Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 06:32 Cristiano Ronaldo er enn að skora fyrir Portúgal á milli þess að hann sinnir 67 milljón fylgjendum sínum á Youtube. Getty/Octavio Passos Cristiano Ronaldo þurfti ekki nema nokkra daga til að verða að einni stærstu Youtube stjörnu heims. Nú hefur hann boðað mikinn viðburð á síðu sinni. Youtube síða Ronaldo er nú með meira en 67 milljónir fylgjenda. Það er magnað afrek fyrir síðu sem var stofnuð á árinu 2024. Í nýjasta myndbandinu vildi spyrillinn frá að vita eitthvað um næsta viðmælanda Ronaldo á Youtube síðunni og það er óhætt að segja að Ronaldo hafi svarað honum með sprengju. „Næsti gestur minn á Youtube? Við munum setja Internetið á hliðina,“ sagði Cristiano Ronaldo sposkur á Youtube síðu sinni URCristiano. Auðvitað fóru margir strax að velta fyrir sér mögulegum viðmælendum en á endanum komast flestir að einni niðurstöðu. Gæti svo verið að við sjáum þá Ronaldo og Lionel Messi ræða málin á URCristiano síðunni? Þetta voru tveir langbestu fótboltamenn heims í langan tíma þótt að tími þeirra á toppnum sé nú liðinn. Þetta eru samt tveir markahæstu leikmenn sögunnar í opinberum leikjum, Cristiano Ronaldo hefur skorað 910 mörk og Lionel Messi er með 850 mörk. Messi þykir fremri hjá sumum en aðrir eru á Ronaldo vagninum. Báðir eru enn að spila, Messi í Bandaríkjunum en Ronaldo í Sádí Arabíu. Það er þó einvígi þeirra með liðum Barcelona og Real Madrid sem er hápunkturinn á þeirra viðskiptum á fótboltavellinum. Nú gætum við verið að sjá þessa miklu erkifjendur mögulega ræða málin. Það er ef Ronaldo er ekki bara að stríða heiminum og fái kannski bara son sinn í viðtal. View this post on Instagram A post shared by 𝗦𝗢𝗖𝗖𝗘𝗥𝗚𝗘𝗡𝗜𝗖 (@soccergenic) Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Youtube síða Ronaldo er nú með meira en 67 milljónir fylgjenda. Það er magnað afrek fyrir síðu sem var stofnuð á árinu 2024. Í nýjasta myndbandinu vildi spyrillinn frá að vita eitthvað um næsta viðmælanda Ronaldo á Youtube síðunni og það er óhætt að segja að Ronaldo hafi svarað honum með sprengju. „Næsti gestur minn á Youtube? Við munum setja Internetið á hliðina,“ sagði Cristiano Ronaldo sposkur á Youtube síðu sinni URCristiano. Auðvitað fóru margir strax að velta fyrir sér mögulegum viðmælendum en á endanum komast flestir að einni niðurstöðu. Gæti svo verið að við sjáum þá Ronaldo og Lionel Messi ræða málin á URCristiano síðunni? Þetta voru tveir langbestu fótboltamenn heims í langan tíma þótt að tími þeirra á toppnum sé nú liðinn. Þetta eru samt tveir markahæstu leikmenn sögunnar í opinberum leikjum, Cristiano Ronaldo hefur skorað 910 mörk og Lionel Messi er með 850 mörk. Messi þykir fremri hjá sumum en aðrir eru á Ronaldo vagninum. Báðir eru enn að spila, Messi í Bandaríkjunum en Ronaldo í Sádí Arabíu. Það er þó einvígi þeirra með liðum Barcelona og Real Madrid sem er hápunkturinn á þeirra viðskiptum á fótboltavellinum. Nú gætum við verið að sjá þessa miklu erkifjendur mögulega ræða málin. Það er ef Ronaldo er ekki bara að stríða heiminum og fái kannski bara son sinn í viðtal. View this post on Instagram A post shared by 𝗦𝗢𝗖𝗖𝗘𝗥𝗚𝗘𝗡𝗜𝗖 (@soccergenic)
Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira