Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2024 14:27 Guðrún Arnardóttir stóð í vörn sænsku meistaranna sem fengu aðeins á sig níu mörk alla leiktíðina, í 26 umferðum. Í sumar fagnaði hún því líka að hafa komist inn á EM í Sviss 2025, með íslenska landsliðinu. vísir/Anton Landsliðskonurnar Hlín Eiríksdóttir og Guðrún Arnardóttir eiga möguleika á að vinna til einstaklingsverðlauna á lokahófi sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á fimmtudaginn. Hlín er ein þriggja sem tilnefndar eru sem besti sóknarmaðurinn og Guðrún er tilnefnd sem besti varnarmaðurinn. Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag þá er Hlín einnig tilnefnd fyrir besta markið, en hægt er að kjósa hér. Farið er fögrum orðum um þær Guðrún og Hlín á vef Aftonbladet í dag, þar sem farið er yfir tilnefningarnar. Guðrún varð Svíþjóðarmeistari með Rosengård, í liði sem fékk aðeins á sig 9 mörk í 26 umferðum, og um Guðrúnu segir: „Þetta er 29 ára miðvörðurinn sem hefur stýrt og leitt áfram meistaravörnina 2024. Guðrún hefur tekið nýtt skref á ferlinum ár eftir ár og er líkamlega sterkur miðvörður sem tímasetur tæklingarnar sínar fullkomlega. Algjör leiðtogi.“ Með Kristianstad á herðum sér Hlín skoraði 15 mörk fyrir Kristianstad, sem hafnaði í 4. sæti, og var aðeins einu marki á eftir markadrottningunni Momoko Tanikawa sem varð meistari með Guðrúnu. Um Hlín segir: „Það er engin eins og hún í deildinni. Íslendingurinn hefur borið Kristianstad á herðum sér á þessu tímabili. Hún er algjör vinnuþjarkur sem gefst aldrei upp, og það smitar frá sér. Við þetta bætist hvað hún er sterk og góð í að klára færin. Það hefur borgað sig að færa hana úr fremstu stöðu og leyfa henni að njóta sín á vinstri kantinum.“ Enginn Íslendingur kemur þó til greina í valinu á mikilvægasta leikmanni ársins en þar eru þær Caroline Seger úr Rosengård, Alice Carlsson úr Hammarby og Josefine Rybrink úr Häcken tilnefndar. Verðlaunin verða eins og fyrr segir afhent á fimmtudaginn, í beinni útsendingu Aftonbladet. Sænski boltinn Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Fleiri fréttir Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Sjá meira
Hlín er ein þriggja sem tilnefndar eru sem besti sóknarmaðurinn og Guðrún er tilnefnd sem besti varnarmaðurinn. Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag þá er Hlín einnig tilnefnd fyrir besta markið, en hægt er að kjósa hér. Farið er fögrum orðum um þær Guðrún og Hlín á vef Aftonbladet í dag, þar sem farið er yfir tilnefningarnar. Guðrún varð Svíþjóðarmeistari með Rosengård, í liði sem fékk aðeins á sig 9 mörk í 26 umferðum, og um Guðrúnu segir: „Þetta er 29 ára miðvörðurinn sem hefur stýrt og leitt áfram meistaravörnina 2024. Guðrún hefur tekið nýtt skref á ferlinum ár eftir ár og er líkamlega sterkur miðvörður sem tímasetur tæklingarnar sínar fullkomlega. Algjör leiðtogi.“ Með Kristianstad á herðum sér Hlín skoraði 15 mörk fyrir Kristianstad, sem hafnaði í 4. sæti, og var aðeins einu marki á eftir markadrottningunni Momoko Tanikawa sem varð meistari með Guðrúnu. Um Hlín segir: „Það er engin eins og hún í deildinni. Íslendingurinn hefur borið Kristianstad á herðum sér á þessu tímabili. Hún er algjör vinnuþjarkur sem gefst aldrei upp, og það smitar frá sér. Við þetta bætist hvað hún er sterk og góð í að klára færin. Það hefur borgað sig að færa hana úr fremstu stöðu og leyfa henni að njóta sín á vinstri kantinum.“ Enginn Íslendingur kemur þó til greina í valinu á mikilvægasta leikmanni ársins en þar eru þær Caroline Seger úr Rosengård, Alice Carlsson úr Hammarby og Josefine Rybrink úr Häcken tilnefndar. Verðlaunin verða eins og fyrr segir afhent á fimmtudaginn, í beinni útsendingu Aftonbladet.
Sænski boltinn Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Fleiri fréttir Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Sjá meira