Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2024 15:06 Rauði stórrisinn WOH G64 er umlukinn egglaga hýði sem er talinn vera gas og ryk úr ytri lögum hans sem stjarnan varpar frá sér þegar hún nálgast það að springa. ESO/K. Ohnaka et al. Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. WOH G64 í Stóra Magellanskýinu hefur verið þekkt lengi. Hún er skilgreind sem rauður stórrisi og er um tvö þúsund sinnum stærri en sólin okkar. Stjarnan hefur af þessum sökum verið nefnd „ferlíkið“ af stjörnufræðingum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Þótt tugir stjarna í Vetrarbrautinni hafi áður verið rannsakaðar í nærmynd hefur vísindamönnum reynst erfitt að gerast svo nærgöngulir við fjarlægari stjörnur utan hennar. Það tókst hópi stjörnufræðinga þökk sé nýlegu mælitæki á VLT-sjónauka ESO í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þegar stjörnufræðingarnir þysjuðu inn á WOH G64 blasti við þeim egglaga hýði utan um stjörnuna sem þeir telja að sé myndað úr gasi og ryki sem stjarnan gefur frá sér í dauðateygjum sínum. Stórrisar eins og WOH G64 varpa frá sér ytri lögum sínum þegar þær nálgast endalok sín. Talið er að stjarnan sé á síðustu stigunum áður en hún verður að sprengistjörnu. Sólstjörnur sem eru átta til tíu sinnum massameiri en stjarnan enda daga sína sem sprengistjörnur. „Þessi stjarna er ein sú öfgafyllsta sinnar tegundar og róttækar breytingar á henni gætu fært hann nær því að springa,“ segir Jacco van Loon frá Keele-háskóla Á Englandi sem hefur fylgst með ferlíkinu frá því á tíunda áratug síðustu aldar. Lögunin kom stjörnufræðingunum á óvart þar sem fyrri athuganir og tölvulíkön höfðu gefið þeim aðra mynd af þessu stigi í lífi stjarna af þessu tagi. Vísindamennirnir telja að sporöskjulaga hjúpurinn utan um stjörnuna skýrist annað hvort af efninu sem hún gefur frá sér eða þyngdaráhrifum fylgistjörnu sem þeir hafa ekki enn komið auga á. Dofnar eftir því sem á líður Athuganirnar leiddu einnig í ljós að WOH G64 hefur orðið daufari undanfarin tíu ár. Tilgáta vísindamannanna er að efnishjúpurinn í kringum hana skyggi á hana. Þetta þýðir að áframhaldandi rannsóknir á henni verða erfiðari eftir því sem tíminn líður. Teymið sem stóð að rannsókninni ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fyrir það og stefnir á að fylgjast áfram með stjörnunni dauðadæmdu. „Sambærilegar framhaldsrannsóknir með ESO-mælitækjum eru mikilvægar til þess að skilja hvað gengur á í stjörnunni,“ segir Keiichi Ohnaka, stjarneðlisfrðingur við Andrés Bello-háskóla í Síle sem stýrði rannsókninni. Geimurinn Vísindi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
WOH G64 í Stóra Magellanskýinu hefur verið þekkt lengi. Hún er skilgreind sem rauður stórrisi og er um tvö þúsund sinnum stærri en sólin okkar. Stjarnan hefur af þessum sökum verið nefnd „ferlíkið“ af stjörnufræðingum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Þótt tugir stjarna í Vetrarbrautinni hafi áður verið rannsakaðar í nærmynd hefur vísindamönnum reynst erfitt að gerast svo nærgöngulir við fjarlægari stjörnur utan hennar. Það tókst hópi stjörnufræðinga þökk sé nýlegu mælitæki á VLT-sjónauka ESO í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þegar stjörnufræðingarnir þysjuðu inn á WOH G64 blasti við þeim egglaga hýði utan um stjörnuna sem þeir telja að sé myndað úr gasi og ryki sem stjarnan gefur frá sér í dauðateygjum sínum. Stórrisar eins og WOH G64 varpa frá sér ytri lögum sínum þegar þær nálgast endalok sín. Talið er að stjarnan sé á síðustu stigunum áður en hún verður að sprengistjörnu. Sólstjörnur sem eru átta til tíu sinnum massameiri en stjarnan enda daga sína sem sprengistjörnur. „Þessi stjarna er ein sú öfgafyllsta sinnar tegundar og róttækar breytingar á henni gætu fært hann nær því að springa,“ segir Jacco van Loon frá Keele-háskóla Á Englandi sem hefur fylgst með ferlíkinu frá því á tíunda áratug síðustu aldar. Lögunin kom stjörnufræðingunum á óvart þar sem fyrri athuganir og tölvulíkön höfðu gefið þeim aðra mynd af þessu stigi í lífi stjarna af þessu tagi. Vísindamennirnir telja að sporöskjulaga hjúpurinn utan um stjörnuna skýrist annað hvort af efninu sem hún gefur frá sér eða þyngdaráhrifum fylgistjörnu sem þeir hafa ekki enn komið auga á. Dofnar eftir því sem á líður Athuganirnar leiddu einnig í ljós að WOH G64 hefur orðið daufari undanfarin tíu ár. Tilgáta vísindamannanna er að efnishjúpurinn í kringum hana skyggi á hana. Þetta þýðir að áframhaldandi rannsóknir á henni verða erfiðari eftir því sem tíminn líður. Teymið sem stóð að rannsókninni ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fyrir það og stefnir á að fylgjast áfram með stjörnunni dauðadæmdu. „Sambærilegar framhaldsrannsóknir með ESO-mælitækjum eru mikilvægar til þess að skilja hvað gengur á í stjörnunni,“ segir Keiichi Ohnaka, stjarneðlisfrðingur við Andrés Bello-háskóla í Síle sem stýrði rannsókninni.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent