Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2024 11:43 Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, þurfti að fjarlægja blys af gervigrasinu í Víkinni eftir að því var kastað inn á völlinn þegar Breiðablik komst í 3-0. Stöð 2 Sport Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað bæði Víking R. og Breiðablik vegna hegðunar stuðningsmanna í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta, sem fram fór í Víkinni 27. október. Sekt heimaliðsins er þrefalt hærri en sekt útiliðsins. Víkingar fengu 150.000 króna sekt og er það sérstaklega vegna notkunar stuðningsmanna á blysum. Á einum tímapunkti í leiknum, þegar Blikar skoruðu sitt þriðja mark í 3-0 sigrinum sem tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn, var blysi kastað inn á gervigrasið í Víkinni. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen brást við því og kastaði blysinu af vellinum. Breiðablik fékk sömuleiðis sekt vegna blysnotkunar áhorfenda, eða 50.000 krónur. Víkingar þurft að greiða alls 275 þúsund vegna áhorfenda Í úrskurði aganefndar segir að sekt Víkings sé hærri en ella vegna fyrri mála. Félagið hafði áður fengið 50.000 króna sekt vegna áhorfenda í leik gegn Breiðabliki 30. maí, og 75.000 króna sekt vegna þess að áhorfendur notuðu blys á leiknum dramatíska við ÍA á Akranesi í næstsíðustu umferð deildarinnar. Alls hafa Víkingar því þurft að greiða 275.000 krónur vegna hegðunar áhorfenda á nýafstaðinni leiktíð. Breiðablik hlaut hins vegar enga refsingu vegna „brettamálsins“ svokallaða, en stuðningsmaður Breiðabliks málaði bretti, sem sett höfðu verið upp til að fleiri áhorfendur kæmust á leikinn, í grænum lit Breiðabliks nóttina fyrir leik. Haraldur Haraldsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Víkings, sagði í samtali við Vísi í lok síðasta mánaðar að tjónið vegna brettanna væri minna en óttast hefði verið í fyrstu, en að málning hefði einnig farið á stóra auglýsingaseglborða sem hver um sig kosti 70-80 þúsund krónur í framleiðslu. „Þetta var tilkynnt til lögreglu og mér finnst mikilvægt að menn komist ekki upp með þetta. Það verða að vera einhver viðurlög, annars endar þetta bara í einhverri vitleysu,“ sagði Haraldur við Vísi. Nú er hins vegar ljóst að aganefnd KSÍ mun engum refsa vegna þessa máls. Það var enda ólíklegt þar sem þau voru unnin langt utan þess tímaramma sem alla jafna er miðað við varðandi mögulegar refsingar félaga vegna óláta stuðningsmanna á leikjum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Víkingar fengu 150.000 króna sekt og er það sérstaklega vegna notkunar stuðningsmanna á blysum. Á einum tímapunkti í leiknum, þegar Blikar skoruðu sitt þriðja mark í 3-0 sigrinum sem tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn, var blysi kastað inn á gervigrasið í Víkinni. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen brást við því og kastaði blysinu af vellinum. Breiðablik fékk sömuleiðis sekt vegna blysnotkunar áhorfenda, eða 50.000 krónur. Víkingar þurft að greiða alls 275 þúsund vegna áhorfenda Í úrskurði aganefndar segir að sekt Víkings sé hærri en ella vegna fyrri mála. Félagið hafði áður fengið 50.000 króna sekt vegna áhorfenda í leik gegn Breiðabliki 30. maí, og 75.000 króna sekt vegna þess að áhorfendur notuðu blys á leiknum dramatíska við ÍA á Akranesi í næstsíðustu umferð deildarinnar. Alls hafa Víkingar því þurft að greiða 275.000 krónur vegna hegðunar áhorfenda á nýafstaðinni leiktíð. Breiðablik hlaut hins vegar enga refsingu vegna „brettamálsins“ svokallaða, en stuðningsmaður Breiðabliks málaði bretti, sem sett höfðu verið upp til að fleiri áhorfendur kæmust á leikinn, í grænum lit Breiðabliks nóttina fyrir leik. Haraldur Haraldsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Víkings, sagði í samtali við Vísi í lok síðasta mánaðar að tjónið vegna brettanna væri minna en óttast hefði verið í fyrstu, en að málning hefði einnig farið á stóra auglýsingaseglborða sem hver um sig kosti 70-80 þúsund krónur í framleiðslu. „Þetta var tilkynnt til lögreglu og mér finnst mikilvægt að menn komist ekki upp með þetta. Það verða að vera einhver viðurlög, annars endar þetta bara í einhverri vitleysu,“ sagði Haraldur við Vísi. Nú er hins vegar ljóst að aganefnd KSÍ mun engum refsa vegna þessa máls. Það var enda ólíklegt þar sem þau voru unnin langt utan þess tímaramma sem alla jafna er miðað við varðandi mögulegar refsingar félaga vegna óláta stuðningsmanna á leikjum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira