Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 07:42 Hinn átján ára gamli Cole Campbell er kominn upp í aðallið Borussia Dortmund en þar hafa margir frábærir leikmenn skapað sér nafn í fótboltanum. Getty/Hendrik Deckers/ Íslenski-bandaríski knattspyrnumaðurinn Cole Campbell hefur mikla trú á sér og sínum hæfileikum. Hann hefur sett stefnuna hátt í framtíðinni. Svo hátt að hann fyrir sér að halda á Ballon d'Or styttunni áður en ferlinum lýkur. Þessi átján ára strákur lék með íslensku unglingalandsliðunum þar til á þessu ári þegar hann ákvað að velja Bandaríkin yfir Ísland. Síðan þá hefur strákurinn unnið sér sæti í aðalliði Dortmund og spilað sína fyrstu leiki í bæði þýsku Bundesligunni og í Meistaradeildinni. Það má hins vegar heyra á honum sjálfum í nýju viðtali að hann ætlar sér miklu stærri hluti á sínum ferli. Bandaríkjamenn binda miklar vonir til þess að hann verði næsta stjarna landsliðs þeirra en Bandaríkjamenn eru á heimavelli á HM eftir eitt og hálft ár, sumarið 2026. Móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin og varð einnig Íslandsmeistari með Breiðabliki. Faðir hans er Bandaríkjamaður. Cole skoraði tvö mörk í sjö leikjum fyrir íslensku unglingalandsliðin og spilaði bæði fyrir Breiðablik og FH í efstu deild á Íslandi þrátt fyrir mjög ungan aldur. Samfélagsmiðlar CBS Sports Golazo sýna brot úr viðtalinu við hinn sjálfsörugga bandaríska Íslending. „Í sambandi við sjálfstraustið mitt þá hef ég mikla trú á sjálfum mér og svo hef ég líka guð til að halla mér upp að þegar hlutirnir verða erfiðir. Það gefur mér styrk og þótt hlutirnir gangi ekki upp þá hef ég þessa miklu trú á sjálfum mér sama hvað aðrir segja eða hugsa,“ sagði Cole. „Út frá því sem ég hef lært á þessu síðasta ári og hvað ég hef vaxið mikið sem leikmaður og persóna á þeim tíma þá get ég varla ímyndað mér hvað ég get orðið miklu betri á næstu sex til sjö árum,“ sagði Cole. „Markmiðið mitt er að vinna Ballon d'Or og Meistaradeildina á mínum ferli. Þegar það tekst hjá mér þá verð ég mjög hamingjusamur,“ sagði Cole. Það má sjá myndbrotið með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Golazo America (@golazoamerica) Þýski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Þessi átján ára strákur lék með íslensku unglingalandsliðunum þar til á þessu ári þegar hann ákvað að velja Bandaríkin yfir Ísland. Síðan þá hefur strákurinn unnið sér sæti í aðalliði Dortmund og spilað sína fyrstu leiki í bæði þýsku Bundesligunni og í Meistaradeildinni. Það má hins vegar heyra á honum sjálfum í nýju viðtali að hann ætlar sér miklu stærri hluti á sínum ferli. Bandaríkjamenn binda miklar vonir til þess að hann verði næsta stjarna landsliðs þeirra en Bandaríkjamenn eru á heimavelli á HM eftir eitt og hálft ár, sumarið 2026. Móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin og varð einnig Íslandsmeistari með Breiðabliki. Faðir hans er Bandaríkjamaður. Cole skoraði tvö mörk í sjö leikjum fyrir íslensku unglingalandsliðin og spilaði bæði fyrir Breiðablik og FH í efstu deild á Íslandi þrátt fyrir mjög ungan aldur. Samfélagsmiðlar CBS Sports Golazo sýna brot úr viðtalinu við hinn sjálfsörugga bandaríska Íslending. „Í sambandi við sjálfstraustið mitt þá hef ég mikla trú á sjálfum mér og svo hef ég líka guð til að halla mér upp að þegar hlutirnir verða erfiðir. Það gefur mér styrk og þótt hlutirnir gangi ekki upp þá hef ég þessa miklu trú á sjálfum mér sama hvað aðrir segja eða hugsa,“ sagði Cole. „Út frá því sem ég hef lært á þessu síðasta ári og hvað ég hef vaxið mikið sem leikmaður og persóna á þeim tíma þá get ég varla ímyndað mér hvað ég get orðið miklu betri á næstu sex til sjö árum,“ sagði Cole. „Markmiðið mitt er að vinna Ballon d'Or og Meistaradeildina á mínum ferli. Þegar það tekst hjá mér þá verð ég mjög hamingjusamur,“ sagði Cole. Það má sjá myndbrotið með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Golazo America (@golazoamerica)
Þýski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira