsóknin, sem var gerð á barnaskurðstofu ríkissjúkrahússins, fólst í tilraunum með hvort að nýtt lyf gæti aukið framtíðarfrjósemi ungra drengja sem hefðu gengist undir skurðaðgerð vegna eistna sem hafa ekki gengið niður. Fimmtán börn yngri en tveggja ára tóku þátt í rannsókninni sem hófst í maí 2022, að sögn danska ríkisútvarpsins. Danska lyfjastofnunin stöðvaði rannsóknina eftir að hún taldi 28 brot á reglum hafa átt sér stað. Börnum hefði þannig verið gefin saltvatnslausn sem lyfleysa sem var framleidd án tilskilinna leyfa og tilraunalyf sem var útrunnið. Malene Fischer, rannsóknastjóri ríkissjúkrahússins, segir að börnin í rannsókninni hafi fengið nefsprey sem innihélt ýmist tilraunalyfið eða saltvatnslausn. Foreldrar áttu að gefa börnum sínum spreyið á hverjum degi í nokkrar vikur. Engum meint af Yfirlæknir sem starfaði við ríkissjúkrahúsið stýrði rannsókninni. Rannsóknasiðanefndin segir að hann starfi ekki þar lengur. Hann var einnig kærður til lögreglu. Nefndin segir að einu sinni áður hafi aðstandendur rannsóknar verið kærðir til lögreglu. Það var árið 2020 en nefndin gefur ekki upp út á hvað hún gekk. Fischer segist ekki kunnugt um að sjúkrahúsið hafi áður verið kært vegna heilbrigðisrannsóknar. Sjúkrahúsið taki málið alvarlega og hafi beðið börnin og foreldrana sem tóku þátt í rannsókninni afsökunar. Engu að síður benda gögn sjúkrahússins ekki til þess að nokkru barnanna hafi orðið meint af tilrauninni. Þeim verða þó greiddar bætur. Ríkissjúkrahúsið fór yfir allar þær 65 lyfjatilraunir sem standa þar yfir en fann enga ágalla á þeim.
Danmörk Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira