Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 10:00 Luka Dukic er með risa húðflúr á brjóstkassanum af bróður sínum Lazar sem drukknaði á síðustu heimsleikum í CrossFit. @luka.djukic Það óhætt að segja að syrgjandi bróðir Lazars Djukic sé ekki sáttur við þær ákvarðanir sem eru teknar hjá CrossFit þessa dagana. CrossFit samtökin hafa kynnt nýtt fyrirkomulag á undankeppni heimsleikanna og enn á ný eru gerðar stórar breytingar. Eftir dauðaslysið í fyrstu grein síðustu heimsleika í haust hafa samtökin legið undir mikilli gagnrýni ekki síst hvað varðar öryggismál sín. Gagnrýnin minnkaði ekkert við það að samtökin voru ekki tilbúin að opinbera niðurstöður í utanaðkomandi rannsókn á því sem gerðist þegar Lazar Dukic drukknaði í opnunargrein heimsleikanna í ágúst. Luka Dukic, yngri bróðir Lazars heitins, hefur verið duglegur að gagnrýna feluleik CrossFit samtakanna og hann er enginn aðdáandi nýju breytinganna. Dukic notaði enn á ný samfélagsmiðla sína til þess að koma fram með gagnrýni sína á samtökin. Hann bendir á það að með því að hafa framkvæmd undankeppninnar í gegnum netið þá séu samtökin sjálf að hlaupast undan allri ábyrgð og þau hirði því bara tekjur af skráningargjöldunum en leggi lítið sem ekkert til við kostnaðinn. Íþróttafólkið þarf síðan að skila æfingum sínum í gegnum netið alla undankeppnina. Dukic segir að stóra vandamálið þar sé að myndbandseftirlitið hjá CrossFit sé í tómu tjóni. Það sé því grátlegt fyrir íþróttafólkið að hans mati að það þurfi að treysta á eftirlitskerfi sem sé ekki hægt að treysta á. Hann vekur einnig athygli á því að CrossFit samtökin styðji ekkert við bakið á þeim sem halda mótin sem eru í tengslum við undankeppnina, svokölluð Sanctionals mót. Mótshaldararnir þurfa því í raun að eyða öllum sínum peningum í að senda íþróttafólkið á mót hjá CrossFit samtökunum. Dukic er líka á því að með því festa verðlaunaféð við skráningarfjölda á The Open þýði það að atvinnumennirnir séu þeir sem tapi, fólkið sem er að reyna að lifa af þessu. Það er hætt við því að skráningum fækki talsvert í því óvissuástandi sem ríkir eftir hryllinginn á síðustu heimsleikum. Það þýðir lægra verðlaunafé og þar með verður enn erfiðara fyrir besta CrossFit fólkið að ná sér í pening á heimsleikunum. Það má sjá færsluna hér fyrir neðan. Yfir fjórtán þúsund hafa líkað við færslu Dukic á Instagram og hún hefur fengið nokkra athygli. Dukic fjölskyldan er í sárum, þau misstu ekki aðeins Lazar heldur er enginn hjá CrossFit tilbúinn að taka ábyrgð á því sem gerðist. View this post on Instagram A post shared by Luka Đukić (@luka.djukic) CrossFit Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Í beinni: Fram - Haukar | Hörkuleikur á heimavelli meistaranna Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sjá meira
CrossFit samtökin hafa kynnt nýtt fyrirkomulag á undankeppni heimsleikanna og enn á ný eru gerðar stórar breytingar. Eftir dauðaslysið í fyrstu grein síðustu heimsleika í haust hafa samtökin legið undir mikilli gagnrýni ekki síst hvað varðar öryggismál sín. Gagnrýnin minnkaði ekkert við það að samtökin voru ekki tilbúin að opinbera niðurstöður í utanaðkomandi rannsókn á því sem gerðist þegar Lazar Dukic drukknaði í opnunargrein heimsleikanna í ágúst. Luka Dukic, yngri bróðir Lazars heitins, hefur verið duglegur að gagnrýna feluleik CrossFit samtakanna og hann er enginn aðdáandi nýju breytinganna. Dukic notaði enn á ný samfélagsmiðla sína til þess að koma fram með gagnrýni sína á samtökin. Hann bendir á það að með því að hafa framkvæmd undankeppninnar í gegnum netið þá séu samtökin sjálf að hlaupast undan allri ábyrgð og þau hirði því bara tekjur af skráningargjöldunum en leggi lítið sem ekkert til við kostnaðinn. Íþróttafólkið þarf síðan að skila æfingum sínum í gegnum netið alla undankeppnina. Dukic segir að stóra vandamálið þar sé að myndbandseftirlitið hjá CrossFit sé í tómu tjóni. Það sé því grátlegt fyrir íþróttafólkið að hans mati að það þurfi að treysta á eftirlitskerfi sem sé ekki hægt að treysta á. Hann vekur einnig athygli á því að CrossFit samtökin styðji ekkert við bakið á þeim sem halda mótin sem eru í tengslum við undankeppnina, svokölluð Sanctionals mót. Mótshaldararnir þurfa því í raun að eyða öllum sínum peningum í að senda íþróttafólkið á mót hjá CrossFit samtökunum. Dukic er líka á því að með því festa verðlaunaféð við skráningarfjölda á The Open þýði það að atvinnumennirnir séu þeir sem tapi, fólkið sem er að reyna að lifa af þessu. Það er hætt við því að skráningum fækki talsvert í því óvissuástandi sem ríkir eftir hryllinginn á síðustu heimsleikum. Það þýðir lægra verðlaunafé og þar með verður enn erfiðara fyrir besta CrossFit fólkið að ná sér í pening á heimsleikunum. Það má sjá færsluna hér fyrir neðan. Yfir fjórtán þúsund hafa líkað við færslu Dukic á Instagram og hún hefur fengið nokkra athygli. Dukic fjölskyldan er í sárum, þau misstu ekki aðeins Lazar heldur er enginn hjá CrossFit tilbúinn að taka ábyrgð á því sem gerðist. View this post on Instagram A post shared by Luka Đukić (@luka.djukic)
CrossFit Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Í beinni: Fram - Haukar | Hörkuleikur á heimavelli meistaranna Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sjá meira