Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2024 07:31 Noa-Lynn van Leuven hefur vakið mikið umtal í píluheiminum. getty/Ben Roberts Hollenski pílukastarinn Michael van Gerwen hefur sagt löndu sinni, Noa-Lynn van Leuven, að láta gagnrýni og óvandaðar athugasemdir sem vind um eyru þjóta. Van Leuven varð fyrsta trans konan til að keppa á Grand Slam of Darts í fyrradag. Hún mætti Van Gerwen í 1. umferð og tapaði, 5-0. Púað var á Van Leuven þegar hún gekk inn á sviðið á laugardaginn og framan af viðureigninni gegn Van Gerwen. Þrefaldi heimsmeistarinn sagði Van Leuven að láta framkomu áhorfenda ekki á sig fá. „Þetta var erfiður leikur. Þetta var alltaf að fara að skapa mikið umtal. Þú heyrðir í áhorfendunum. Hvað geturðu gert? Áhorfendur. Hennar leikur. Staðan. Ég var í góðu jafnvægi í dag. Þú þarft að glíma við ákveðnar aðstæður og ég gerði það,“ sagði Van Gerwen. „Ég hef verið í hennar stöðu nokkrum sinnum áður. Það hefur verið púað á mig. Þú verður að útiloka hluti sem þessa.“ Ekki eru allir á eitt sáttir með að Van Leuven fái að keppa í kvennaflokki en Van Gerwen styður hana. „Þetta er svo sárt. Hún gerir það sem hún gerir og getur spilað frábært pílukast. Leyfið henni að spila,“ sagði Van Gerwen. „Fyrir mér hefur þetta aldrei verið nein umræða en ég sem ekki reglurnar. Það er fólk sem ræður meiru en PDC. Þeir geta hvort sem er aldrei tekið rétta ákvörðun. Ef þeir fara til vinstri segir fólk að það ætti að fara til hægri og öfugt. Allir hafa sína skoðun en það er ekkert unnið með því að halda áfram að deila um þetta.“ Pílukast Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira
Van Leuven varð fyrsta trans konan til að keppa á Grand Slam of Darts í fyrradag. Hún mætti Van Gerwen í 1. umferð og tapaði, 5-0. Púað var á Van Leuven þegar hún gekk inn á sviðið á laugardaginn og framan af viðureigninni gegn Van Gerwen. Þrefaldi heimsmeistarinn sagði Van Leuven að láta framkomu áhorfenda ekki á sig fá. „Þetta var erfiður leikur. Þetta var alltaf að fara að skapa mikið umtal. Þú heyrðir í áhorfendunum. Hvað geturðu gert? Áhorfendur. Hennar leikur. Staðan. Ég var í góðu jafnvægi í dag. Þú þarft að glíma við ákveðnar aðstæður og ég gerði það,“ sagði Van Gerwen. „Ég hef verið í hennar stöðu nokkrum sinnum áður. Það hefur verið púað á mig. Þú verður að útiloka hluti sem þessa.“ Ekki eru allir á eitt sáttir með að Van Leuven fái að keppa í kvennaflokki en Van Gerwen styður hana. „Þetta er svo sárt. Hún gerir það sem hún gerir og getur spilað frábært pílukast. Leyfið henni að spila,“ sagði Van Gerwen. „Fyrir mér hefur þetta aldrei verið nein umræða en ég sem ekki reglurnar. Það er fólk sem ræður meiru en PDC. Þeir geta hvort sem er aldrei tekið rétta ákvörðun. Ef þeir fara til vinstri segir fólk að það ætti að fara til hægri og öfugt. Allir hafa sína skoðun en það er ekkert unnið með því að halda áfram að deila um þetta.“
Pílukast Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira