Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2024 07:01 Lamine Yamal og Lionel Messi komu báðir ungir inn hjá Barcelona og urðu nánast um leið algjörir lykilmenn liðsins. Getty/ Jürgen Fromme/David Ramos Lionel Messi ýtti undir samanburð sinn við Barcelona strákinn Lamine Yamal. Allt síðan að myndirnar birtust af Messi baða Yamal sem smábarn þá hefur samanburðarhjalið alltaf hækkað og hækkað. Yamal hefur síðan spilað frábærlega með Barcelona og spænska landsliðinu og hefur alla hæfileika til að ná mjög langt. Messi var spurður út í unga fótboltamenn á samkomu í höfuðstöðvum Adidas í Herzogenaurach. „Það er mjög góð kynslóð fótboltamanna að koma upp og þetta eru fótboltamenn sem eiga mörg góð ár fyrir höndum,“ sagði Messi. En hver er sá leikmaður sem Messi sér sjálfan sig í? „Ef ég yrði að velja einhvern, bæði út frá aldri og framtíð sinni, þá hef ég heyrt að menn séu að nefna Lamine Yamal. Hann er líka þessi leikmaður í mínum augum án nokkurs vafa,“ sagði Messi. „Ég er líka sammála því að þetta mun ráðast á honum sjálfum en einnig mörgum öðrum hlutum. Hann er að koma sterkur upp núna og hann á glæsta framtíð fyrir sér,“ sagði Messi. Messi er nú 37 ára gamall og enn að spila. Hann yfirgaf Barcelona árið 2021 eftir að hafa unnið 34 titla á 21 ári. Yamal er sautján ára og var kosinn bestu ungi leikmaðurinn á EM. Yamal er með fimm mörk og tíu stoðsendingar í fimmtán deildarleikjum á tímabilinu. Eins og Barcelona byggði upp lið sitt í kringum Messi á sínum tíma þá er líklegt að Yamal fari fyrir liðinu á næstu árum. Messi óskar þess að það gangi vel hjá hans gamla félagi. „Ég myndi elska það að sjá Barcelona vinna spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina líka. Í það minnsta að vera með í baráttunni allt til loka á þeim árum sem þeir vinna ekki,“ sagði Messi. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Allt síðan að myndirnar birtust af Messi baða Yamal sem smábarn þá hefur samanburðarhjalið alltaf hækkað og hækkað. Yamal hefur síðan spilað frábærlega með Barcelona og spænska landsliðinu og hefur alla hæfileika til að ná mjög langt. Messi var spurður út í unga fótboltamenn á samkomu í höfuðstöðvum Adidas í Herzogenaurach. „Það er mjög góð kynslóð fótboltamanna að koma upp og þetta eru fótboltamenn sem eiga mörg góð ár fyrir höndum,“ sagði Messi. En hver er sá leikmaður sem Messi sér sjálfan sig í? „Ef ég yrði að velja einhvern, bæði út frá aldri og framtíð sinni, þá hef ég heyrt að menn séu að nefna Lamine Yamal. Hann er líka þessi leikmaður í mínum augum án nokkurs vafa,“ sagði Messi. „Ég er líka sammála því að þetta mun ráðast á honum sjálfum en einnig mörgum öðrum hlutum. Hann er að koma sterkur upp núna og hann á glæsta framtíð fyrir sér,“ sagði Messi. Messi er nú 37 ára gamall og enn að spila. Hann yfirgaf Barcelona árið 2021 eftir að hafa unnið 34 titla á 21 ári. Yamal er sautján ára og var kosinn bestu ungi leikmaðurinn á EM. Yamal er með fimm mörk og tíu stoðsendingar í fimmtán deildarleikjum á tímabilinu. Eins og Barcelona byggði upp lið sitt í kringum Messi á sínum tíma þá er líklegt að Yamal fari fyrir liðinu á næstu árum. Messi óskar þess að það gangi vel hjá hans gamla félagi. „Ég myndi elska það að sjá Barcelona vinna spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina líka. Í það minnsta að vera með í baráttunni allt til loka á þeim árum sem þeir vinna ekki,“ sagði Messi. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira